13/11/2024
Styrkurinn fyrir Dekurdaga árið 2024 var afhentur í Hofi við hátíðlega athöfn á dögunum og var enn og aftur slegið met, en upphæðin hljóðaði upp á 6.700.000 kr.!!
Upphæðin safnaðist með þátttökugjöldum fyrirtækja, sölu á bleikri slaufu í staur og almennum styrkjum frá fyrirtækjum og félagasamtökum. Að auki voru mörg fyrirtæki með uppákomur þar sem safnað var pening í söfnunina.
Í ár batt Vilborg Jóhannsdóttir um 1.000 bleikar slaufur. Til að selja slaufur fengum við dyggan stuðning frá Lionsklúbbnum Sunnu á Dalvík sem seldi fyrir 526.000 kr. og Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit safnaði 1.068.000 kr. Að auki seldi Ragnhildur Vestmann bleikar slaufur á Ólafsfirði fyrir um 260.000 kr.
Vilborg var stödd erlendis og því voru sjálfboðaliðar Dekurdaga fengnir til að afhenda stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis styrkinn.
Hólmfríður Guðrún Skúladóttir, fyrir hönd Lionsklúbbsins Sunnu á Dalvík.
Selma Dögg Sigurjónsdóttir, fyrir hönd Lionsklúbbsins Sif í Eyjafjarðarsveit.
Systurnar Inga og Ragnhildur Vestmann.
Kærar þakkir til allra sem tóku þátt í verkefninu og lögðu söfnuninni lið 🎀
Við erum orðlaus og meir eftir frábæran mánuð 🩷
Frá árinu 2012 hafa Dekurdagar safnað 37.850.000 kr. fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis!