Hlaupasería hlaupahóps FH og 66 Norður

Hlaupasería hlaupahóps FH og 66 Norður Hlaupasería Hlaupahóps FH og 66°Norður verður á sínum stað árið 2023. Nánari upplýsingar bráðlega.
(12)

01/04/2023
Kæru hlaupararVið viljum þakka fyrir ánægjulegar stundir í Hlaupaseríu Hlaupahóps FH og 66 Norður árið 2023 og einnig vi...
31/03/2023

Kæru hlauparar

Við viljum þakka fyrir ánægjulegar stundir í Hlaupaseríu Hlaupahóps FH og 66 Norður árið 2023 og einnig viljum við þakka fyrir góða mætingu á lokahófið.

Hér má sjá verðlaunahafa Hlaupaseríu Hlaupahóps FH og 66 Norður árið 2023 og verðlaunahafa í öllum aldursflokkum.

Sjáumst hress á næsta ári!

23/03/2023

Takk fyrir frábært hlaup í kvöld og hlaupaseríu vetrarins. Myndir að detta inn frá kvöldinu og sjáumst vonandi í lokahófinu nk. fim kl. 19.30 í Kaplakrika. Endilega geymið númerin ykkar - getið notað þau aftur eftir næst :)

Senn líður að þriðja og síðasta hlaupinu í hlaupaseríunni og hvetjum við ykkur öll til að mæta á fimmtudaginn og spretta...
19/03/2023

Senn líður að þriðja og síðasta hlaupinu í hlaupaseríunni og hvetjum við ykkur öll til að mæta á fimmtudaginn og spretta úr spori. Í febrúarhlaupinu var hörð samkeppni í kvennaflokki og afar mjótt á munum milli 3. og 4. sætis. Ungur og ótrúlega öflugur hlaupari, Hekla Þórunn Árnadóttir, hreppti 4. sætið í kvennaflokki á tímanum 00:21:28. Athygli vekur að Hekla Þórunn er aðeins 10 ára gömul og verður gaman að fylgjast með henni áfram á hlaupabrautinni.

Það styttist í þriðja og síðasta hlaup ársins 2023 í Hlaupaseríu hlaupahóps FH og 66 Norður. Ætlar þú ekki örugglega að ...
10/03/2023

Það styttist í þriðja og síðasta hlaup ársins 2023 í Hlaupaseríu hlaupahóps FH og 66 Norður. Ætlar þú ekki örugglega að mæta 👊

Hér má sjá stöðuna í stigakeppni aldursflokka:

Annað hlaupið í Hlaupaseríu FH og 66°N fór fram í gær og voru aðstæður til hlaupa virkilega góðar. Verðlaun voru veitt f...
24/02/2023

Annað hlaupið í Hlaupaseríu FH og 66°N fór fram í gær og voru aðstæður til hlaupa virkilega góðar. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki en auk þess voru veitt útdráttarverðlaun. Úrslitin voru eftirfarandi:
1. Arnar Pétursson 00:15:21
2. Stefán Kári Smárason 00:16:43
3. Sigurður Karlsson 00:16:47

1. Sara Árnadóttir 00:19:52
2. María Lovísa Breiðdal 00:20:28
3. Katrín Ýr Árnadóttir 00:21:25

Við sjáumst svo í marshlaupinu. Sjá einnig myndir á instagram síðu hlaupahóps FH .

Spáin er góð! Ert þú ekki örugglega búinn að skrá þig? https://bit.ly/3QQjLJmAnnað hlaup ársins í hlaupaseríu 66°Norður ...
22/02/2023

Spáin er góð! Ert þú ekki örugglega búinn að skrá þig? https://bit.ly/3QQjLJm

Annað hlaup ársins í hlaupaseríu 66°Norður og FH verður haldið á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar. Þetta er bráðskemmtilegt 5 km hlaup fyrir alla aldurshópa.

Skráning fer fram hér: https://bit.ly/3QQjLJm

Fyrsta hlaupið í Hlaupaseríu FH og 66N fór fram í kvöld og voru bæði veður og færð með ágætum. Verðlaun voru veitt fyrir...
26/01/2023

Fyrsta hlaupið í Hlaupaseríu FH og 66N fór fram í kvöld og voru bæði veður og færð með ágætum. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki en auk þess voru veitt 15 útdráttarverðlaun. Úrslitin voru eftirfarandi:
1. Sigurður Karlsson, 00:17.01
2. Guðmundur Daði Guðlaugsson, 00:17:12
3. Guðlaugur Ari Jónsson, 0017:15

1. Sara Árnadóttir, 00:21:00
2. María Lovísa Breiðdal, 00:21:16
3. Katrín Ýr Árnadóttir, 00:22:09

Um leið og við þökkum ykkur fyrir þátttökuna hlökkum við til að sjá ykkur aftur í næsta hlaupi sem fer fram 23. febrúar n.k.

31/03/2022
30/03/2022

Takk fyrir frábæra mætingu í Lokahóf Hlaupaseríu FH í kvöld og til hamingju öll sem fenguð medalíur í kvöld.
Við fengum frábæra styrktaraðila til að gefa verðlaun og útdráttarverðlaun í kvöld, við þökkum kærlega fyrir okkur. Þetta eru fyrirtækin (endilega látið vita ef það vantar einhvert fyrirtæki á listann).

Hlaupar.is
Cintamani
66°Norður
Sláturfélag Suðurlands
Mjólkursamsalan (Hleðsla)
Bætiefnabúllan
Betra sport
Iðnvélar
Altis
Víkingamót (Hengill Ultra)
Víkingamót (Eldslóðin)
Mt. Esja maraþon
nammi.net
Lemon
Sundlaugarkort Hafnarfjarðarbær
Rif (veitingastaður í Firði)
Stoð ehf.
Sportís
Stjörnupopp
Hreysti
Mathús Garðabæjar

28/03/2022

Lokahóf Hlaupaseríu FH fer fram miðvikudaginn kl. 20:00 í veislusal Kaplakrika.
Þar verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hlaupaseríunni, bæði besta heildar árangurinn en einnig þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig.
Við erum komin með fjölda glæsilegra útdráttarverðlauna en til að eiga kost á þeim verðlaunum, þá þarf að vera á svæðinu.
Við munum birta úrslitin hér að neðan með fyrirvara um réttmæti þeirra. Allar ábendingar ef einhverjar eru má senda á netfangið [email protected] fyrir kl. 18:00 á miðvikudaginn 30. mars.

3 klst eftir af Hlaupaseríu FH, margir flottir hópar búnir að keppa í hlaupinu okkar, t.d. Víkingar, Haukar, Stjarnan, F...
24/03/2022

3 klst eftir af Hlaupaseríu FH, margir flottir hópar búnir að keppa í hlaupinu okkar, t.d. Víkingar, Haukar, Stjarnan, FH, Náttúruhlauparar og margir fleiri. Gaman að sjá þetta líf við sjávarsíðuna í Hafnarfirði.
Munið að skrá tímann ykkar hér.
Skráning í hlaupið sjálft lokar á miðnætti og skráning á lokatíma lokar kl.12 á hádegi á morgun.
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/myresult.php

Frjálsíþróttadeild F.H. Kt. 681189-1229 Hverfisgötu 23c 220 Hafnarfirði Sigfús Helgi Helgason Símanr.: 825 7242 [email protected]

22 aðilar búnir að hlaupa - 48 klst. af keppni. Nú er veðrið engin afsökun. Munið að taka myndir og tagga okkur á Instag...
22/03/2022

22 aðilar búnir að hlaupa - 48 klst. af keppni. Nú er veðrið engin afsökun. Munið að taka myndir og tagga okkur á Instagram: hlaupahopurfh

ÚRSLITIN:Takk fyrir frábæra þátttöku í Hlaupaseríu FH í febrúar2022. 97 aðilar tóku þátt í hlaupinu sem er framar vonum ...
26/02/2022

ÚRSLITIN:
Takk fyrir frábæra þátttöku í Hlaupaseríu FH í febrúar2022. 97 aðilar tóku þátt í hlaupinu sem er framar vonum þar sem að fjöldi hlaupara voru í vetrarfríi og svo var færðin ekki upp á það besta. Stigahæstu hlaupararnir í febrúar eru þau þau sömu og síðast, Arnar Pétursson og Hildur Aðalsteinsdóttir. Vinsamlega látið okkur vita ef þið hafið einhverjar athugasemdir við úrslitin.

Hlökkum til að sjá ykkur í mars en næsta hlaup hefst mánudaginn 21. mars og stendur til 24. mars.

Heildarúrslit úr febrúar-hlaupinu:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1_17-APAT8M2cj2SsTMBJFLY_tBOlAe29rz-VFtPQ3uA/edit?usp=sharing

Stigakeppni í Hlaupaseríu FH:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1iQYR4I8639lGj1XBXh2Q2xmNZiwX7scZJH4f6CwCP_A/edit?usp=sharing

25/02/2022

UPPFÆRT: Kerfið er nú komið í lag. Munið að skrá tímann sem fyrst.
------------------------------------------------------------------------
Það er ekki hægt að skrá tímann sinn í eins og er því það kemur villa í skráningarforminu. Þetta er í skoðun og verður vonandi lagfært fljótlega. Ég læt vita hér þegar þetta kemst í lag, afsakið þetta.

Þá er febrúar-hlaupi Hlaupaseríu FH lokið, takk fyrir góða og drengilega þátttöku. Mikilvægt er að þið skráið sjálf loka...
25/02/2022

Þá er febrúar-hlaupi Hlaupaseríu FH lokið, takk fyrir góða og drengilega þátttöku.
Mikilvægt er að þið skráið sjálf lokatímann ykkar hér eftir að þið hafið hlaupið - engin skráning, engin úrslit. Skráningin er opin til kl. 14:00 á föstudaginn. Hafið samband hér á síðunni ef þið lendið í vandræðum með að skrá inn tímann ykkar.
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/?fbclid=IwAR0LUj8aywxx1pNWdTOhmWgBFBZyHgxLQ7Vt-mzOdzN_ekxf_xI6tW2dmGE

Frjálsíþróttadeild F.H. Kt. 681189-1229 Hverfisgötu 23c 220 Hafnarfirði Sigfús Helgi Helgason Símanr.: 825 7242 [email protected]

40 aðilar eru búnir að taka þátt í Hlaupaseríu FH og aðeins 25 klst. eftir þar til að keppni lýkur en hlaupinu þarf að v...
23/02/2022

40 aðilar eru búnir að taka þátt í Hlaupaseríu FH og aðeins 25 klst. eftir þar til að keppni lýkur en hlaupinu þarf að vera lokið fyrir 24. febrúar kl. 23:59.
Mikilvægt er að þið skráið sjálf lokatímann ykkar hér eftir að þið hafið hlaupið - engin skráning, engin úrslit.
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/?fbclid=IwAR0LUj8aywxx1pNWdTOhmWgBFBZyHgxLQ7Vt-mzOdzN_ekxf_xI6tW2dmGE

Frjálsíþróttadeild F.H. Kt. 681189-1229 Hverfisgötu 23c 220 Hafnarfirði Sigfús Helgi Helgason Símanr.: 825 7242 [email protected]

Nú eru aðeins tæpar 3 klst. í að keppnin hefst og búið er að merkja staurinn sem er bæði upphafspunktur og lokapunktur, ...
20/02/2022

Nú eru aðeins tæpar 3 klst. í að keppnin hefst og búið er að merkja staurinn sem er bæði upphafspunktur og lokapunktur, sjá mynd. Það er fínasta spá í nótt en fer að hvessa upp úr kl. 7 í fyrramálið. Annars er veðurspáin ekkert spes til að byrja með, en það skiptir kannski ekki máli þar sem að allir eru í vetrarfríi en miðvikudagurinn og fimmtudagurinn líta vel út eins og er. Eru þið ekki tilbúin í þetta?

Hlaupasería FH byrjar á miðnætti, aðfaranótt mánudags og lýkur fimmtudaginn 24. febrúar kl. 23:59.Það eru komin drög að ...
19/02/2022

Hlaupasería FH byrjar á miðnætti, aðfaranótt mánudags og lýkur fimmtudaginn 24. febrúar kl. 23:59.
Það eru komin drög að veðurspá næstu viku, það er eins gott að velja rétta daginn í keppnina og ef illa gengur, að keppa þá bara aftur og skrá þann tíma sem er bestur.
Það eru ekki allar keppnir sem leyfa manni að reyna aftur ef manni gengur illa 🤩

Gefðu hlaupum sem þú tókst þátt í á árinu 2021 endurgjöf. Úrslit verða birt um miðjan febrúar og Götuhlaup ársins 2021 o...
07/02/2022

Gefðu hlaupum sem þú tókst þátt í á árinu 2021 endurgjöf. Úrslit verða birt um miðjan febrúar og Götuhlaup ársins 2021 og Utanvegahlaup ársins 2021 tilkynnt. Hægt verður að gefa einkunn til miðnættis fimmtudaginn 10. febrúar.

Ef þú gefur hlaupi einkunn átt þú möguleika á að vinna hlaupaskó frá HOKA sem dregnir verða út þegar einkunnagjöf fyrir árið 2021 lýkur.
https://hlaup.is/frettasafn/hlaup-arsins-2021/

Gefðu hlaupum sem þú tókst þátt í á árinu 2021 endurgjöf. Úrslit verða birt um miðjan febrúar og Götuhlaup ársins 2021 og Utanvegahlaup ársins 2021 tilkynnt. Hægt verður að gefa einkunn til miðnættis fimmtudaginn 10. febrúar.

Takk fyrir frábæra þátttöku í Hlaupaseríu FH í janúar 2022. 132 aðilar tóku þátt í hlaupinu og eru því komin með einn mi...
31/01/2022

Takk fyrir frábæra þátttöku í Hlaupaseríu FH í janúar 2022. 132 aðilar tóku þátt í hlaupinu og eru því komin með einn miða í útdráttarpottinn. Þeir sem taka þátt í öllum hlaupunum fá þrjá miða í pottinn og eiga því þrisvar sinnum meiri möguleika á útdráttarverðlaunum.
Hérna eru úrslitin úr hlaupinu, bæði heildarúrslit, aldursflokkaúrslit og úrslit eftir kyni. Sigurvegarar hlaupsins í janúar eru þau Arnar Pétursson og Hildur Adalsteinsdóttir. Vinsamlega látið okkur vita ef þið hafið einhverjar athugasemdir.
Arnar Pétursson Hildur Adal
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1roWYypb7-N_oh4m4VPMkxkBJCHCzVYDPRq-ZHZTadUc/edit?usp=sharing

Janúar 2022 Heildarúrslit úr Hlaupaseríu FH - janúar 2022 Sæti,Sæti kyn,Nafn,Kyn,F.ár,Lokatími,Lið / Félag,Stig 1,1,Arnar Pétursson,Karl,1991,0:15:50,Breiðablik,15 2,2,Hannes Jóhannsson,Karl,1993,0:16:45,14 3,3,Þórólfur Ingi Þórsson,Karl,1976,0:16:54,NIKE,13 4,4,Ingvar Hjartarson,...

Skráning á hlaupinu er opin til kl. 23:59 í dag. Er tíminn þinn komin inn hér? Ef ekki, þá máttu skrá tímann inn til að ...
27/01/2022

Skráning á hlaupinu er opin til kl. 23:59 í dag. Er tíminn þinn komin inn hér? Ef ekki, þá máttu skrá tímann inn til að vera með.
Það er ekki nóg að tíminn sé bara á Strava.
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/result.php

Síðasti dagurinn í Hlaupaseríu FH er í dag. Ert þú ekki örugglega búin að skrá þig í hlaupið?Það þarf svo LÍKA að skrá t...
27/01/2022

Síðasti dagurinn í Hlaupaseríu FH er í dag. Ert þú ekki örugglega búin að skrá þig í hlaupið?
Það þarf svo LÍKA að skrá tímann handvirkt í kerfið eftir hlaupið, enginn tími, enginn möguleiki á útdráttarverðlaunum eða stigum.
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/?fbclid=IwAR2Xe_nCKzq6nq8Zx94mvEC6VMV2Jb2mDdsnjg15jY4KOkbCUPfL5Fa0MYE

Frjálsíþróttadeild F.H. Kt. 681189-1229 Hverfisgötu 23c 220 Hafnarfirði Sigfús Helgi Helgason Símanr.: 825 7242 [email protected]

94 hlauparar búnir að ljúka keppni í Hlaupaseríu FH, þarf af 63 í dag og það eru ennþá einhverjir hlauparar í brautinni....
26/01/2022

94 hlauparar búnir að ljúka keppni í Hlaupaseríu FH, þarf af 63 í dag og það eru ennþá einhverjir hlauparar í brautinni. Frábærar aðstæður í dag og það eru allar líkur á að aðstæðurnar á morgun verði líka góðar, enda er það síðasti dagurinn í janúar-keppninni.
Munið að skrá ykkur á heimasíðu Tímatöku, sjá link hér að neðan - setjið inn segemt tímann (ekki heildartímann). Engin skráning - engin úrslit eða útdráttarverðlaun.
MIKILVÆGT: Tíminn þarf að vera komin inn fyrir miðnætti á fimmtudaginn 27. janúar.
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/?fbclid=IwAR3c8vq6O2wV3kF002HgzcvfgTwZSSD__ybXHOrXE6a2hM09ZcmOsgMk_I0

Dagur tvö af fjórum að kvöldi kominn. Það hljóp enginn í dag í hlaupinu okkar út af "sottlu" en miðvikudagur og fimmtuda...
25/01/2022

Dagur tvö af fjórum að kvöldi kominn. Það hljóp enginn í dag í hlaupinu okkar út af "sottlu" en miðvikudagur og fimmtudagur lítur vel út. Nú eru aðeins 49 klst eftir af keppninni.
Origo var með samning við okkur til 3ja ára sem að lauk á árinu 2021. Við þökkum Origo/Bose fyrir flott samstarf á síðustu árum.
Við erum því ekki lengur með þá sem samstarfsaðila og er því nýja nafnið okkar einfaldlega bara Hlaupasería FH.

Allt tilbúið fyrir Hlaupaseríu FH sem byrjar núna á miðnætti, það er búið að setja upp startið og endapunkt sem er reynd...
23/01/2022

Allt tilbúið fyrir Hlaupaseríu FH sem byrjar núna á miðnætti, það er búið að setja upp startið og endapunkt sem er reyndar sá hinn sami. Munið að vera búin að ná gps-sambandi áður en þið leggið af stað.
Það er komið drög af veðurspá vikunnar, það verður spennandi að sjá hvort veðurspáin gengur eftir.

Við hvetjum alla hlaupahópa að mæta og byrja hlaupið saman, það mega allt að 50 manns hlaupa saman eins og reglurnar eru í dag. Allir mega taka þátt en það er aðeins hægt að eiga kost á útdráttarverðlaunum eða stigum ef þið eruð skráð í hlaupið.

Munið að taka mynd af ykkur í keppninni og taggið okkur á instagram: HLAUPAHOPURFH

Aðeins 12 klst í að hlaupið hefst og stendur það yfir í 4 daga. Hlaupið er 5 km. HlaupaleiðinHlaupaleiðin er óbreytt frá...
23/01/2022

Aðeins 12 klst í að hlaupið hefst og stendur það yfir í 4 daga. Hlaupið er 5 km.

Hlaupaleiðin
Hlaupaleiðin er óbreytt frá árinu 2021, sjá Strava segment og neðst á þessari síðu. Einnig á Garmin Connect.

Hlaupið er frá upphafspunkti (stígur gegnt íþróttahúsinu á Strandgötu), eftir göngustígnum meðfram strandlengju Hafnarfjarðar til norðurs áfram Herjólfsbraut, beygt til vinstri inn Boðahlein og þaðan aftur inná Herjólfsbraut og til baka sömu leið. Leiðin er nokkuð flöt og ákjósanleg til bætingar.

Partur af hlaupaleiðinni er á götu og göngustígum. Þátttakendur eru beðnir um að taka tillit til þess og sýna ýtrustu varúð og tillitssemi. Þátttakendur eru einnig hvattir til að kynna sér hlaupaleiðina vel og er nauðsynlegt að hlaupa í rétta átt í kringum hverfið við Hrafnistu.

Að loknu hverju hlaupi þarf þátttakandi að skrá tímann sinn sérstaklega á netskraning.is. Í athugasemd skal setja link inn á Strava æfinguna sem staðfestir að hlaupið hafi verið á gefnu tímabili. Vinsamlegast skráið tímann á Segmentinu inn á síðuna. Æfingarnar þurfa að vera Public (ekki Private) svo þær birtast á Strava segmentinu. Athugið að skráning tíma verður að vera gerð í tölvu þar sem að formið virkar ekki í síma.

Strava segment: https://www.strava.com/segments/26600871

Skráning: https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/

Connect Garmin: https://connect.garmin.com/modern/course/46575291?fbclid=IwAR1l7cIbx4MMTpYmdaXWX__uHtsPfEjPwdnQs_f0Eug65Bm40BnUCJditb4?fbclid=IwAR1l7cIbx4MMTpYmdaXWX__uHtsPfEjPwdnQs_f0Eug65Bm40BnUCJditb4

Vissir þú að í hlaupinu okkar, þá er hægt að hafa upphitun og niðurskokk inni í sama tracki á Strava en tíminn miðast sa...
22/01/2022

Vissir þú að í hlaupinu okkar, þá er hægt að hafa upphitun og niðurskokk inni í sama tracki á Strava en tíminn miðast samt bara við þá leið sem er akkúrat á hlaupaleiðinni. Um leið og þú ferð fram hjá staurnum sem er mektur sem byrjun hlaupsins, þá byrjar tíminn að telja. Það getur því verið gott að byrja að hlaupa hratt aðeins áður en komið er að staurnum til að vera komin á gott ról strax í ráslínu.
Ef þú hefur hlaupið rétta leið, þá birtist tíminn þinn hérna:
https://www.strava.com/segments/26600871?filter=overall

Þrír dagar í að Hlaupasería FH hefst, ert þú ekki örugglega skráð/skráður? Þetta er keppni í hraða, þátttöku og hver er ...
20/01/2022

Þrír dagar í að Hlaupasería FH hefst, ert þú ekki örugglega skráð/skráður?
Þetta er keppni í hraða, þátttöku og hver er klárastur að lesa veðurspánna. Viltu hafa meðvind fyrri hluta hlaupsins eða seinni hluta hlaupsins? Eða dettur þú jafnvel inn á eina daginn þar sem að vindurinn snýr sér í 180° og þú "lendir" í meðvindi allan tímann?
Taktu allavega þátt, þú gætir hreppt hnossið og jafnvel fengið flottustu útdráttarverðlaunin!

IF YOU DON'T LIKE THE WEATHER IN ICELAND, THEN WAIT A MINUTE!
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/?fbclid=IwAR0D-xZ_L_5ipzri9lht-ZFS6Vu1-Yk5zu7fJ8G_sa2ou6qBNtrMTQAZGHo

Nú er búið að draga út 23 útdráttarverðlaun. Í meðfygjandi skjali eru upplýsingar um þau heppnu auk upplýsinga um verðla...
30/03/2021

Nú er búið að draga út 23 útdráttarverðlaun. Í meðfygjandi skjali eru upplýsingar um þau heppnu auk upplýsinga um verðlaunin fyrir þrú fyrstu sæti kvenna og karla. Öll verðlaunin verða afhent í Origo í Borgartúni 37 nema klippingin frá Barbaranum, það verður haft samband við ykkur.
Til hamingju öll. 🏆🎉🥳
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1WwJXVwyjNGsRj0Jwm6dFEYOsCCNTr4rxFma0lOGD0PU/edit =0

Blað1 Hlaupasería FH og BOSE 2021 - verðlaun og útdráttarverðlaun Verðlaun Sæti,Nafn 1,Arnar Petursson,Bose Frames Tempo hlaupagleraugu kr. 44.900 1,Andrea Kolbeinsdóttir,Bose Frames Tempo hlaupagleraugu kr. 44.900 2,Þórólfur Þórsson,Bose Sport Earbuds 34.900 kr. 2,Íris Anna Skúladó...

Sigurvegarar í Hlaupaseríu FH og BOSE árið 2021 eru þau Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir með fullt hús stiga.Þór...
28/03/2021

Sigurvegarar í Hlaupaseríu FH og BOSE árið 2021 eru þau Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir með fullt hús stiga.
Þórólfur Þórsson og Íris Anna Skúladóttir í öðru sæti og Börkur Þórðarson og Hjördís Ýr Ólafsdóttir í því þriðja sæti. Til hamingju öll með frábæran árangur.

Úrslit úr mars-hlaupinu:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1czeTuX8K6ZyASz5NGBCaneH0gSuYVxxeRlkZmk5hmWE/edit?usp=sharing

Heildarstigakeppnin:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1S9jo4v5zcJW57qI9lG3aH9H4-U2NQEjbbaLDMt724wU/edit?usp=sharing

Aldursflokkaúrslitin birt hér til gamans, ekki er veitt medalía fyrir þau í ár:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1tZyuk8Yb6-feOYgFjs_iH_VKCHzl7JMzJQiMybvl1Is/edit?usp=sharing

28/03/2021

Kæru hlauparar, við þökkum ykkur fyrir frábæra þátttöku í Hlaupaseríu FH og BOSE, við renndum algjörlega blint í sjóinn þegar við ákváðum að prófa Virtual útgáfuna af hlaupinu út af Covid-19, í staðin fyrir að þurfa að sleppa hlaupinu. Þátttakan var algjörlega framar okkar björtustu vonum og við vonum að ykkur hafi þótt þetta jafn skemmtilegt og okkur.
Við lögðum upp með, eins og fram kom í textanum við skráningu, að þrír stigahæstu karlar og þrjár stigahæstu konur fengu verðlaun fyrir hlaupið sitt, að öðru leiti lögðum við áherslu á að hafa fleiri útdráttarverðlaun. Við ætlum samt að birta aldursflokkaúrslitin þar sem það eru margir spenntir fyrir þeim.
Við birtum úrslitin hér í næstu færslu, bæði úrslitin fyrir mars-hlaupið, heildarstigakeppnina og aldursflokkaúrslitin.
Við munum svo draga út útdráttarverðlaunin von bráðar, þeir sem tóku þátt í öllum þremur hlaupunum eiga þrisvar sinnum meiri möguleika á fá vinnning. Verður þú sá heppni / sú heppna? 🎉🥳

Skráningin fyrir úrslitin lá niðri í morgun, við biðjumst velvirðingar á því en nú höfum við opnað aftur. Vinsamlega skr...
26/03/2021

Skráningin fyrir úrslitin lá niðri í morgun, við biðjumst velvirðingar á því en nú höfum við opnað aftur.
Vinsamlega skráið tímann ykkar fyrir kl. 16:00 í dag, endanleg úrslit verða svo kynnt bráðlega. Þá styttist í að dregið verði úr útdráttarpottinum. Ert þú ekki örugglega búin að skrá þinn tíma?
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/result.php

Síðasti dagurinn í Hlaupaseríu FH og BOSE er í dag, keppni þarf að vera lokið fyrir kl. 23:59, fimmtudaginn 25. mars.Mun...
25/03/2021

Síðasti dagurinn í Hlaupaseríu FH og BOSE er í dag, keppni þarf að vera lokið fyrir kl. 23:59, fimmtudaginn 25. mars.
Munið að skrá úrslitin úr hlaupinu ykkar hér svo þið komist í útdráttarpottinn.
https://bit.ly/3iM4Lv9

24/03/2021

Covid sóttvarnir hafa ekki áhrif á Hlaupaseríu FH og BOSE, við ætlum ekki að aflýsa keppni heldur hvetjum sem flesta til að taka þátt. Nú þegar eru 70 aðilar búnir að taka þátt og það eru 29 klst þar til keppni lýkur.
Við biðjum ykkur samt um að forðast hópamyndanir og mælum með að fólk fari beint heim eftir hlaup/keppni.
Gangi ykkur vel.

Hérna eru úrslitin úr Hlaupaseríu FH og BOSE fyrir hlaupið í febrúar ásamt stigum fyrir janúar og febrúar-hlaup. Úrsliti...
27/02/2021

Hérna eru úrslitin úr Hlaupaseríu FH og BOSE fyrir hlaupið í febrúar ásamt stigum fyrir janúar og febrúar-hlaup. Úrslitin birtast á hlaup.is innan skamms.
Gefin eru stig fyrir hröðustu karla og konur, hröðustu hlaupararnir fá 15 stig fyrir hvert hlaup.
Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir eru ennþá með forystuna og Andrea náði öðrum besta tíma í 5 km götuhlaupi kvenna og bætti þar með eigið met.
Takk fyrir þátttökuna, sjáumst í mars-hlaupinu. Vinsamlega látið okkur vita ef þið hafið einhverjar athugasemdir við úrslitin.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1xGYCoQZ3Vw-zj7Wyk-0wiIwp8lQQQgdz3x-CJxdlHC8/edit?usp=sharing

Sheet1 Sæti,Sæti kyn,Nafn,Kyn,F.ár,Lokatími,Bæting,Lið / Félag,Hlaup 1 stig,Hlaup 2 stig,Samtals 1,1,Arnar Petursson,Karl,1991,0:15:40,0:18,Breiðablik,15,15,30 2,2,Þórólfur Þórsson,Karl,1976,0:16:27,0:32,NIKE,13,14,27 3,3,Hlynur Guðmundsson,Karl,1972,0:16:49,0:08,HLAUPAR.IS / Laugaskok...

Takk fyrir þátttökuna í Hlaupaseríu FH og BOSE, fjöldinn var langt framar vonum. Vinsamlega skráið tímann ykkar hér fyri...
26/02/2021

Takk fyrir þátttökuna í Hlaupaseríu FH og BOSE, fjöldinn var langt framar vonum. Vinsamlega skráið tímann ykkar hér fyrir kl. 20:00 í dag föstudag. Engin skráning - engin tími - engar líkur á útdráttarverðlaunum.
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/myresult.php

Frjálsíþróttadeild F.H. Kt. 681189-1229 Hverfisgötu 23c 220 Hafnarfirði Sigfús Helgi Helgason Símanr.: 825 7242 [email protected]

Það er bilun í kerfinu, það er ekki hægt að skrá tímann sinn eins og er. Við látum vita um leið og þetta kemst í lag. Vi...
26/02/2021

Það er bilun í kerfinu, það er ekki hægt að skrá tímann sinn eins og er. Við látum vita um leið og þetta kemst í lag. Við biðjumst velvirðingar á þessu.
https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/myresult.php

Frjálsíþróttadeild F.H. Kt. 681189-1229 Hverfisgötu 23c 220 Hafnarfirði Sigfús Helgi Helgason Símanr.: 825 7242 [email protected]

Address

Hafnarfjörður
220

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hlaupasería hlaupahóps FH og 66 Norður posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share

Um Hlaupaseríu FH og Bose

Hlaupasería FH og Bose eru þrjú hlaup sem fara fram í janúar, febrúar og mars. Hlaupin eru jafnframt stigakeppni einstaklinga. Vegalengdin er 5 km og hlaupið hentar því fjölbreyttum hópi hlaupara.

Hlaupasería FH og Bose var kosið götuhlaup ársins árið 2018 af kjósendum hlaup.is.

Nearby event planning services


Other Performance & Event Venues in Hafnarfjörður

Show All

You may also like