RIGG - viðburðir

RIGG - viðburðir Rigg ehf er tónleikahaldari og tekur að sér umsjá ýmissa stærri viðburða. Eigandi er Friðr Tengslanet Rigg er mjög öflugt.

Rigg ehf var stofnað í febrúar 2008 í kringum verkefni Friðriks Ómars tónlistarmanns. Fyrirtækið hefur séð um uppsetningu hinna ýmsu tónleika eins og Fiskidagstónleikanna, Bat out of hell/Meatloaf, Vilhjálmur Vilhjálmsson 70, Friðrik Dór í Eldborg, Heima um jólin, Tina-Drottning Rokksins, Elvis í 75 ár, Ég skemmti mér, George Michael í 25 ár á Broadway. 50 ára afmæli Siggu Beinteins, Styrktartónl

eika fyrir björgunarfélögin í Færeyjum, Heiðurstónleikar Freddie Mercury, Saga Eurovision, Heiðurstónleika Bee Gees, Piano Man og fl. Einnig hefur Rigg gefið út nokkrar vinsælar plötur og mynddiska eins og Fiskidagstónleikana, Vinalög, This is my life, Elvis og Í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Rigg aðstoðar einnig við uppsetningu veislna og annarra viðburða hjá fyrirtækjum og einstaklingum.

17/09/2024

Fiskidagstónleikarnir 2025 verða haldnir í Eldborg 22. febrúar nk. Hljómsveit Rigg viðburða fær til sín frábæra gesti sem munu gera allt vitlaust. Við breytum Eldborg í Dalvík með hjálp tækninnar. Þessu má enginn aðdáandi tónleikanna missa af.
Miðasala er hafin og miðarnir fara hratt!
https://www.harpa.is/fiskidagstonleikarnir-2025

Rigg viðburðir í samvinnu við Bylgjuna 98,9 færa ykkur Fiskidagstónleikana 22. febrúar 2025 í Eldborg. Fáir eða nokkrir ...
01/09/2024

Rigg viðburðir í samvinnu við Bylgjuna 98,9 færa ykkur Fiskidagstónleikana 22. febrúar 2025 í Eldborg.

Fáir eða nokkrir tónleikar á Íslandi hafa hlotið jafn fádæma lof og Fiskidagstónleikarnir sem haldnir hafa verið á Dalvík í tilefni Fiskidagsins Mikla. Talið er að samanlagt hafi um 200 þúsund manns séð tónleikana árin 2013-2023. Fjölmargir listamenn hafa komið fram á tónleikunum og búið til dýrmætar minningar fyrir tónleikagesti á Dalvík. Nú hefur verið ákveðið að koma saman í Eldborg 22. febrúar 2025 og blása til Fiskidagstónleika með hljómsveit Rigg viðburða undir stjórn Ingvars Alfreðssonar ásamt frábærum gestum.
Dalvíkingurinn Friðrik Ómar hefur haft veg og vanda að tónleikunum og verður þar engin breyting á. Friðrik verður gestgjafi tónleikana en Eyþór Ingi og Matti Matt verða ekki langt undan auk fábærra gesta sem bæði hafa stigið áður á svið Fiskidagsins og aðrir sem munu gera það í fyrsta sinn. Við færum landslagið á Dalvík í Eldborg með hjálp tækninnar og getum sem fyrr lofað stórkostlegu veðri.
Þetta verður tónlistarveisla og ekki síst frábær stund þar sem við minnumst þeirrar stórkostlegu hátíðar sem Fiskidagurinn Mikli á Dalvík var.
Miðasala er hafin svo tryggið ykkur miða hið fyrsta. Þeir fara hratt!
https://tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/17951/

Athugið: Veitingastaðirnir í Hörpu, La Primavera og Hnoss verða með áherslu á sjávarfang og auðvitað fiskisúpu á matseðlinum þennan dag í tilefni tónleikanna.
Það er víst að tónleikarnir verða enn betri með smá fisk í maga!
Framleiðandi: Rigg viðburðir.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when RIGG - viðburðir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to RIGG - viðburðir:

Videos

Share

Category