Soffía vinnustofa

Soffía vinnustofa SOFFÍA VINNUSTOFA
4
Auðbrekku 1,
200 Kópavogur

Vinnustofa Soffíu hefur tímabundið flutt sig um set úr Fornubúðum 8 í Hafnarfirði í vinnustofuklasa SÍM að Auðbrekku 1 í Kópavogi.

Kæru félagar í SÍM - Samband Íslenskra Myndlistarmanna þetta er smá orðsending til ykkar.Undanfarið ár hef ég verið vara...
14/05/2024

Kæru félagar í SÍM - Samband Íslenskra Myndlistarmanna þetta er smá orðsending til ykkar.

Undanfarið ár hef ég verið varamaður í stjórn SÍM og kynnst því mikilvæga starfi sem þar fer fram og vil því gefa kost á mér til áframhaldandi setu.

Mér eru húsnæðis- og vinnustofumál hugleikin og það sem snýr að aðstöðu myndlistarmanna sem þarf alltaf að vera í deiglunni. Fagfélögin hafa verið öflug. Þar má sjá að það skiptir miklu máli að hafa aðgengi að verkstæðum og fjölbreyttum sýningarstöðum. Mér finnst mikilvægt að skoða heildarmyndina, úthald, orka og vinnugleði skipta máli. Ósérhlífni félagsmanna samfara góðu tengslaneti kemur þeim langt. SÍM er fjölmennt félag með sterka rödd og lykilatriði að allir þræðir innan þess tengist, að verkaskipting sé skýr og að við vinnum að sama marki fyrir félagsmenn. Það eru spennandi tímar nú um stundir en bilkur á lofti og áskorun að missa ekki yfirsýn og fara af leið. Það skiptir að mínu mati öllu að halda áfram því góða starfi sem Anna Eyjólfsdóttir formaður SÍM undanfarin 6 ár hefur leitt og býðst til að gera áfram.

Kosning á netinu hefst á morgun, þriðjudaginn 14. maí og lýkur næstkomandi fimmtudag, 16. maí, kl. 12. Vona að þú látir ekki þitt atkvæði eftir liggja.
Sumarkveðja!!

Velkomin á opnun sýningarinnar IS/POL á morgun föstudaginn 13.4. klukkan 13  í nýrri byggingu grafíkdeildar Jan Metejko ...
11/04/2024

Velkomin á opnun sýningarinnar IS/POL á morgun föstudaginn 13.4. klukkan 13 í nýrri byggingu grafíkdeildar Jan Metejko listaakademíunnar í Krakow. Á sýningunni eru grafíkverk eftir 20 listamenn frá Íslandi og Póllandi. Tilurð sýningarinnar er margþætt listrænt samstarf milli landanna undanfarin ár. Það hófst árið 2017 að frumkvæði Jan Metejko listaakademíunnar í Krakow við íslenska listamenn og listastofnanir og hefur m.a. innifalið gagnkvæmar heimsóknir, málþing, vinnustofur og sýningar. Sýningarstjórarnir völdu hóp grafíklistamanna frá báðum löndum til að sýna með sér í SÍM salnum á Íslandi í september 2023 og heldur sú sýning nú áfram við opnun nýrrar byggingar Grafíkdeildar Listaakademíunnar í Krakow. Verkefnið er styrkt af Myndstef og SÍM og Muggur veitti ferðastyrk. Sýningin stendur til 30.apríl og frekari upplýsingar eru á heimasíðu skólans: https://www.asp.krakow.pl/nowa-wystawa-grafiki-islandzkiej-i-polskiej-is-pol/

Er aðeins að vinna í gamla góða blogginu mínu. Endilega kíktu á það og skildu eftir "comment" . Langar að vita hvernig þ...
26/03/2024

Er aðeins að vinna í gamla góða blogginu mínu. Endilega kíktu á það og skildu eftir "comment" . Langar að vita hvernig þetta virkar á þig. / I'm working on my old blog site. Would really appreciate a comment, it is hard to see if anyone is looking at it at all!!

Listalífið /My artist life

Himinbogi / Celestial Arc Listhús ÓfeigsVelkomin öll / Welcome🙌
20/03/2024

Himinbogi / Celestial Arc
Listhús Ófeigs
Velkomin öll / Welcome
🙌

20/03/2024
Kæru vinir/Dear friendsGaman væri að sjá ykkur í Vínaborg við opnun á þessari forvitnilegu sýningu á verkum okkar Daða s...
24/01/2024

Kæru vinir/Dear friends
Gaman væri að sjá ykkur í Vínaborg við opnun á þessari forvitnilegu sýningu á verkum okkar Daða sem Gallerí Fold stendur fyrir nk. föstudag, 2. febrúar klukkan 18-20. Sýningin stendur út febrúar. Látið boðið ganga!! / It would be great to see you at this exhibition opening in Vienna Austria next friday at 6-8 pm. It is open until the end of February. Let all your friends know that happen to be there.

Einladung zu einer Ausstellung in Wien. 🇦🇹 🎨🇮🇸
Invitation to an exhibition in Vienna. 🇦🇹 🎨🇮🇸
Boðskort á sýningu í Vínarborg. 🇦🇹 🎨🇮🇸

24/01/2024

Einladung zu einer Ausstellung in Wien. 🇦🇹 🎨🇮🇸
Invitation to an exhibition in Vienna. 🇦🇹 🎨🇮🇸
Boðskort á sýningu í Vínarborg. 🇦🇹 🎨🇮🇸

24/01/2024

Kæru vinir/Dear friends
Gaman væri að sjá ykkur í Vínaborg við opnun á þessari forvitnilegu sýningu á verkum okkar Daða sem Gallerí Fold stendur fyrir nk. föstudag, 2. febrúar klukkan 18-20. Sýningin stendur út febrúar. Látið boðið ganga!! / It would be great to see you at this exhibition opening in Vienna Austria next friday at 6-8 pm. It is open until the end of February. Let all your friends know that happen to be there.

Opið á vinnustofunni morgun laugardag frá 13-15 sunnudag frá 14-17Ef þú þarft að finna mig þá hef ég þennan síma: 898742...
15/12/2023

Opið á vinnustofunni morgun
laugardag frá 13-15
sunnudag frá 14-17
Ef þú þarft að finna mig þá hef ég þennan síma: 8987425 ❤️

Bleiki liturinn getur verið svo óútreiknanlegur…notalegur, hlýr, gefandi. Með smá fjólulitum eða grænum skemmtilegur. Al...
12/12/2023

Bleiki liturinn getur verið svo óútreiknanlegur…notalegur, hlýr, gefandi. Með smá fjólulitum eða grænum skemmtilegur. Allt eftir samhenginu. Þessar myndir verður maður að skoða augliti til auglitis!! /Love the pink color…so many variations!! Come see for yourself!!!

Á laugardaginn sl. setti ég upp rokkskóna og við listamenn í Auðbrekku 1 buðum gestum og gangandi á opnar vinnustofur í ...
11/12/2023

Á laugardaginn sl. setti ég upp rokkskóna og við listamenn í Auðbrekku 1 buðum gestum og gangandi á opnar vinnustofur í tilefni aðventunnar. Þetta var svo gaman að við ætlum að endurtaka það á sunnudaginn 17. des milli 14 og 17. Lítið við!!!! Fullt af flottu !!!!!/ Open studio on Sunday December 17th from 2-5 pm. Welcome!!!

Dulítill söguheimur.../Some storytelling...
21/10/2023

Dulítill söguheimur.../Some storytelling...

Listamessan Torg 2023 fer fram á Korpúlfsstöðum um helgina og næstu. Ég er búin að koma verkunum fyrir á mínum bás nr. 2...
05/10/2023

Listamessan Torg 2023 fer fram á Korpúlfsstöðum um helgina og næstu. Ég er búin að koma verkunum fyrir á mínum bás nr. 29 og þar má sjá ágætt úrval verka. Það sem er skemmtilegt við messu sem þessa er að tækifæri gefst til að hitta listamanninn sjálfan, rifja upp kynni af verkum og sjá nýjasta nýtt.

Þetta er sölumessa og fágætt tækifæri til að finna eitthvað sem þér líkar við og vilt hafa í kringum þig. En þetta er líka stemmningsviðburður þar sem þú hittir mann og annan (og mig of kors). Opnunin er á morgun föstudag milli klukkan 17 og 19 og eftir það opið laugardag og sunnudag frá klukkan 12-17. Hlakka til að sjá ykkur!!!!

Torg Art Fair opens tomorrow from 5-7 pm. at Korpúlfsstaðir. More than 60 artists show their work, and I have installed in my booth #29 a little collection of paintings, made this year mostly. Welcome to the opening tomorrow from 5-7pm after that it is open saturday and sunday from 12-5pm next two weekends.

What I like with an event like that is the possibility of meeting and reconnecting with artists and their work and most likely find a favorite one to take home or dream of. Personally I like the direct contact with art lovers and thinkalike people. Look forward to meet you all!!!!

26/09/2023
Eitt og annaðThis and that
26/09/2023

Eitt og annað
This and that

September markar einhvernveginn alltaf ákveðið upphaf eða upptakt að viðburðum. Það er gott að vera með eitthvað smá pla...
06/09/2023

September markar einhvernveginn alltaf ákveðið upphaf eða upptakt að viðburðum. Það er gott að vera með eitthvað smá plan og undirbúning þegar maður hyggur á þáttöku í Torginu, árvissri myndlistarmessu SÍM sem haldin er á Korpúlfsstöðum í byrjun október. / Better be organized when September starts as I will be participating in the annual Torg Art Fair in the beginning of October that SIM organizes at Korpúlfsstaðir.

Þar sem ég fer af landi brott í stutt frí og verð því ekki á vinnustofunni fyrr en undir lok mánaðarins ætla ég að vera með opið á föstudaginn 8.9. milli klukkan 16 og 18 í Auðbrekkunni. Líttu endilega við hjá mér ef þú vilt skoða það sem er í bígerð eða bara heilsa upp á mig. /Open Studio on friday from 4-6. Welcome to stop by.

26/08/2023

Grafíksyrpa í sveitinni/Some printmaking in the country!!

Ætla að vera með opið á vinnustofunni hér í Auðbrekkunni á morgun fimmtudaginn 17. ágúst frá 16-18. Ýmis verk í vinnslu ...
16/08/2023

Ætla að vera með opið á vinnustofunni hér í Auðbrekkunni á morgun fimmtudaginn 17. ágúst frá 16-18. Ýmis verk í vinnslu og önnur tilbúin til brottfarar. Líttu við!!!!

Open studio tomorrow from 4-6pm. Welcome!!!!!

Sumarið hefur sýnt allar sínar bestu hliðar og er hvergi nærri búið. Verkefni haustsins eru þó farin að banka upp á og gott að vinna að þeim jafnt og þétt/It has been a lovely summer so far. It is not over yet but next project in the fall is getting closer.

Það er ágætt með öðru á sætum sumardögum að blanda saman litum á palettu og sjá hvað gerist. Stórir penslar vinna hraðar...
06/07/2023

Það er ágætt með öðru á sætum sumardögum að blanda saman litum á palettu og sjá hvað gerist. Stórir penslar vinna hraðar en litlir og ómögulegt að segja hvort myndin sé til.

Sweet sweet summerdays with nice energy and calm power. Big brushes do alot though as always the infinite question. Is the painting ready… or not.

Velkomið að líta við í Auðbrekkunni eftir samkomulagi. Eitt og annað á lokametrunum 😎😊🌈☺️bara hringja 8987425 eða senda mér skilaboð✍️

Address

Auðbrekka 1
Kópavogur
200

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Soffía vinnustofa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Soffía vinnustofa:

Videos

Share

Artist Studio/Vinnustofa - Málarinn við höfnina

Vinnnustofa Soffíu Sæmundsdóttur myndlistarmanns er að Fornubúðum 8 við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Skemmtileg og öðruvísi vinnustofa listamanns. Þar er ávallt úrval málverka til sýnis og sölu. Sýningar á vori og hausti en tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Helgarnámskeið og viku námskeið í olíumálun fyrir lengra komna og byrjendur sem auglýst eru hér á síðunni eða á www.soffia-malarinn.blogspot.com. Fylgstu líka með hér https://www.instagram.com/soffia.saemundsdottir/ og ef appelsínugula settið er fyrir utan er kaffi komið á könnuna og líttu endilega inn.

At Fornubúðir 8 in Hafnarfjörður artist Soffia Saemundsdottir has her painting studio and Gallery where she shows her work. Open by arrangement and please stop by when she is there and take a look at the newest painting in progress. Great selection of work and an opportunity to meet the artist. Soffia also offers painting courses in oil painting for beginners and advanced painters.



You may also like