15/02/2022
Hugleiðingar Ísfold - vellíðan og vöxtur
Marisa Peer útskýrir:
“Damaged people damage people.” Það er mjög erfitt að elska sjálfa(n) þig þegar þú gefur alla þína ást til einhvers sem elskar sig ekki.
- Þessi grein vakti áhuga minn í ljósi umræðu í þjóðfélaginu þar sem t.d. sjálfdýrkandi einstaklingar dragast að fólki með samkennd (Empath) og með sterka útgeislun eins og segull. Einnig eru þeir sem eru með sterka samkennd og óunnin áföll að dragast eins og segull að þeim sem hægt er að finna tilgang í að bjarga sem dæmi.
Þá þurfa þeir sem eru með sjálfhverf sjálfsdýrkenda persónuleikaeinkenni, með óunnin áföll, jafnvel tilfinningalegt rof eða annað sem kom í veg fyrir heilbrigða æsku að taka maka sinn niður og beygja til að þora að elska viðkomandi. Vegna þess að sjálfsást viðkomandi einstaklings er á lágu stigi og sá sem beygir sig gagnvart viðkomandi gerir það m.a. í kjölfar gaslýsingar og niðurbrots á eigin sjálfmynd og einangrunar frá vinum sínum og ættingjum. Tekur ábyrgðina á sig til að halda friðinn og trúir jafnvel að beri ábyrgðina. Þetta er mynstur sem ég sé víða í samskiptum kynja á víxl. Þegar empath sýnir styrk og setur mörk þá er viðkomandi hættulegur þeim sjálfhverfa því þá er ekki hættandi á að elska viðkomandi nema brjóta hann niður á lægra stig.
- Ég trúi því að skilningur og upplýsingar séu ofurkraftur, upphaf að bata. Þetta mynstur er stundum hægt að enda með sjálfvinnu beggja, oft aðskilnaður nauðsynlegur því miður og mikilvægast að sá sem verður fyrir ofbeldinu finni leið til að vinna í sínum grunni, hlusta á innsæi sitt, skilgreina gildi sín og setja mörk. Stundum hefur sá sjálfhverfi fíkn að baki sem þarf að vinna í og tilfinningaleg vinna alltaf leiðin með þeim aðferðum sem hverjum og einum hentar. Fíkn eða áföll í barnæsku eru aldrei afsökun fyrir að beita annað fólk andlegu ofbeldi eða haga sér eins og einhver sem er fastur í þroska um það leiti sem viðkomandi upplifði sársauka og hóf þetta mynstur í sjálfsbjargarviðleitni. Við berum öll skyldu til að ala okkur upp sjálf hafi það ekki verið gert af foreldrum okkar, vinna í okkar áföllum og virða samferðafólk okkar og nána ástvini. Vera í vexti. Fullorðinn aðili hefur aldrei afsökun til að haga sér eins og barn eða unglingur í mótþróa og láta bitna á öðrum. Við berum ábyrgð á að finna hvað triggerar okkur til þessa tíma og viðbragðs og gera við, fyrsta skref er að bregðast við með athygli.
- Fólk sem lendir í þessu mynstri og er Empath megin býr oft við vanmátt yfir að hafa ekki farið og jafnvel yfir að hafa farið og komið. - Eitt mikilvægasta verkefni þeirra er að sýna sjálfum sér samkennd og sjálfsmildi, fyrirgefa sér fyrir að hafa ekki farið þegar rauð flögg birtust og muna að það sem er liðið er í fortíð og í dag nákvæmlega í dag er núið með öllum tækifærum framtíðar. Þarna er komið nýtt tækifæri til að vinna í rótinni við því að einstaklingur með skort á samkennd, nánd og virðingu komst framhjá gildum og innsæi þess sem gaf eftir mörk sín sökum eigin óunna áfalla úr æsku sem oft er grunnur að því að sækja í eitthvað sem er kunnulegt þangað til viðkomandi hefur unnið með tilfinningar sínar.
Ást & friður Anna Ísfold, markþjálfi, isfold.is
Do you lack self-love? If you do, it could be affecting more aspects of your life than you may be aware of.
Perhaps you struggle to find love, don’t feel like other people see your worth, or generally don’t perceive yourself as significant. A lack of self-love plays a huge role in all of these scenarios.
Once you like and love yourself, these things will become clear to you and others.
Read our new blog, 'How To Love Yourself: 6 Steps To Discovering Self-Love,' here to find out more 👉 https://bit.ly/mpfb-How-To-Love-Yourself-Blog