Ský - Skýrslutæknifélag Íslands

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands Vefsíða Ský:www.sky.is Ský er fagfélag þeirra sem vinna við eða hafa áhuga á tölvutækni.

Brynjólfur Gauti er doktorsnemi við Háskóla Íslands í tölfræði en heldur einnig úti síðunni metill.is þar sem hann framr...
28/01/2025

Brynjólfur Gauti er doktorsnemi við Háskóla Íslands í tölfræði en heldur einnig úti síðunni metill.is þar sem hann framreiðir gögn um málefni líðandi stundar á skiljanlegan hátt. Brynjólfur talar við okkur um námið sitt, gagnamenningu og framsetningu á gögnum. Við tölum um þau verkefni sem hann hefur unnið við og birt gagnagreiningar á, þar ber að nefna COVID gögnin frægu, HM í handbolta, ríkisstjónarkosningarnar 2024, fjármál stjórnmálaflokka, landsspítalann og margt fleira. Hægt að hlusta á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

✨ Þáttur 5 er komin út! 🎙️ Guðríður Steingrímsdóttir er öryggisstjóri hjá Syndis sem hefur sérstakan áhuga á öryggisvott...
22/01/2025

✨ Þáttur 5 er komin út! 🎙️ Guðríður Steingrímsdóttir er öryggisstjóri hjá Syndis sem hefur sérstakan áhuga á öryggisvottunum. Við ræðum við hana um hvernig fyrirtæki geta fyrirbyggt stórslys með því að hafa öryggismál í góðu standi. Guðríður reynir því að beina tali sínu að jákvæðri öryggismenningu sem snýr að fyrirbyggjandi aðgerðum frekar en að einblína á hvað er hægt að gera ef/þegar allt fer á versta veg. Á þeim nótum tölum við um öryggisstaðla og hvernig hægt er að fá hjálp við að koma öryggismálum hjá sér í betra stand.

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum!

✨ Nýjasti viðmælandinn í UTvarpinu er Una María Magnúsdóttir.Í þættinum 🎙️ ræða Kristjana Björk Barðdal og Stefán Gunnla...
14/01/2025

✨ Nýjasti viðmælandinn í UTvarpinu er Una María Magnúsdóttir.

Í þættinum 🎙️ ræða Kristjana Björk Barðdal og Stefán Gunnlaugur Jónsson við hana um hvernig tækni er að hafa áhrif á hönnun. Una segir frá því hvernig tækni og forritun var stórt partur af hennar námi í grafískri hönnun. Herferð almannavarna í heimsfaraldrinum er einnig rædd en þessa dagana er Hönnunarsafn Íslands að varðveita herferðina.

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum og einnig á sky.is:
https://www.sky.is/podcast

✨ Benedikt Geir Jóhannesson er yfir gagnavísindadeildinni hjá Skattinum. Í þættinum ræðum við við Benedikt um hvað þau e...
08/01/2025

✨ Benedikt Geir Jóhannesson er yfir gagnavísindadeildinni hjá Skattinum. Í þættinum ræðum við við Benedikt um hvað þau eru að gera til að sjálfvirknivæða vinnuna sína. Við ræðum einnig við hann hvaða áskoranir þau eru að glíma við, hvaða tækifæri eru í gögnunum þeirra, mikilvægi þess að grípa skattsvik og hvernig það er að búa í Mosó.

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum og einnig í gegnum www.sky.is

02/01/2025
Kynnum með stolti lykilfyrirlesara ráðstefnu UTmessunnar 2025 🌟  ✨ Kate Swanborg, DreamWorks SVP of Technology Communica...
12/12/2024

Kynnum með stolti lykilfyrirlesara ráðstefnu UTmessunnar 2025 🌟
 
✨ Kate Swanborg, DreamWorks SVP of Technology Communications and Strategic Alliances mun fara með áhorfendur á bak við tjöldin í nýjustu mynd þeirra og segja frá því hvað fer í gerð teiknimynda í fullri lengd. ✨
Nánari upplýsingar og skráning á utmessan.is

Join us as Taylor Garcia Van Biljon dives into the world of UI and UX, exploring how they shape digital products and our...
10/12/2024

Join us as Taylor Garcia Van Biljon dives into the world of UI and UX, exploring how they shape digital products and our daily lives. Taylor shares her journey from starting her career in a library to working as a UI designer at Gangverk.

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum og einnig í gegnum www.sky.is

Þættirnir eru aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum!Snillingarnir Kristjana Björk Barðdal og Stefán Gunnlaugur Jónsson r...
04/12/2024

Þættirnir eru aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum!

Snillingarnir Kristjana Björk Barðdal og Stefán Gunnlaugur Jónsson ræða um tækni frá ýmsum sjónarhornum við áhugaverða viðmælendur í þessari nýju seríu UTvarpsins sem er sú sjötta í röðinni 👏

Hrefna Björg Gylfadóttir, verkefnastjóri hjá Marel kom í viðtal í UTvarpið til að ræða vinnustaðamenningu og fjarvinnu. ...
04/12/2024

Hrefna Björg Gylfadóttir, verkefnastjóri hjá Marel kom í viðtal í UTvarpið til að ræða vinnustaðamenningu og fjarvinnu. Við fórum yfir það hvernig menning hefur áhrif á móral og hvað er hægt að gera til að styrkja hvoru tveggja.

Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum!

Bebras áskoruninni 2024 er lokið🥳Þátttakan var frábær og það voru 3.200 nemendur frá 46 skólum tóku þátt. 😊Áskorunin er ...
18/11/2024

Bebras áskoruninni 2024 er lokið🥳
Þátttakan var frábær og það voru 3.200 nemendur frá 46 skólum tóku þátt. 😊
Áskorunin er nú opin í skoðunarham og geta þátttakendur skráð sig aftur inn á www.bebras.is til að skoða svörin sín og prófað verkefnin aftur. Núna birtast upplýsingar fyrir neðan hvert verkefni (sem búið er að svara) með upplýsingum um rétt svar, útskýringum (á ensku) og hvernig þrautirnar tengjast tölvunarhugsun (e. Computional Thinking).

Markmið Bebras áskoruninnar er að kynna tölvunarhugsun fyrir nemendum um allan heim. Þessi spennandi áskorun fer fram í skólum, undir umsjón kennara, í nóvember á hverju ári.

Miðvikudaginn 13. nóvember verður áhugaverður viðburður um öryggismál: 🔐 Í mörg horn að líta 📲 Til að fá heildstæða yfir...
07/11/2024

Miðvikudaginn 13. nóvember verður áhugaverður viðburður um öryggismál: 🔐 Í mörg horn að líta 📲

Til að fá heildstæða yfirsýn yfir upplýsingaöryggi er nauðsynlegt að skoða það frá ýmsum sjónarhornum. Þegar fjallað er um upplýsingaöryggi þarf að huga að fjölmörgum þáttum, því engin ein lausn er nægjanleg ein og sér.
Á fundinum munu Bergsteinn Karlsson - Ambaga, Bimbi Finnbogason - Varist, Ingi Gauti Ragnarsson - Plang, Þórr Tjörvi Einarsson - Seðlabanki Íslands, Thelma Christel Kristjánsdóttir fjalla um mismunandi sjónarhorn á það hvernig hægt sé að byggja upp nauðsynlegar varnir til að tryggja öryggi upplýsinga undir styrkri fundarstjórn Guðrún Valdís Jónsdóttir - Syndis.

Nánari upplýsingar um dagskrá, verð og skráningarform er að finna á www.sky.is: https://www.sky.is/vidburdur-framundan/3020-2024-vidburdur-1113

Til að fá heildstæða yfirsýn yfir upplýsingaöryggi er nauðsynlegt að skoða það frá ýmsum sjónarhornum. Þegar fjallað er um upplýsingaöryggi þarf að huga að fjölmörgum þáttum, því engin ein lausn er nægjanleg ein og sér. Lagalegar kröfur og kvaðir eru sífellt að ver....

Það er frábær þátttaka í BEBRAS áskoruninni 😀Núna eru:47 skólar skráðir til leiks4438 nemendur skráðir í áskorunina1189 ...
07/11/2024

Það er frábær þátttaka í BEBRAS áskoruninni 😀
Núna eru:
47 skólar skráðir til leiks
4438 nemendur skráðir í áskorunina
1189 nemendur frá 30 skólum búnir að spreyta sig

Það er enn tækifæri fyrir skóla að vera með og skrá nemendur í þessa skemmtilegu alþjóðlegu áskorun sem stendur til 15. nóvember.

Markmið Bebras áskoruninnar er að kynna tölvunarhugsun fyrir nemendum um allan heim. Þessi spennandi áskorun fer fram í skólum, undir umsjón kennara, í nóvember á hverju ári.

BEBRAS áskorunin byrjaði í dag og fer vel af stað.Það er enn tækifæri fyrir skóla að vera með og skrá nemendur í þessa s...
04/11/2024

BEBRAS áskorunin byrjaði í dag og fer vel af stað.

Það er enn tækifæri fyrir skóla að vera með og skrá nemendur í þessa skemmtilegu alþjóðlegu áskorun sem er opin til 15. nóvember.
Áskorunin fer fram á www.bebras.is og virkar á öllum tölvum og tækjum með nýlegan vafra og nettengingu. Þátttakandi hefur 45 mínútur til að leysa nokkrar þrautir byggðar á tölvunarhugsun.

Nú þegar eru:
36 skólar skráðir til leiks
3737 nemendur skráðir í áskorunina
199 nemendur frá 9 skólum búnir að spreyta sig

Endilega deilið þessu og hvetjið kennara til þátttöku😀

Bebras er alþjóðleg áskorun með þann eina tilgang að kynna tölvunarhugsun fyrir ungu fólki. Það kostar ekkert að taka þátt og markmiðið sem flestir nemendur fái að vera með.

Markmið Bebras áskoruninnar er að kynna tölvunarhugsun fyrir nemendum um allan heim. Þessi spennandi áskorun fer fram í skólum, undir umsjón kennara, í nóvember á hverju ári.

📣 Tökum við tillögum að fyrirlestrum út daginn í dag þann 31. október! ✨ Einstakt tækifæri til að segja frá því nýjasta ...
31/10/2024

📣 Tökum við tillögum að fyrirlestrum út daginn í dag þann 31. október! ✨ Einstakt tækifæri til að segja frá því nýjasta tengdu tækni 🌟

🎈 Dreymir þig um að halda fyrirlestur á ráðstefnu UTmessunnar föstudaginn 7. febrúar 2025? 🎉

Nú er tækifærið því við leitum að áhugaverðum fyrirlestrum um það sem hæst ber í tækni og hvetjum öll sem luma á áhugaverðu efni til að senda inn lýsingu. Mælum einnig með að þú framsendir þennan póst á þau sem þig langar að hlusta á til að auka enn á fjölbreytileika fyrirlestra á UTmessunni. Það má samt ekki vera sölufyrirlestur 😁

Senda inn tillögu:

Tillögur að fyrirlestrum Allir sem telja sig eiga erindi sem fyrirlesara á UTmessunni geta sent inn tillögu að fyrirlestri til og með 31. október 2024. Ráðstefnudagskrá verður birt í byrjun desember 2024. Það er formlegt ferli við val á fyrirlestrum og fer sérstök dagskrárnefnd yf...

Tökum við tillögum að fyrirlestrum á ráðstefnu UTmessunnar til og með 31. október!
25/10/2024

Tökum við tillögum að fyrirlestrum á ráðstefnu UTmessunnar til og með 31. október!

Tillögur að fyrirlestrum Allir sem telja sig eiga erindi sem fyrirlesara á UTmessunni geta sent inn tillögu að fyrirlestri til og með 31. október 2024. Ráðstefnudagskrá verður birt í byrjun desember 2024. Það er formlegt ferli við val á fyrirlestrum og fer sérstök dagskrárnefnd yf...

Address

Engjateigur 9
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ský - Skýrslutæknifélag Íslands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Ský - Skýrslutæknifélag Íslands:

Videos

Share