Concept Events er viðburðafyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu og hönnun viðburða.
Við leggjum áherslu á að hanna og skipuleggja hvern viðburð fyrir sig í samvinnu við okkar viðskiptavini. Okkar markmið er alltaf að fara fram úr væntingum, hafa skýra og gagnsæja fjárhagsáætlun og vinna í lausnum. Þetta er ekki alltaf spurning um hversu mikið fjármagn á að legga í viðburðinn heldur hvaða lausnir við vinnum með hverju sinni til að ná þeim markmiðum og væntingum sem gerðar eru.
Starfsmenn Concept Events hafa margra ára reynslu í hverskonar viðburðahaldi. Einnig höfum við á að skipa stórum og traustum hóp samstarfsaðila, hver og einn sérhæfður á sínu sviði, sem við treystum og leitum til eftir því hvert umfang viðburðarins er.
Samstarfsaðilar sem við höfum unnið með til fjölda ára.
Ef þig vantar aðstoð, ert með spurningar eða vilt bara heyra aðeins í okkur með þinn viðburð þá ekki hika við að senda okkur póst á [email protected] eða bara bjalla í okkur. Svo eigum við líka þessa fínu kaffivél ef þú vilt kíkja til okkar og athuga hvort við erum aðilinn sem getum aðstoðað þig með þinn viðburð. Sjáumst!