Hljómey

Hljómey Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Hljómey, Performance & Event Venue, Vestmannaeyjar.

Kæru Hljómey-ingar,Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nálgast gjafabréf á Hljómey í jólapakkan...
20/12/2024

Kæru Hljómey-ingar,

Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nálgast gjafabréf á Hljómey í jólapakkann þetta árið. Það er mjög frábær hugmynd, en getum ekki útfært það í ár. Ásamt því höfum við ekki samvisku í að taka fjármuni af fólki þegar tónlistarmenn eru ekki fullbókaðir. Við ætlum hins vegar að skoða það vel fyrir næsta ár, enda miði á Hljómey gjöf sem heldur áfram að gefa og gefa og gefa.

Við félagar viljum þó senda ykkur öllum kærar jólakveðjur og þakka fyrir kynnin á árinu sem er að líða. Við gerum ráð fyrir að hefja miðasölu í byrjun febrúar.

Þangað til, njótið hátíðanna, hlustið á frábæra tónlist og umfram allt, ekki bóka sig á Tene 25. apríl, þið eruð upptekin það kvöld.

Kveðja,
JólaBiggi og JólaGummi

Jóný hannar HljómeyjarplattanSíðastliðið vor þegar undirbúningur Hljómeyjar var í fullum gangi kom upp sú hugmynd af fær...
09/10/2024

Jóný hannar Hljómeyjarplattan

Síðastliðið vor þegar undirbúningur Hljómeyjar var í fullum gangi kom upp sú hugmynd af færa þeim húsráðendum sem hafa opnað stofur sínar þakklætisvott fyrir þeirra framlag til Hljómeyjar-hátíðarinnar. Hljómeyjarbræður fóru af stað og hittu listakonuna Jóný til að bera undir hana hvort við gætum unnið saman til að útbúa einstakt listaverk fyrir hvern og einn. Jóný tók ákaflega vel í verkefnið og var í kjölfarið handsalað samstarf um að Jóný yrði formlega listamaður Hljómeyjar. Það er mikill heiður fyrir hátíðina að fá svo hæfileikaríkan listamann til samstarfs, sem verður eflaust uppspretta ýmissa verka í komandi framtíð. Jóný tók sig til og hannaði og handsmíðaði einstaka platta fyrir alla húsráðendur sem tekið hafa þátt. Plattarnir eru ártalsmerktir og þemað tónlist og Vestmannaeyjar.

Hljómeyjarbræður fóru af stað sl. sunnudag og heimsóttu alla húsráðendur sem voru heima og afhentu þeim þakklætisvottinn. Það er nefninlega ekki hægt að halda Hljómey án allra þeirra frábæru aðila sem eru tilbúin að opna stofur sínar fyrir tónlistarfólkinu okkar. Heimafólkið okkar á því ekkert minna í hátíðinni en skipuleggjendurnir. Það mun taka tíma að ná í alla okkar frábæru húsráðendur – bara hluti þeirra var heima þegar farið var af stað.

Við viljum þakka Vestmannaeyingum fyrir frábærar móttökur, fyrir einstaka gleði og gestrisni á heimsmælikvarða.
Skipulagning á næstu hátíð er komin á fullt og mikil tilhlökkun er til staðar. Fyrstu tónlistarmenn verða kynntir inn um miðjan janúar nk. og miðasala mun hefjast í byrjun febrúar. Spáin er frábær!

Sjáumst á Hljómey 25. apríl 2025!

Fyrsti formlegi kaffifundur Hljómeybræðra fyrir hátíðina 25. apríl 2025 er settur. Spennandi!
19/09/2024

Fyrsti formlegi kaffifundur Hljómeybræðra fyrir hátíðina 25. apríl 2025 er settur. Spennandi!

Hljómey, Mey og nú Matey. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gera í Eyjum. Matey er sprottin úr sama krafti og hugrek...
15/08/2024

Hljómey, Mey og nú Matey. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gera í Eyjum. Matey er sprottin úr sama krafti og hugrekki og Hljómey og Mey, frá öflugu fólki sem vill búa til spennandi viðburð og hafa góð áhrif á menningarlífið í eyjum. Við hvetjum alla til að gera sér glaða helgi og borða framúrskarandi mat á Matey Seafood Festival og gera sig svo líka klár í næstu Hljómey. 🤗

Eingöngu öflugir kvenleiðtogar í matreiðslu eru í forystuhlutverki á MATEY 2024.
Við erum stolt af því að fá alþjóðlega kvenleiðtoga í matreiðslu í hlutverk gestakokka á MATEY 2024. Þetta árið eru eingöngu kvenkyns gestakokkar sem koma víða að.

Adriana Solis Cavita - kemur frá Mexíkó og verður á veitingastaðnum GOTT
Rosie May Maguire - kemur frá Bretlandi og verður á veitingastaðnum Slippnum
Renata Zalles - kemur frá Bólivíu og verður á veitingastaðnum Einsa kalda
Tryggðu þér borð dagana 5.-7.september 2024.

Vestmannaeyjar eru komin á heimskort matgæðinga og öllum er boðið að koma og taka þátt í sjávarréttahátíðinni MATEY sem haldin verður í þriðja skipti dagana 5.-7. september 2024

Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum taka höndum saman og vekja athygli á menningararfleiðinni og fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum og bjóða upp margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni úr Eyjum.

Samhliða því að boðið verður upp á frábæran mat úr staðbundnu hráefni úr Eyjum á veitingastöðum bæjarins þá verður boðið upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni.

Fyrirtæki í sjávarútvegnum og tengdum greinum gefa gestum tækifæri að fá innsýn í starfsemina og kynnast hvernig bláa hagkerfið tengist saman þannig að til verður dýrindis matur á diskum gesta sjávarréttahátíðarinnar á hinum fjölskrúðugu fjölskyldureknu veitingastöðum Vestmannaeyja.

Vestmannaeyjar eru einn aðal mataráfangastaður Íslands og þar eru nú fjöldi veitingastaða sem bjóða upp á staðbundna matargerð með staðbundnu hráefni. Mataráfangastaðurinn Vestmannaeyjar voru tilnefndar til norrænu matarverðlaunanna Emblu 2021.
Á hátíðinni kynnist fólk menningunni og sögu matarins með nokkru af besta matreiðslufólki Norðurlandanna.

Á hátíðinni verða í boði fjölmargar útfærslur af fiski veiddum í kringum Eyjarnar og framleiddum hjá hinum öflugu fiskvinnslum í Eyjum og matvælaframleiðendum eins og t.d. Ísfélaginu, VSV, Grími kokki, Marhólmum og Iðunni Seafood.

Veitingastaðirnir í Eyjum Gott, Slippurinn, Einsi kaldi munu bjóða upp á margrétta sérseðla ásamt nokkrum af bestu matreiðslumönnum í heimi sem taka þátt í hátíðinni sem gestakokkar. Á Næs, Tanganum, Kránni, Sælandi, Pítsugerðinni verða í boði sérréttir og Brothers Brewery bjóða upp á sérlagaðan bjór í tilefni hátíðarinnar.

Nú er enn ein frábær ástæða til þess að fara á veitingastaðina í Eyjum og njóta einstakrar matarupplifunar, því Vestmannaeyjar eru jú alltaf góð hugmynd.

Pantaðu borð á matey.is https://www.visitvestmannaeyjar.is/is/matey-seafood-festival

Það er svo geggjað að fara yfir myndefnið sem kom útúr Hljómey í ár. Við eigum langflottustu gesti í heiminum! Þið megið...
08/05/2024

Það er svo geggjað að fara yfir myndefnið sem kom útúr Hljómey í ár. Við eigum langflottustu gesti í heiminum!

Þið megið endilega dreifa út boðskapnum fyrir okkur, eða bara halda þessu fyrir ykkur og segja engum frá, svo þið fáið pottþétt miða á næsta ári. 🥰 Sama hvað þá mælum við með að þið setjið á ykkur heyrnatól, hækkið í botn og horfið á þetta stórkostlega myndband af þessum frábæra degi.

Takk Natali Osons og Slava Mart , sem sáu um að ná hverju mómenti og vinna efnið. Þið eruð snillingar!🤩

Hljómey er tónlistarhátíð sem haldin er árlega, síðasta föstudag í apríl, í heimahúsum í miðbæ Vestmannaeyja. Hátíðin er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni og...

Þúsund og milljón þakkir kæru gestir. Þúsund og milljón trilljón þakkir Helga og Arnór, Hlynur og Kristín, Vignir og Arn...
28/04/2024

Þúsund og milljón þakkir kæru gestir. Þúsund og milljón trilljón þakkir Helga og Arnór, Hlynur og Kristín, Vignir og Arndís, Halldór og Erna, Lind og Jón, Birta og Andri, Maggi og Adda, Brothers drengirnir, Vöruhúsið og Kúluhúsið.

Takk Landsbankinn. Takk Hótel Vestmannaeyjar. Takk Westman Island Inn. Takk Partýland. Takk Vestmannaeyjabær. Takk Herjólfur. Takk Ferðamálasamtök Vestmanneyja. Takk Brothers Brewery.

Takk Anton, Finnur, Ásgeir, Aron, Hafdís, Tobbi, Halli, Sigrún og Hreggi fyrir dyravörsluna.

Takk Einsi Kaldi fyrir súpuna.

Takk Snorri, Höddi og Birkir fyrir bestu hljóðdeild í heimi!

Takk Natali og Slava!

Takk allir sem aðstoðuðu okkur á einn eða annan hátt, hvort sem það var með peppi, knúsi eða öðru. Takk allir sem við erum að gleyma.

Takk Kolla og Sædís! ❤️

Við erum þegar byrjaðir að bóka listamenn fyrir næsta ár! 🥰

Fylgist með hér. Við látum vita þegar miðasala hefst. ❤️

Over and out - í bili

Birgir og Guðmundur

27/04/2024

❤️❤️❤️❤️🥰❤️🥰❤️🥰❤️🥰🥰❤️🥰

Vá!!!! Við erum í skýjunum. Þvílíkir gestir, þvílíkir listamenn, stórkostlegir húsráðendur og allt staffið uppá 12!

Takk allir!! Ætlum að lenda og við biðjum ykkur öll - takið 25. apríl 2025 frá.

Ykkar þakklátustu menn,
Biggi og Gummi ❤️

Ef einhver týnist þá er best að elta H-in. Inngangar verða allir merktir með stórri H blöðru. 🥳🥳🌝
26/04/2024

Ef einhver týnist þá er best að elta H-in. Inngangar verða allir merktir með stórri H blöðru. 🥳🥳🌝

Þess vegna!Við hvetjum alla til að standa með okkar fólki og kaupi smá nesti í bakpokann í kvöld. 🥳
26/04/2024

Þess vegna!

Við hvetjum alla til að standa með okkar fólki og kaupi smá nesti í bakpokann í kvöld. 🥳

Til hamingju með daginn Hljómey og nú verður gaman. Að sjálfsögðu færðu Hljómey bjór (léttur lager) hjá okkur til að hafa með þér á röltinu í kvöld. Dósin er á 500kr 4pack á 1900kr og kassi á 10þús en Ölstofan opnar kl 13:00 og er opin til 01:00 í kvöld en við erum svakalega peppuð fyrir dagskránni í kvöld hjá okkur. Munum að njóta yndislega fólk!

Góðan Hljómeyjardag!!🥰Við gerðum ogguponsulítil mistök og birtum hér dagskrána aftur. Hipsumhaps færist framar í dagskrá...
26/04/2024

Góðan Hljómeyjardag!!🥰

Við gerðum ogguponsulítil mistök og birtum hér dagskrána aftur. Hipsumhaps færist framar í dagskránni, verða kl 21 á Bárustíg 8. Smá yfirsjón í skipulagi og vonum við að þetta splúndri ekki plönum gesta. :)

Minnum á setninguna kl. 16 í Landsbankanum. Biðjum fólk að vera tímanlega að sækja armbönd, það eru ansi margir enn eftir að sækja armböndin sín.

Það er sama á hvaða hurð er bankað í þessum bæ, alltaf er okkur tekið vel og allir með okkur í liði. :)Við viljum vekja ...
24/04/2024

Það er sama á hvaða hurð er bankað í þessum bæ, alltaf er okkur tekið vel og allir með okkur í liði. :)

Við viljum vekja athygli á nýjasta Tígli, þar sem Hljómey fær stóran sess, viðtöl við Jónas Sig, Helga í Úlf Úlf og Elínu Hall ásamt því að heil opna er tekin undir dagskrána. Við hvetjum fólk, að í stað þess að prenta út dagskrána, taka þá frekar með sér einn Tígul og spara þannig eitt eða tvö tré.

Takk Tígull!!😘

Það er Tígul dagur í dag og síðasti vetrardagur í leiðinni. Vúhhú sumar á morgun. Dagskrá Hljómey er í miðju blaðsins, viðtöl við listamen

Við hvetjum alla til að koma og kynnast Hljómeyjar fílingnum!
24/04/2024

Við hvetjum alla til að koma og kynnast Hljómeyjar fílingnum!

Afhending armbanda hefst á morgun!
23/04/2024

Afhending armbanda hefst á morgun!

Address

Vestmannaeyjar
900

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hljómey posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Hljómey:

Videos

Share