20/12/2024
Kæru Hljómey-ingar,
Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nálgast gjafabréf á Hljómey í jólapakkann þetta árið. Það er mjög frábær hugmynd, en getum ekki útfært það í ár. Ásamt því höfum við ekki samvisku í að taka fjármuni af fólki þegar tónlistarmenn eru ekki fullbókaðir. Við ætlum hins vegar að skoða það vel fyrir næsta ár, enda miði á Hljómey gjöf sem heldur áfram að gefa og gefa og gefa.
Við félagar viljum þó senda ykkur öllum kærar jólakveðjur og þakka fyrir kynnin á árinu sem er að líða. Við gerum ráð fyrir að hefja miðasölu í byrjun febrúar.
Þangað til, njótið hátíðanna, hlustið á frábæra tónlist og umfram allt, ekki bóka sig á Tene 25. apríl, þið eruð upptekin það kvöld.
Kveðja,
JólaBiggi og JólaGummi