RIGG - viðburðir

RIGG - viðburðir Rigg ehf er tónleikahaldari og tekur að sér umsjá ýmissa stærri viðburða. Eigandi er Friðr Tengslanet Rigg er mjög öflugt.

Rigg ehf var stofnað í febrúar 2008 í kringum verkefni Friðriks Ómars tónlistarmanns. Fyrirtækið hefur séð um uppsetningu hinna ýmsu tónleika eins og Fiskidagstónleikanna, Bat out of hell/Meatloaf, Vilhjálmur Vilhjálmsson 70, Friðrik Dór í Eldborg, Heima um jólin, Tina-Drottning Rokksins, Elvis í 75 ár, Ég skemmti mér, George Michael í 25 ár á Broadway. 50 ára afmæli Siggu Beinteins, Styrktartónl

eika fyrir björgunarfélögin í Færeyjum, Heiðurstónleikar Freddie Mercury, Saga Eurovision, Heiðurstónleika Bee Gees, Piano Man og fl. Einnig hefur Rigg gefið út nokkrar vinsælar plötur og mynddiska eins og Fiskidagstónleikana, Vinalög, This is my life, Elvis og Í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Rigg aðstoðar einnig við uppsetningu veislna og annarra viðburða hjá fyrirtækjum og einstaklingum.

Rigg viðburðir í samvinnu við Bylgjuna 98,9 færa ykkur Fiskidagstónleikana 22. febrúar 2025 í Eldborg. Fáir eða nokkrir ...
01/09/2024

Rigg viðburðir í samvinnu við Bylgjuna 98,9 færa ykkur Fiskidagstónleikana 22. febrúar 2025 í Eldborg.

Fáir eða nokkrir tónleikar á Íslandi hafa hlotið jafn fádæma lof og Fiskidagstónleikarnir sem haldnir hafa verið á Dalvík í tilefni Fiskidagsins Mikla. Talið er að samanlagt hafi um 200 þúsund manns séð tónleikana árin 2013-2023. Fjölmargir listamenn hafa komið fram á tónleikunum og búið til dýrmætar minningar fyrir tónleikagesti á Dalvík. Nú hefur verið ákveðið að koma saman í Eldborg 22. febrúar 2025 og blása til Fiskidagstónleika með hljómsveit Rigg viðburða undir stjórn Ingvars Alfreðssonar ásamt frábærum gestum.
Dalvíkingurinn Friðrik Ómar hefur haft veg og vanda að tónleikunum og verður þar engin breyting á. Friðrik verður gestgjafi tónleikana en Eyþór Ingi og Matti Matt verða ekki langt undan auk fábærra gesta sem bæði hafa stigið áður á svið Fiskidagsins og aðrir sem munu gera það í fyrsta sinn. Við færum landslagið á Dalvík í Eldborg með hjálp tækninnar og getum sem fyrr lofað stórkostlegu veðri.
Þetta verður tónlistarveisla og ekki síst frábær stund þar sem við minnumst þeirrar stórkostlegu hátíðar sem Fiskidagurinn Mikli á Dalvík var.
Miðasala er hafin svo tryggið ykkur miða hið fyrsta. Þeir fara hratt!
https://tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/17951/

Athugið: Veitingastaðirnir í Hörpu, La Primavera og Hnoss verða með áherslu á sjávarfang og auðvitað fiskisúpu á matseðlinum þennan dag í tilefni tónleikanna.
Það er víst að tónleikarnir verða enn betri með smá fisk í maga!
Framleiðandi: Rigg viðburðir.

Fiskidagurinn Mikli fagnar 20 ára afmæli þann 12. ágúst nk. Við blásum til veislu sem vonandi gleður gesti Fiskidagsins....
29/07/2023

Fiskidagurinn Mikli fagnar 20 ára afmæli þann 12. ágúst nk. Við blásum til veislu sem vonandi gleður gesti Fiskidagsins. Allir velkomnir.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:45.

TINA TURNER RIP.Rigg viðburðir framleiddu stórbrotna tónleikasýningu henni til heiðurs árið 2015 við rosalegar viðtökur....
25/05/2023

TINA TURNER RIP.
Rigg viðburðir framleiddu stórbrotna tónleikasýningu henni til heiðurs árið 2015 við rosalegar viðtökur. Hljómsveit Rigg viðburða, okkar bestu söngkonur og dansarar. Hér er myndbrot frá sýningunni sem við erum afar stolt af.

Miðasala hefst 20. ágúst á www.menningarhus.is og í síma 450-1000.

DIDDÚ heillaði alla upp úr skónum á tónleikum í Eldborg í gærkvöldi. Við þökkum gestum okkar innilega fyrir komuna! Takk...
05/12/2022

DIDDÚ heillaði alla upp úr skónum á tónleikum í Eldborg í gærkvöldi. Við þökkum gestum okkar innilega fyrir komuna! Takk allir sem tóku þátt í þessu fallega verkefni🥰 Gleðilega aðventu!
Ljósmynd: Ásgeir Helgi

12/11/2022

DIDDÚ Í ELDBORG 4. DESEMBER KL. 20:00
Tryggðu þér sæti núna á hátíðartónleika Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í Eldborg með hljómsveit Rigg viðburða, strengjum og kór.
Einstök kvöldstund! Hér er sætið þitt: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/14115/

Dagurinn í dag markar ákveðin tímamót hjá okkur. Nú höfum við hafið sölu á alla okkar viðburði fyrir þessi jólin. Forsöl...
06/10/2022

Dagurinn í dag markar ákveðin tímamót hjá okkur. Nú höfum við hafið sölu á alla okkar viðburði fyrir þessi jólin. Forsölurnar gengu vonum framar og við erum gríðarlega þakklát fyrir viðtökurnar og traustið. Alls eru 10 tónleikar komnir í sölu í Salnum Kópavogi og 5 í Hofi á Akureyri af „Heima um jólin" Hlökkum til að sjá ykkur🥰

Heima um jólin í Salnum Kópavogi:
https://tix.is/is/event/14056/heima-um-jolin/

Heima um jólin í Hofi Akureyri:
https://www.mak.is/is/vidburdir/heima-um-jolin-7

Við kynnum með stolti stórtónleika með Diddú í Eldborg þann 4. desember kl. 20:00. Diddú flytur metsöluplötuna „Jólastja...
22/09/2022

Við kynnum með stolti stórtónleika með Diddú í Eldborg þann 4. desember kl. 20:00. Diddú flytur metsöluplötuna „Jólastjarna" í heild sinni en platan fagnar 25 ára afmæli þessi jólin. Auk þess flytur Diddú sín uppáhalds jólalög. Hljómsveit Rigg viðburða leikur undir ásamt strengjum og kór. Miðasalan hefst föstudaginn 30. september kl. 13:00 á harpa.is.

👑PÁLL ÓSKAR FIMMTÍU ÁRA!👑Þá teljum við í fyrstu tónleikana af þremur í kvöld, fimmtudaginn 24. mars. Þetta er þvílík vei...
24/03/2022

👑PÁLL ÓSKAR FIMMTÍU ÁRA!👑
Þá teljum við í fyrstu tónleikana af þremur í kvöld, fimmtudaginn 24. mars. Þetta er þvílík veisla! Sennilega með flottari afmælum sem við höfum komið í. Við viljum þakka gestum okkar fyrir þolinmæðina en tónleikarnir áttu að vera haldnir fyrir tveimur árum, Páli Óskari fyrir samstarfið og öllum þeim frábæra mannskap sem kemur að þessu verkefni.
Góða skemmtun!
(Meðfylgjandi ljósmynd var tekin í dag að loknu rennsli.)
Ljósmyndari: Mummi Lú.

Páll Óskar á afmæli í dag! Æfingar í fullum gangi fyrir afmælistónleikana sem verða í Háskólabíói í næstu viku. Til hami...
16/03/2022

Páll Óskar á afmæli í dag! Æfingar í fullum gangi fyrir afmælistónleikana sem verða í Háskólabíói í næstu viku.
Til hamingju elsku besti💜

🌟LOKSINS LOKSINS LOKSINS!🌟Páll Óskar fagnar 50 ára afmæli sínu í Háskólabíói!Fimmtudagskvöldið 24. mars kl. 20:00 - Örfá...
08/03/2022

🌟LOKSINS LOKSINS LOKSINS!🌟
Páll Óskar fagnar 50 ára afmæli sínu í Háskólabíói!
Fimmtudagskvöldið 24. mars kl. 20:00 - Örfá sæti laus
Föstudagskvöldið 25. mars kl. 20:00 - Örfá sæti laus
Laugardagskvöldið 26. mars kl. 20:00 - Örfá sæti laus

Tryggðu þér síðustu sætin hér: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/9469/

09/12/2021
Takk fyrir komuna á afmælistónleika Friðriks Ómars í Eldborg mánudaginn 4. október 2021😍
07/10/2021

Takk fyrir komuna á afmælistónleika Friðriks Ómars í Eldborg mánudaginn 4. október 2021😍

Tónleikar með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar verða haldnir í Menningarhúsinu HOFI á Akureyri laugardaginn 19. september ...
22/07/2020

Tónleikar með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar verða haldnir í Menningarhúsinu HOFI á Akureyri laugardaginn 19. september kl. 17:00 og 20:30. Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms ásamt hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar. Gestasöngkona er Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Tryggðu þér sæti hér: https://www.mak.is/is/vidburdir/oll-bestu-log-vilhjalms-vilhjalmssonar

19/05/2020

Vegna Covid19 frestast ELVIS tónleikarnir sem áttu að vera í Salnum Kópavogi um næstu helgi um óákveðinn tíma. Öll bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar sem vera áttu í Hofi Akureyri 30. maí nk. hefur verið frestað til laugardagsins 19. september 2020. Með von um skilning. Við hlökkum til að sjá ykkur. Baráttukveðjur!❤️

09/05/2020

Kæru vinir. Á næstu dögum gefum við út tilkynningu er varðar viðburðarhald á vegum Rigg viðburða árið 2020 og áhrif COVID19 á þá. Áfram við!❤️

Fiskideginum Mikla frestað um eitt ár. Sjáumst í ágúst 2021. Baráttukveðjur!
15/04/2020

Fiskideginum Mikla frestað um eitt ár.
Sjáumst í ágúst 2021. Baráttukveðjur!

Fréttatilkynning

Fiskidagurinn mikli 19 ára eitt ár í viðbót.

Eins og margir vita þá er Fiskidagurinn mikli 20 ára í ár og undirbúningur var hafin fyrir afmæli fjölskylduhátíðarinnar sem vera átti 7.-9. ágúst 2020.

Í ljósi aðstæðna hefur stjórn Fiskidagsins mikla ákveðið að fresta afmælishátíðinni um eitt ár. Saman förum við í gegnum þetta verkefni sem okkur hefur verið rétt upp í hendurnar, verum áfram einbeitt og hlýðum þríeykinu sem vinnur ásamt sínu fólki afar gott starf. Við skulum muna að tapa aldrei gleðinni. Við komum sterk inn að ári og þá knúsumst við og njótum samvista við fólkið okkar og gesti. Veriði velkomin á 20 ára afmæli Fiskidagins mikla 6 .– 8. ágúst 2021.

Styrktaraðilar okkar sem eru vel á annað hundrað fá á næstu dögum bréf frá okkur þar sem við þökkum fyrir frábært samstarf liðinna ára og óskum eftir því að þeir yfirgefi okkur ekki og komi ferskir að vanda með okkur inn í nýtt afmælisár.

Með baráttukveðjum frá stjórn Fiskidagsins mikla í Dalvíkurbyggð.

08/03/2020

Kæru vinir❤️.
Rigg viðburðir og Páll Óskar hafa tekið þá ákvörðun að fresta afmælistónleikunum hans Palla. Við erum að vinna í endanlegri dagsetningu, en stefnan er tekin á sept-okt. Ástæðan er auðvitað COVID-19 kórónavírusinn. Við viljum ekki stefna áhorfendum í aðstæður sem gætu reynst þeim sjálfum, eða þeirra nánustu, hættulegar eða skaðlegar.
Að vinna svona risatónleika í miðri óvissu um samkomubann er óbærilegt. Ég vil þakka öllu listafólkinu, tæknifólki og samstarfsaðilum fyrir skilninginn og stuðninginn. Æfingar voru hafnar og get ég vottað það að aðra eins gæsahúð hef ég ekki fengið lengi. Nánari upplýsingar til þeirra sem áttu miða koma á næstu dögum. Baráttukveðjur og þakkir,
Friðrik Ómar/Rigg viðburðir.🙏
Hér í viðhengi eru skilaboð frá Palla og Rigg.

27/12/2019

Árlegir jólatónleikar Rigg viðburða í Hofi 14. desember 2019.
Ljósmyndari: Þórhallur Jónsson.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when RIGG - viðburðir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to RIGG - viðburðir:

Videos

Share

Category

Nearby event planning services



You may also like