Sambíóin

Sambíóin Sambíóin er stærsta kvikmyndafyrirtæki á Íslandi í dreifingu kvikmynda í kvikmyndahúsum.

Miðasalan í Sambíóunum Kringlunni verður opin aðfangadag milli kl. 10:00 til 13:00 þar sem hægt verður að kaupa gjafabré...
23/12/2024

Miðasalan í Sambíóunum Kringlunni verður opin aðfangadag milli kl. 10:00 til 13:00 þar sem hægt verður að kaupa gjafabréf fyrir bíómiða og popp og gos.

Sambíóin með þér um jólin

Klassíska jólamyndin Home Alone 2: Lost in New York verður sýnd í dag þorláksmessu kl.16:30 í jóladagatali Sambíóanna Kr...
23/12/2024

Klassíska jólamyndin Home Alone 2: Lost in New York verður sýnd í dag þorláksmessu kl.16:30 í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni.

Kevin McCallister er mættur aftur. Í þetta skiptið er hann í New York borg með nóg af peningum og kreditkortum, og ákveður að skemmta sér eins og hann getur og breyta borginni í sinn eigin leikvöll. En Kevin er ekki einn lengi, því að hinir illræmdu innbrotsþjófar Harry og Marv, sem eru enn þá í sárum eftir síðustu viðskipti sín við Kevin, eru líka mættir á svæðið, og ætla núna fremja rán aldarinnar. Kevin er tilbúinn með gildrurnar sínar, og þjófarnir eiga ekki von á góðu.

Með aðalhlutverk fara Macaulay Culkin, Joe Pesci, Daniel Stern, John Heard, Tim Curry og Catherine O'Hara.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Klassíska jólamyndin The Muppet Christmas Carol verður sýnd í dag kl.17:00  í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni sunnuda...
22/12/2024

Klassíska jólamyndin The Muppet Christmas Carol verður sýnd í dag kl.17:00 í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni sunnudag 22. desember.

Nirfilinn Ebenezer Scrooge sem er illa við jólin er heimsóttur af draugum fortíðar, nútíðar og framtíðar til að sýna honum heiminn og tilveruna í nýju ljósi. Með aðalhlutverk fara Michael Caine, Dave Goelz, Steve Whitmire, Jerry Nelson og Frank Oz.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Jólateiknimyndin The Grinch verður sýnd  með íslensku tali í dag kl. 17:00 jóladagatali Sambíóanna Kringlunni laugardagi...
21/12/2024

Jólateiknimyndin The Grinch verður sýnd með íslensku tali í dag kl. 17:00 jóladagatali Sambíóanna Kringlunni laugardaginn 21. desember.

Trölli býr í fjalli fyrir ofan Hver-bæ sem eitt sinn var heimabær hans og lætur það fara alveg sérstaklega í taugarnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Hann ákveður því að taka til sinna ráða, læðast inn í bæinn að næturlagi og hreinlega stela öllum gjöfunum og skreytingunum þannig að íbúarnir nái ekki að halda upp á jólin og verði jafn fúllyndir og hann er sjálfur. Það sem hann reiknar hins vegar ekki með er að þótt hann geti í sjálfu sér stolið því efnislega sem tengt er jólunum getur hvorki hann né nokkur annar stolið jólagleðinni sjálfri. Og hvað gerir Trölli þá?

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Klassíska jólamyndin Joyeux Noel verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld kl.10:00 föstudag 20. desember...
20/12/2024

Klassíska jólamyndin Joyeux Noel verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld kl.10:00 föstudag 20. desember.

Í desember 1914 gerði óopinbert jólavopnahlé á vesturvígstöðvunum hermönnum frá andstæðum hliðum fyrri heimsstyrjaldarinnar kleift að fá innsýn í lífshætti hvers annars.

Með aðalhlutverk fara Diane Kruger, Daniel Brühl, Benno Fürmann, Guillaume Canet og Gary Lewis. Einstakt tækifæri að upplifa þessa frábæru mynd aftur í bíó, tryggðu þér miða á www.sambio.is

19/12/2024

Áhorfendur eru hæstánægðir með Kraven the Hunter. Myndin er komin i Sambíóin, tryggðu þér miða á www.sambio.is

Klassíska jólamyndin Love Actually verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld kl. 19:00 fimmtudag 19. dese...
19/12/2024

Klassíska jólamyndin Love Actually verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld kl. 19:00 fimmtudag 19. desember.

Hér segir frá nokkrum ólíkum persónum sem þekkjast og tengjast mismikið sín á milli en eiga það allar sameiginlegt að vera að leita að hinni einu sönnu ást. En eins og allir vita eru vegir ástarinnar órannsakanlegir og það eiga allar þessar persónur eftir að upplifa, hver á sinn hátt.

Með aðalhlutverk fara Hugh Grant, Liam Neeson, Laura Linney, Bill Nighy, Colin Firth, Emma Thompson, Martin Freeman, Chiwetel Ejiofor, Keira Knightley og Rowan Atkinson.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Upplifðu ljónakraftinn í ÁsbergMúfasa: Konungur Ljónanna er komin í sýningu með bæði íslensku og ensku tali í Sambíóunum...
18/12/2024

Upplifðu ljónakraftinn í Ásberg

Múfasa: Konungur Ljónanna er komin í sýningu með bæði íslensku og ensku tali í Sambíóunum!
Kíktu aftur í undraverðan heim ljónanna þar sem saga Múfasa, hins ástsæla konungs, er skoðuð, á meðan Simba reynir að leiðbeina dóttur sinni til að feta í hans fótspor sem nýr konungur gresjunnar.

Myndin er með íslenskum leikröddum úrvalsleikara, þar á meðal:
Gunnar Hrafn Kristjánsson, Jónmundur Grétarsson, Íris Tanja Flygenring, Kjartan Darri Kristjánsson, Arnór Björnsson, Hildur Kristín Kristjánsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Magnús Jónsson, Hannes Óli Ágústsson, Ævar Þór Benediktsson, Baldvin Tómas Sólmundarson og Gunnar Erik Snorrason.

Upplifðu töfrana í bestu mögulegu gæðum – í Dolby Atmos Ásberg salnum fyrir fullkomið mynd- og hljóðupplifun eða í almennum sölum Sambíóanna.
Tryggðu þér miða núna á

www.sambio.is og njóttu þessarar stórfenglegu kvikmyndar um jólin!

Klassíska jólamyndin Fred Claus er sýnd í köld kl. 19:00 í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni miðvikudaginn 18. desember...
18/12/2024

Klassíska jólamyndin Fred Claus er sýnd í köld kl. 19:00 í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni miðvikudaginn 18. desember.

Fred Claus er bróðir sjálfs jólasveinsins. Hann er ekki jafn gjafmildur og bróðir sinn og í raun eru þeir bræðurnir algjörar andstæður því Fred vinnur við að endurheimta hluti frá fólki sem getur ekki greitt reikningana sína. Fred hefur vanið sig á ýmsa ósiði í gegnum árin. Lögreglan grípur hann glóðvolgan við að brjóta lögin og hann þarf að leita til litla bróður síns til að losna úr klípunni. Jólasveinninn lofar að hjálpa honum gegn einu skilyrði. Fred þarf að koma á Norðurpólinn og vinna fyrir skuldinni sinni. Fred er ekki beint tilvalinn í starfið því hann hefur litla sem enga reynslu af því að koma vel fram við aðra og vera gjafmildur. Foreldrar þeirra bræðra eru heldur ekki hrifnir af því að fá svarta sauðinn heim. Hann kom líka á frekar óheppilegum tíma fyrir jólasveininn, því verkstæðið sætir rannsókn. Jólin nálgast óðum og ef Fred stendur sig ekki í stykkinu þá verður ekkert úr jólunum.

Með aðalhlutverk fara Vince Vaughn, Paul Giamatti, Rachel Weisz, Elizabeth Banks, Kevin Spacey og Kathy Bates.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

50% afslátturÞað er Pepsibíó í dag, 50% afsláttur af almennu miðaverði á allar myndir og stórt Pepsi og popp á verði mið...
17/12/2024

50% afsláttur

Það er Pepsibíó í dag, 50% afsláttur af almennu miðaverði á allar myndir og stórt Pepsi og popp á verði miðstærðar ef þú maxar tvennuna - tilvalið tækifæri að sjá Wicked, Vaiana 2 og Kraven the Hunter.

ATH: Tilboðið gildir ekki í Lúxussali eða á klassískar myndir.

Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff fer í leiðangur til að sanna að hann sé mesti veiðimaður í heimi.

Klassíska rómantíska gamanmyndin The Holiday verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld kl. 19:00 þriðjuda...
17/12/2024

Klassíska rómantíska gamanmyndin The Holiday verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld kl. 19:00 þriðjudaginn 17. desember.

Iris er ástfangin af manni sem er að fara að giftast annarri konu. Hinum megin á hnettinum áttar Amanda sig á því að sambýlismaður hennar hefur verið henni ótrúr. Konurnar hafa aldrei hist og búa langt í burtu frá hvorri annarri, en hittast á netinu á húsaskiptavefsíðu, og ákveða að skiptast á húsum yfir jólahátíðina. Iris fer heim til Amanda, í sumarið og sólina í Los Angeles, en Amanda fer í snjóinn uppi í sveit í Englandi. Stuttu eftir að þær koma á staðinn, þá gerist það sem þær ætluðu sér alls ekki - þær hitta báðar menn sem þær verða hrifnar af. Amanda hrífst af hinum myndarlega bróður Iris, Graham, og Iris, með hjálp handritshöfundarins Arthur, hittir kvikmyndatónskáldið Miles.

Með aðalhlutverk Cameron Diaz, Kate Winslet, Jude Law, Jack Black, Eli Wallach, Rufus Sewell, Kathryn Hahn og John Krasinski.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Klassíska jólamyndin Elf verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni sunnudaginn 15. desember. Buddy var á munaðarl...
13/12/2024

Klassíska jólamyndin Elf verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni sunnudaginn 15. desember.

Buddy var á munaðarleysingjahæli sem barn en stalst í burtu í poka jólasveinsins og endaði á norðurpólnum. Þegar hann er orðinn fullvaxinn maður sem var alinn upp af álfum, ákveður hann að fara til New York til að finna föður sinn, Walter Hobbs, sem er á svörtum lista jólasveinsins fyrir að vera samviskulaus durtur og vissi ekkert um tilvist Buddy. Buddy nýtur hins vegar lífsins í New York eins og álfi einum er lagið. Þegar Buddy fer að trufla vinnuna hjá Walter þá neyðist hann til að endurskoða forgangsröðunina hjá sér.

Með aðalhlutverk fara Will Ferrell, Zooey Deschanel, James Caan, Mary Steenburgen, Bob Newhart og Ed Asner.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Klassíska jólamyndin Home Alone verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni laugardaginn 14. desember. Það eru komi...
13/12/2024

Klassíska jólamyndin Home Alone verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni laugardaginn 14. desember.

Það eru komin jól og McAllister fjölskyldan er að undirbúa að fara í frí til Parísar í Frakklandi. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Kevin lenti í rifrildi við eldri bróður sinn Buzz og var sendur upp í herbergið sitt sem er á þriðju hæð í húsinu. Morguninn eftir, þegar fjölskyldan er á síðustu stundu að taka sig til fyrir ferðalagið til að ná út á flugvöll nógu tímanlega, þá gjörsamlega gleyma þau Kevin litla, sem núna er orðinn húsbóndinn á heimilinu. Hann nýtur þess að vera einn heima, en kemst á snoðir um illa fyrirætlun tveggja innbrotsþjófa sem hyggjast brjótast inn í húsið á aðfangadagskvöld. Kevin er fljótur að hugsa og býr til allskyns gildrur fyrir þjófana til að klekkja á þeim.

Með aðalhlutverk fara Macaulay Culkin, Joe Pesci, Daniel Stern, John Heard, Roberts Blossom og Catherine O'Hara.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Klassíska spennumyndin Kiss Kiss Bang Bang verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld  föstudag 13. desemb...
13/12/2024

Klassíska spennumyndin Kiss Kiss Bang Bang verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld föstudag 13. desember.

Smáþjófurinn Harry Lockhart, sem er á flótta í Los Angeles undan lögreglunni eftir misheppnað rán, er af slysni fenginn í leikprufu fyrir hlutverk rannsóknarlögreglumanns í kvikmynd, og er einnig boðið í partý. Hann hittir einkaspæjarann Gay Perry, sem stingur upp á að hann taki þátt í rannsókn á máli til að undirbúa sig undir hlutverkið. Hann hittir einnig stórglæsilega leikkonu, Harmony Faith Lane, og kemst að því að hún var kærasta hans í æsku. Harry og Petty flækjast inn í morðmál, og Harry fer að verða skotinn í Harmony.

Með aðalhlutverk fara Robert Downey Jr., Val Kilmer, Michelle Monaghan, Corbin Bernsen og Larry Miller.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Sonic og félagar fagna jólunum með því að endurgera plakötin fyrir nokkrar af vinsælustu jólamyndum allra tíma. Sonic th...
13/12/2024

Sonic og félagar fagna jólunum með því að endurgera plakötin fyrir nokkrar af vinsælustu jólamyndum allra tíma.

Sonic the Hedgehog 3 er frumsýns í Sambíóunum 26. desember, tryggðu þér miða á www.sambio.is

Klassíska hasarmyndin Die Hard verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld fimmtudag 12. desember kl. 21:00...
12/12/2024

Klassíska hasarmyndin Die Hard verður sýnd í jóladagatali Sambíóanna Kringlunni í kvöld fimmtudag 12. desember kl. 21:00.

New York löggan John McClane er nýkominn til Los Angeles til að eyða þar jólunum með eiginkonu sinni. Til allrar óhamingju, þá er ekki útlit fyrir gleðileg jól á þeim bænum þegar hópur hryðjuverkamanna undir forystu Hans Gruber heldur öllum í Nakatomi Plaza byggingunni í gíslingu. Engin leið er fyrir neinn að komast inn eða út úr byggingunni, og því verður John McClane að grípa til sinna ráða.

Með aðalhlutverk fara Bruce Willis, Alan Rickman, Bonnie Bedelia, Reginald VelJohnson og Paul Gleason.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Stórmyndin Kraven the Hunter er komin í Sambíóin. Flókið samband Kravens við miskunnarlausan föður sinn, Nikolai Kravino...
12/12/2024

Stórmyndin Kraven the Hunter er komin í Sambíóin.

Flókið samband Kravens við miskunnarlausan föður sinn, Nikolai Kravinoff, kemur honum á hefndarbraut með hrottalegum afleiðingum, sem hvetur hann til að verða ekki aðeins mesti veiðimaður í heimi, heldur einnig sá mest óttaðasti.

Myndin er sýnd í Lúxus VIP sal og einnig í almennum sölum.

Tryggðu þér miða á www.sambio.is

Address


Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sambíóin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Sambíóin:

Videos

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Videos
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Event Planning Service?

Share