![Æfingahelgi framtíðarhóps SSÍ fór fram í Vatnaveröld 11.- 12 janúar!Um liðna helgi fór fram æfingahelgi framtíðarhóps hj...](https://img5.evepla.com/081/498/1179782530814988.jpg)
15/01/2025
Æfingahelgi framtíðarhóps SSÍ fór fram í Vatnaveröld 11.- 12 janúar!
Um liðna helgi fór fram æfingahelgi framtíðarhóps hjá SSÍ í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Tuttugu og átta framtíðarsundmenn tóku þátt að þessu sinni frá 8 félögum.
Markmið okkar með æfingahelgum framtíðarhóps er að fræða og hvetja upprennandi sundfólk til dáða og styrkja liðsheildina. Við vonum að þessar æfingahelgar virki hvetjandi, auki metnað hjá sundfólki til að ná árangri og að góð vinabönd myndist óháð félögum og búsetu.
Dagskráin var mjög fjölbreytt, tvær sundæfingar, þrír fyrirlestrar og hópefli. Einnig var boðið upp á fyrirlestur fyrir foreldra.
Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari með meiru hélt fyrirlestur þegar hann fór yfir
• Hvaða einkennir stoðkerfi hjá sundfólki?
• Hvað eykur afreksgetu íþróttafólks?
• Hvaða veikleikar eru hjá sundmönnum?
• Afleiðing slæmrar líkamstöðu
• Leiðir til að verða betri íþróttamaður / - kona
Ingi Þór Jónsson, Ólympíufari frá Akranesi,sagði einstaka sögu sína þar sem skilaboðin voru þau ,,að aldrei missa sjónar af því sem þig langar til að gera, leita beint fram á við og ekki horfa á erfiðleikana sem blasa við heldur möguleikana og trúa á sjálfan sig ”
Miklar þakkir eiga þjálfarar helgarinnar skilið fyrir þeirra vinnu,meira hèr:
https://www.sundsamband.is/frettir/frett/2025/01/15/Aefingahelgi-framtidarhops-SSI-for-fram-i-Vatnaverold-11.-12-januar/