28/08/2024
Kæru vinir. Veðurfræðingar skafa ekki utan af því og tjá okkur að það verði ekki hundi út sigandi á laugardaginn. Með regn í hjarta og vatn í augum höfum við ákveðið að aflýsa fyrirhuguðum markaði næsta laugardag 31.08. Kærar þakkir fyrir komuna allir sem lögðu leið sína til okkar í sumar. Við óskum ykkur gæfu og gengis á vetri komanda og hlökkum til að sjá ykkur hress næsta sumar.