14/05/2024
Kæru félagar í SÍM - Samband Íslenskra Myndlistarmanna þetta er smá orðsending til ykkar.
Undanfarið ár hef ég verið varamaður í stjórn SÍM og kynnst því mikilvæga starfi sem þar fer fram og vil því gefa kost á mér til áframhaldandi setu.
Mér eru húsnæðis- og vinnustofumál hugleikin og það sem snýr að aðstöðu myndlistarmanna sem þarf alltaf að vera í deiglunni. Fagfélögin hafa verið öflug. Þar má sjá að það skiptir miklu máli að hafa aðgengi að verkstæðum og fjölbreyttum sýningarstöðum. Mér finnst mikilvægt að skoða heildarmyndina, úthald, orka og vinnugleði skipta máli. Ósérhlífni félagsmanna samfara góðu tengslaneti kemur þeim langt. SÍM er fjölmennt félag með sterka rödd og lykilatriði að allir þræðir innan þess tengist, að verkaskipting sé skýr og að við vinnum að sama marki fyrir félagsmenn. Það eru spennandi tímar nú um stundir en bilkur á lofti og áskorun að missa ekki yfirsýn og fara af leið. Það skiptir að mínu mati öllu að halda áfram því góða starfi sem Anna Eyjólfsdóttir formaður SÍM undanfarin 6 ár hefur leitt og býðst til að gera áfram.
Kosning á netinu hefst á morgun, þriðjudaginn 14. maí og lýkur næstkomandi fimmtudag, 16. maí, kl. 12. Vona að þú látir ekki þitt atkvæði eftir liggja.
Sumarkveðja!!