Sofiustofa

Sofiustofa Í Sofiustofu gerast ævintýri sem hafa með mannrækt, kærleika og áhuga á hugmyndafræði mannspeki.

10/03/2023

Linda Thomas kom með mörg góð ráð varðandi þrif og einföldun á þrifum sem við of oft upplifum sem flókið og yfirþyrmandi verkefni. Hún minnti okkur líka á svo góðan hátt um mikilvægi hugarfars og tengingar út frá kærleik til umhverfisins og þeirra sem standa nærri okkur lífinu. Fyrir þá sem ekki náðu að hitta hana þá er hér tenging á podcast með henni. Einnig er hægt að nálgast bókina hennar "Why cleaning has meaning" hjá Stroka.is eða í gegnum storytel. Hjartans þakkir Linda Thomas.
https://open.spotify.com/episode/3ngxNwWXKOsL97KAWaQdID?si=7Uo38X_5RR2l8LRoJK7pFw

Ævintýrið hefst á ný og Sofíustofan býður í annað skipti þá sem löngun og vilja hafa hjartanlega velkomna í ferðalag í h...
05/01/2023

Ævintýrið hefst á ný og Sofíustofan býður í annað skipti þá sem löngun og vilja hafa hjartanlega velkomna í ferðalag í hálft ár þar sem farið er í gegnum grunnæfingarnar s*x eftir Steiner.

Hópurinn hittist ca. 1x á mánuði til að stúdera hinar 6 grunnæfingar Steiners og innlegg Florian Lowndes um æfingarnar í bókinni hans "Enlivening the Chakra of the Heart, the fundamental spiritual exercises of Rudolf Steiner ".

Mánaðalegir hittingar eru samsköpun hópsins og hugsað til að stúdera og undirbúa æfingarnar saman en líka til að deila reynslu okkar, upplifun, áskoranir og allt sem gerist á leiðinni.
Hver og einn vinnur svo sjálfstætt heima með æfingarnar á milli hittinga.

Ferðalagið hentar öllum sem vilja dýpka andlega vinnu sína og hugleiðslu sem mannspekin hefur að bjóða upp á.

Fyrsta hittingur verður sunnudaginn 8. Janúar kl. 11 í Sofíu stofu.
Ef þú hefur spurningar, vilt vita meira eða langar að skrá þig máttu senda skilaboð á [email protected].

Frá námskeiðinu með Bengt Ahlin - litir og ljós.  Fullt af skemmtilegum hugleiðingum, sögum og uppákomum.  Hjartans þakk...
06/12/2022

Frá námskeiðinu með Bengt Ahlin - litir og ljós. Fullt af skemmtilegum hugleiðingum, sögum og uppákomum. Hjartans þakkir fyrir þátttökuna!
Myndir:

25/10/2022

Smá um farfuglana sem verða á ferðinni í Sofiustofu í vetur/vor. Helgina 3.-4. desember verður Bengt Ahlin, ljósa og litahönnuður með helgarnámskeið á Íslandi á vegum Sofiustofu. Í myrkrinu leiðir hann okkur inn í heim lita og ljóss með einstökum hætti. Þetta er blanda af fyrirlestri og vinnustofu. Ákaflega spennandi tækifæri að fá hann til okkar enda er hann með áratuga reynslu af kennslu og vinnu með liti og ljós. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið hefst von bráðar.
Í janúar er Daniel Docherty hjá okkur og leiðir hann okkur inn í hinar helgu tengingar (sacred geometry) og þá sérstaklega í sambandi við Chartrés (dómkirkja í Frakklandi).
Í byrjun mars verður Linda Thomas með skemmtilega nálgun á þrif og hvernig við getum tengst þessu "verkefni" með jákvæðum hætti. Við þrífum ekki eingöngu til að fjarlægja skítinn heldur sköpum tækifæri fyrir nýja nálgun með sálarlegum hætti.
Um miðjan apríl koma Pauline Marksteiner og Jane Chase frá Bretlandi með fyrirlestra og nokkura daga námskeið um lífsskeiðin (biographical work). Gott tækifæri til að fá nýja sýn í eigin sjálfsvinnu m.t.t. hvar á aldursskeiðinu þú ert staddur.
Fullt af áhugaverðum uppákomum fram undan! Hjartans kveðja frá Sofiustofu.

08/08/2022

Á morgun þriðjudag, 9. Ágúst kl 18-21 verður Johan Ahlbom með spunasöng í Sofiustofu. Allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir en skráðu þig í "commentum" hér fyrir neðan ef þú kemur.
Sofiustofa er í Stroku, Hvannhólmi 24, 200 kópavogur.

26/04/2022

Sofíustofa býður þá sem löngun og vilja hafa hjartanlega velkomna í ferðalag í hálft ár þar sem farið er í gegnum grunnæfingarnar s*x eftir Steiner.

Hópurinn hittist ca. 1x á mánuði til að stúdera hinar 6 grunnæfingar Steiners og innlegg Florian Lowndes um æfingarnar í bókinni hans "Enlivening the Chakra of the Heart, the fundamental spiritual exercises of Rudolf Steiner ".
Mánaðalegir hittingar eru samsköpun hópsins og hugsað til að stúdera og undirbúa æfingarnar saman en líka til að deila reynslu okkar, upplifun, áskoranir og allt sem gerist á leiðinni.
Hver og einn vinnur svo sjálfstætt heima með æfingarnar á milli hittinga.

Ferðalagið hentar öllum sem vilja dýpka andlega vinnu sína og hugleiðslu sem mannspekin hefur að bjóða upp á bjóða.

Fyrsta hittingur verður sunnudaginn 1.Maí kl. 11 í Sofíu stofu.

Ef þú hefur spurningar, vilt vita meira eða langar að skrá þig máttu senda skilaboð á [email protected].

Hver er þessi litur og hvert vill hann fara? Ferðalag án væntinga með Henk-Jan Meijer í Sofiustofu. Hjartans þakkir!
05/04/2022

Hver er þessi litur og hvert vill hann fara? Ferðalag án væntinga með Henk-Jan Meijer í Sofiustofu. Hjartans þakkir!

Address

Hvannhólmi 24
Kópavogur
200

Telephone

+3546993095

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sofiustofa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Sofiustofa:

Share