Sundsamband Íslands

Sundsamband Íslands Sundsamband Íslands - www.iceswim.is
The Icelandic Swimming Association
s: 514-4070 - 770-6066

Æfingahelgi framtíðarhóps SSÍ fór fram í Vatnaveröld 11.- 12 janúar!Um liðna helgi fór fram æfingahelgi framtíðarhóps hj...
15/01/2025

Æfingahelgi framtíðarhóps SSÍ fór fram í Vatnaveröld 11.- 12 janúar!

Um liðna helgi fór fram æfingahelgi framtíðarhóps hjá SSÍ í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Tuttugu og átta framtíðarsundmenn tóku þátt að þessu sinni frá 8 félögum.
Markmið okkar með æfingahelgum framtíðarhóps er að fræða og hvetja upprennandi sundfólk til dáða og styrkja liðsheildina. Við vonum að þessar æfingahelgar virki hvetjandi, auki metnað hjá sundfólki til að ná árangri og að góð vinabönd myndist óháð félögum og búsetu.

Dagskráin var mjög fjölbreytt, tvær sundæfingar, þrír fyrirlestrar og hópefli. Einnig var boðið upp á fyrirlestur fyrir foreldra.

Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari með meiru hélt fyrirlestur þegar hann fór yfir
• Hvaða einkennir stoðkerfi hjá sundfólki?
• Hvað eykur afreksgetu íþróttafólks?
• Hvaða veikleikar eru hjá sundmönnum?
• Afleiðing slæmrar líkamstöðu
• Leiðir til að verða betri íþróttamaður / - kona

Ingi Þór Jónsson, Ólympíufari frá Akranesi,sagði einstaka sögu sína þar sem skilaboðin voru þau ,,að aldrei missa sjónar af því sem þig langar til að gera, leita beint fram á við og ekki horfa á erfiðleikana sem blasa við heldur möguleikana og trúa á sjálfan sig ”

Miklar þakkir eiga þjálfarar helgarinnar skilið fyrir þeirra vinnu,meira hèr:
https://www.sundsamband.is/frettir/frett/2025/01/15/Aefingahelgi-framtidarhops-SSI-for-fram-i-Vatnaverold-11.-12-januar/

Sundþjálfari óskast hjá Sunddeild AftureldingarVið erum að leita að þjálfurum til að ganga til liðs við teymið okkar fyr...
15/01/2025

Sundþjálfari óskast hjá Sunddeild Aftureldingar

Við erum að leita að þjálfurum til að ganga til liðs við teymið okkar fyrir vorið og næsta tímabil. Afturelding er með æfingahópa frá 5 ára til 16 ára og sístækkandi deild.

Æskilegt er að þjálfarar séu með íþróttafræði menntun eða sundþjálfaramentun frá SSÍ.

Áhugasamir hafi samband við formann UMFA: [email protected]

Þeir Einar Margeir Ágústsson og Guðmundur Leo Rafnsson heiðraðir fyrir fràbæran àrangur à àrinu 2024🎉Einar Margeir er íþ...
13/01/2025

Þeir Einar Margeir Ágústsson og Guðmundur Leo Rafnsson heiðraðir fyrir fràbæran àrangur à àrinu 2024🎉Einar Margeir er íþróttamaður Akraness og Guðmundur Leo íþróttamaður Reykjanesbæjar!
Innilega til hamingju strákar!

13/01/2025
09/01/2025
Reykjavík International Games 2025Nú styttist í að Reykjavíkurleikarnir í sundi hefjist í Laugardalslaug, en þeir fara f...
07/01/2025

Reykjavík International Games 2025

Nú styttist í að Reykjavíkurleikarnir í sundi hefjist í Laugardalslaug, en þeir fara fram dagana 24. - 26. janúar 2025.

Skráningarfrestur rennur út á morgun, miðvikudaginn 8. janúar og eru þjálfarar hvattir til að klára að ganga frá skráningum sem fyrst. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu mótsins: www.sundsamband.is/rig

Reykjavík International Games will take place in Laugardalslaug, Reykjavík, January 24th to 26th 2025.
We remind coaches and team leaders that the deadline for submitting final entries is tomorrow, January 8th 2025. Further information can be found on our website, www.sundsamband.is/rig

Sundsamband Íslands óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju àri🎄Með þökk fyrir glæsilegt sundár og frábært...
23/12/2024

Sundsamband Íslands óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju àri🎄
Með þökk fyrir glæsilegt sundár og frábært samstarf.

Bikarkeppni Sundsambands Íslands lauk í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í gær þar sem Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem si...
22/12/2024

Bikarkeppni Sundsambands Íslands lauk í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í gær þar sem Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í 1. deild karla og kvenna. B-lið SH vann einnig í 2. deild karla og Sundráð Íþróttabandalags Reykjavíkur var sigurvegari í 2. deild kvenna. Lið Reykjavíkur hefur því unnið sér inn keppnisrétt í 1. deild að ári.

Við óskum sundfólkinu og liðunum til hamingju með árangurinn um helgina. Eins þökkum við starfsfólki og sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag, því án þeirra væri þetta ekki framkvæmanlegt. Að lokum viljum við þakka Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar fyrir samstarfið við framkvæmd mótsins.

Lokastigastaða:



1. deild karla

Sæti Lið Stig
1 Sundfélag Hafnarfjarðar 16.670
2 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 14.300
3 Sundfélag Akraness 2.833
4 Sunddeild Breiðabliks 2.053


1. deild kvenna

Sæti Lið Stig
1 Sundfélag Hafnarfjarðar 16.049
2 Sunddeild Breiðabliks 14.939
3 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 13.832
4 Sundfélag Akraness 9.681


2. deild karla

Sæti Lið Stig
1 Sundfélag Hafnarfjarðar B 12.458
2 Sundráð Reykjavíkur 10.732
3 Sundfélag Hafnarfjarðar C 8.687
4 Sundráð Reykjavíkur B 7.317


2. deild kvenna:

Sæti Lið Stig
1 Sundráð Reykjavíkur 12.887
2 Sundfélag Hafnarfjarðar B 11.744
3 Sundráð Reykjavíkur B 10.518
4 Sunddeild Breiðabliks B 8.971

Bikarkeppni SSÍ hófst í dag. Í mótinu taka þátt fjögur lið í hverri deild. Í 1. deild karla og kvenna keppa Breiðablik, ...
20/12/2024

Bikarkeppni SSÍ hófst í dag. Í mótinu taka þátt fjögur lið í hverri deild. Í 1. deild karla og kvenna keppa Breiðablik, ÍA, ÍRB og SH. Í 2. deild karla keppa Reykjavík A og B og SH B og C. Í 2. deild kvenna keppa Reykjavík A og B, SH B og Breiðablik B.

Eftir 1. hluta leiðir Sundfélag Hafnarfjarðar í 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla en Sundráð Reykjavíkur leiðir í 2. deild kvenna. Keppni heldur áfram í fyrramálið.



Stigastaðan eftir fyrsta hluta:

1. deild karla

Sæti Lið Stig
1 Sundfélag Hafnarfjarðar 6062
2 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 5110
3 Sunddeild Breiðabliks 1302
4 Sundfélag Akraness 988


1. deild kvenna

Sæti Lið Stig
1 Sundfélag Hafnarfjarðar 5773
2 Sunddeild Breiðabliks 5297
3 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 5020
4 Sundfélag Akraness 3731


2. deild karla

Sæti Lið Stig
1 Sundfélag Hafnarfjarðar B 4639
2 Sundráð Reykjavíkur 3867
3 Sundfélag Hafnarfjarðar C 3171
4 Sundráð Reykjavíkur B 2477


2. deild kvenna:

Sæti Lið Stig
1 Sundráð Reykjavíkur 4717
2 Sundfélag Hafnarfjarðar B 4394
3 Sunddeild Breiðabliks B 3820
4 Sundráð Reykjavíkur B 3678

Nýtt Íslandsmet í morgun- 5 íslandsmet og i unglingamet á HM25 2024🎉Strákarnir okkar syntu gríðarlega vel á lokadegi HM2...
15/12/2024

Nýtt Íslandsmet í morgun- 5 íslandsmet og i unglingamet á HM25 2024🎉

Strákarnir okkar syntu gríðarlega vel á lokadegi HM25 þegar þeir settu nýtt Íslandsmet í 4x100m fjórsundi. Þeir bættu Íslandsmetið um rúmar 5 sekúndur þegar þeir syntu á tímanum 3:33,68, gamla metið var síðan 2016, 3:39,48 sett á HM25 í Windsor í Kanada. Sveitina skipuðu þeir Guðmundur Leó Rafnsson, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Símon Elías Statkevicius, þeir urðu í 23. Sæti. Virkilega góður árangur hjá strákunum.

Snæfríður Sól synti í morgun sína aðalgrein, 200m skriðsund á tímanum 1:55,48 og varð í 14. sæti. Snæfríður komst ekki áfram í úrslit þar sem reglurnar á HM25 eru þannig að það eru eingöngu 8 sem komast í úrslit í 200m greinum, en ekki 16 eins og á HM50, EM50, og EM25. Þess má geta að Íslandsmet Snæfríðar 1:54,23 hefði nægt henni inn í úrslita sundið síðar í dag. Engu að síður flottur árangur hjá Snæfríði á HM25 sem tvíbætti Íslandsmet sitt í 100m skriðsundi og varð þar í 13 sæti. Snæfríður var einnig í blönduðu boðsundsveitunum tveim sem settu Íslandsmet á mótinu. Flottur árangur hjá Snæfríði sem sýnir að hún á nóg inni, en hún bætir sig nánast á hverju móti.

Guðmundur Leó Rafnsson synti mjög vel 200m baksund og bætti tíma sinn í greininni þegar hann synti á 1:55,27, gamli tími hans var 1:55,79. Guðmundur Leó nálgast nú óðfluga 25. ára gamalt unglingamet Arnar Arnarssonar 1:54,23. Guðmundur varð í 25 sæti, virkilega fínn árangur hjá Guðmundi á fyrsta stórmóti sínu en hann er ungur að árum og á framtíðina fyrir sér.

Þá hafa íslensku keppendurnir lokið keppni á HM25 í Búdapest með virkilega fínum árangri, 5 íslandsmet, 1 unglingamet og margar persónulegar bætingar. Mótið í ár var gríðarlega sterkt en nú þegar hafa verið sett 22 heimsmet og enn er einn úrslitahluti eftir, það hafa ekki verið sett svona mörg heimsmet síðan 2014.

Sundsambandið óskar sundfólkinu til hamingju með flottan árangur á HM25 2024💪

Íslandsmet í 4x100m fjórsundi á HM25🎉Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti í morgun 50m skriðsund á tímanum 25,28 sem jafnfr...
14/12/2024

Íslandsmet í 4x100m fjórsundi á HM25🎉

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti í morgun 50m skriðsund á tímanum 25,28 sem jafnframt er þriðji besti tími hennar í greininni, hún varð í 44 sæti, besti tími Jóhönnu er 25,08.

Símon Elías Statkevicius synti einnig 50m skriðsund og synti í annað sinn undir 22. sekúndum, synti á 21,98 sem er aðeins 5/100 frá Íslandsmeti hans 21,93 sem hann setti á ÍM25 í nóvember. Símon Elías varð í 38 sæti.

Snorri Dagur Einarsson synti 50m bringusund á tímanum 27,07 sem er örlítið frá hans besta tíma 26,92 sem hann synti á ÍM25 í nóvember. Snorri varð í 39. sæti.

Þessi laugardagsmorgun endaði á að boðssundsveitin okkar í 4x100m fjórsundi blönduð sveit setti nýtt Íslandsmet, þegar þau syntu á tímanum á 3:45,01. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í þessari grein á Heimsmeistaramóti og einnig í fyrsta skipti sem islensk sveit syndir þessa grein. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leó Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Sveitin varð í 19 sæti af 35 sveitum,

Síðasti dagur mótsins er á morgun sunnudag en þá syndir Snæfríður Sól Jórunnardóttir 200m skriðsund, Guðmundur Leó Rafnsson 200m baksund og að lokum munu strákarnir okkar taka þátt í 4x100m fjórsundi karla.

Spennandi sunnudagur framundan hjá okkar fólki á HM25.

Viðtöl dagsins:
https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-island-4x100m-fjor-mixed-tx9sv

https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-snorri-d-einarsson-50m-bringa-k75yrf

https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-simon-e-statkevicius-50m-skri-4blqdf

Bæting á átta ára gömlu Íslandsmeti í 4x50m skriðsundi!HM25 byrjaði heldur betur vel hjá okkar fólki þegar þau hófu dagi...
13/12/2024

Bæting á átta ára gömlu Íslandsmeti í 4x50m skriðsundi!

HM25 byrjaði heldur betur vel hjá okkar fólki þegar þau hófu daginn á að synda boðsund, 4x50m skriðsund og setja nýtt Íslandsmet. Það voru þau Símon Elías Statkevicius, Guðmundur Leó Rafnsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem syntu á 1:34,12 og bættu tímann um tæpar tvær sekúndur og urðu í 19. sæti. Gamla metið var átta ára gamalt,sett á HM25 árið 2016.

Einar Margeir Ágústson synti 200m bringusund á tímanum 2:09,97 og varð í 27. sæti þegar hann bætti tíma sinn síðan á ÍM25 í nóvember en þá synti hann á 2:10,52.

Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund á 53,41 og varð í 51 sæti en þetta er annar besti tími hans í greininni en Íslandsmetið hans er 52,51 sem hann setti á ÍM25 í nóvember.

Flottur dagur í lauginni í dag hjá okkar fólki.

Mótið heldur áfram á morgun þegar þau Jóhanna Elín og Símon Elías synda 50m skriðsund, Snorri Dagur syndir 50m bringusund og blönduð boðsundsveit tekur þátt í 4x100m skriðsundi.

Spennandi laugardagur framundan hjá okkar fólki í Búdapest.
Viðțöl dagsins::
https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-einar-m-agustsson-200m-bringa-hawr7o

https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-birnir-f-halfdanarson-100m-flug-bualw9

https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-island-4x50m-skri-bosund-nfc5i

Flottur morgun á HM25 í dag!Vala Dís Cicero stakk sér fyrst í sundlaugina á HM25 í morgun þegar hún synti 100m fjórsund....
12/12/2024

Flottur morgun á HM25 í dag!

Vala Dís Cicero stakk sér fyrst í sundlaugina á HM25 í morgun þegar hún synti 100m fjórsund.

Hún bætti tíma sinn um tæpa sekúndu síðan á ÍM25 í nóvember. Hún synti á 1:03,06, en gamli tími hennar var 1:03,94, flott bæting hjá Völu sem varð í 29. sæti.

Einar Margeir Ágústsson synti einnig 100m fjórsund í morgun þegar hann synti á tímanum 54,36 sem er nákvæmlega sami tími og hann á. Einar varð í 20 sæti í greininni.

Mótið heldur áfram hjá okkar fólki í fyrramálið þegar við tökum þátt í boðsundi, 4x50m skriðsundi með blandaða sveit. Síðan mun Einar Margeir Ágústsson synda 200m bringusund og Birnir Freyr Hálfdánarson synda 100m flugsund.

# viðtal við Völu :https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-vala-d-cicero-100m-fjor-3ilh6d

# viðtal við Einar :https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-einar-m-agustsson-100m-fjor-z8r9t

Address

Engjavegur 6
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sundsamband Íslands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Sundsamband Íslands:

Videos

Share