🏆 Óskum eftir ábendingum og tilnefningum um það sem vel er gert í tæknigeiranum. ✨ Allir geta sent inn tillögur og að sjálfsögðu kostar það ekkert.
🎉 AÐALVERÐLAUNIN: UPPLÝSINGATÆKNIVERÐLAUN SKÝ
Heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi.
Hægt er að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.
🌟 VERÐLAUNAFLOKKAR FYRIR AFREK LÍÐANDI ÁRS
Til viðbótar við UT-verðlaunin er hægt að tilnefna til aukaflokka og skal miða það við afrek á árinu 2023.
UT-Sprotinn
UT-Stafræna opinbera þjónustan
UT-Stafræna almenna þjónustan
UT-Fyrirtækið í flokki stærri fyrirtækja > 50 starfsmenn
UT-Fyrirtækið í flokki minni fyrirtækja < 50 starfsmenn
UT-Fjölbreytileika fyrirmynd
OPIÐ FYRIR TILNEFNINGAR TIL OG MEÐ 10. JANÚAR 2024
Verðlaunin verða veitt í Hörpu af forseta Íslands á UTmessunni þann 2. febrúar
Tekið á móti tilnefningum á sky.is:
https://www.sky.is/index.php/ut-verdhlaun-sky
Vorráðstefna fagfélaganna - vá þvílík stemming!
Health Tech in the Nordics
Hagnýting gagna - Framtíðin 2030
Fyrsti viðburður ársins er fyrsti viðburður nýjasta faghóps Ský - Hagnýting gagna.
Svo margir mættir að það þarf videó til að fanga fjöldann!