Kristniboðsvika SÍK

Kristniboðsvika SÍK Kristniboðssambandið heldur sína árlegu Kristniboðsviku dagana 23. febrúar -2.

mars. 2025 Yfirskrift vikunnar er að þessu sinni "Gerum Jesú þekktan meðal þjóðanna"

Einn af viðburðum kristniboðsvikunnar var þáttur a Lindinni þar sem Helga Vilborg Sigurjónsdóttir stýrði umræðum um kris...
06/03/2024

Einn af viðburðum kristniboðsvikunnar var þáttur a Lindinni þar sem Helga Vilborg Sigurjónsdóttir stýrði umræðum um kristniboð í fortíð,nútíð og framtíð. Fjallað var um áskoranir, tæknivæðingu heimsins ofl. Gestir þáttarins voru þau Janet Sewell, Kjartan Jónsson og Beyene Gailassie
Fyrir ykkur sem misstuð af má hlusta á þáttinn hér
Kristniboðsvika og fréttir af kristniboði

Content from Lindin, kristid utvarp

Þá er velhepnuð kristniboðsvika afstaðin þetta árið. Við þökkum öllum sem tóku þátt á einn eða annan hátt kærlega fyrir ...
06/03/2024

Þá er velhepnuð kristniboðsvika afstaðin þetta árið. Við þökkum öllum sem tóku þátt á einn eða annan hátt kærlega fyrir komuna og fyrir þátttökuna. Það söfnuðust um 800 þúsund krónur í vikunni sem fara beint í kristniboðsstarfið. Við þökkum fyrir þessar gjafir og biðjum Guð að blessa þær.
Hér eru svo nokkrar svipmyndir frá vikunni :)

Kristniboðsvikunni lýkur á morgun, sunnudaginn 3.mars  með fjölskyldusamkomu í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3...
02/03/2024

Kristniboðsvikunni lýkur á morgun, sunnudaginn 3.mars með fjölskyldusamkomu í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð kl 17
Janet og Mehran verða formlega blessuð sem sendiboðar SÍK
Við sjáum myndband frá Keníu
Margrét Jóhannesdóttir hefur hugleiðingu
Eftir samkomuna verður hægt að kaupa máltíð og njóta samfélagsins

Verð fyrir matinn:
Fullorðnir kr 2000
12-17 ára kr 500
11 ára og yngri frítt
Hámark 5000 kr á fjölskyldu
Allir hjartanlega velkomnir!

Á morgun, föstudaginn 1. mars verður unglingasamvera í Kristniboðssalnum í tilefni af kristniboðsviku með þátttöku ungme...
29/02/2024

Á morgun, föstudaginn 1. mars verður unglingasamvera í Kristniboðssalnum í tilefni af kristniboðsviku með þátttöku ungmennahópa úr ýmsum kirkjum og samfélögum. Janet og Mehran munu deila vitnisburði sínum og segja frá starfi sínu, hópur ungmenna leiðir lofgjörð. Leikir, gaman og samfélag.
Allir unglingar og ungmenni hjartanlega velkomin :)

Hlaupársdagur og kristniboðsvika í fullum gangi!Í kvöld mun Janet María Sewell, kristniboði vera með fræðsluerindi um st...
29/02/2024

Hlaupársdagur og kristniboðsvika í fullum gangi!
Í kvöld mun Janet María Sewell, kristniboði vera með fræðsluerindi um starf Lausanne hreyfingarinnar í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60, kl. 20.
Hreyfingin var stofnuð af m.a. Billy Graham fyrir 50 árum með það að markmiði að tengja og efla kristna leiðtoga um allan heim, þvert á kirkjudeildir, í boðun fagnaðarerindisins. Janet hefur undanfarin ár starfað fyrir bæði Lausanne Europe og Lausanne Global og tekur nú m.a.þátt íundirbúningi heimsþings hreyfingarinnar sem haldið verður í Seaul í S- Kóreu í haust.
Boðið verður upp á spurningar og umræður að erindi loknu og tekin vera samskot til kristniboðsstarfsins.
Allir hjartanlega velkomnir!

Kristniboðsvikan heldur áfram á morgun, miðvikudaginn 28. febrúar með samkomu í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60...
27/02/2024

Kristniboðsvikan heldur áfram á morgun, miðvikudaginn 28. febrúar með samkomu í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð.
Ræðumaður samkomunnar verður Mehran Mohammadrezai. Hann starfar sem kristniboði í London ásamt eignkonu sinni Janet Sewell og veitir hann forstöði farsimælandi söfnuði þar í borg.
Mehran mun tala á ensku en boðið verður upp á túlkun í gegnum túlkunarbúnað

Systurnar Pálína og Margrét Árnadætur leika á fiðlu og selló

Kaffi og samfélag eftir samkomuna og tekin verða samskot til kristniboðsstarfsins

Allir hjartanlega velkomnir!

Þessi viðburður er ekki eiginlegur hluti af kristniboðsviku en fyllsta ástæða til að mæla með honum.Þarna munu kristnibo...
26/02/2024

Þessi viðburður er ekki eiginlegur hluti af kristniboðsviku en fyllsta ástæða til að mæla með honum.Þarna munu kristniboðarnir okkar Janet og Mehran tala :)

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ!Vegna veikinda fellur niður  áður auglýst dagskrá sem átti að vera á Basarnum á morgun,þriðjudaginn...
26/02/2024

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ!
Vegna veikinda fellur niður áður auglýst dagskrá sem átti að vera á Basarnum á morgun,þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13
Eftir sem áður verður útsala á öllum munum Basarsins á morgun, nema á nýjum bókum og frímerkjum

Kristniboðsvikan heldur áfram á morgun mánudag 26. febrúar með útvarpsþættinum "Köllun og kraftaverk" á Lindinnni FM 102...
25/02/2024

Kristniboðsvikan heldur áfram á morgun mánudag 26. febrúar með útvarpsþættinum "Köllun og kraftaverk" á Lindinnni FM 102,9 kl. 17
Hvers vegna stundum við kristniboð? Er þetta ekki komið gott? Erum við ekki komin að endimörkum jarðar? Hverju hefur kristniboðsstarfið skilað? Hvernig höldum við áfram? Hvað hefur breyst? Hvernig mun kristniboð líta útí framtíðinni?
Til þess að ræða og reyna að svara þessum spurningum og fleirum verður Helga Vilborg Sigurjónsdóttir með góða gesti í beinni útsendingu úrhljóðveri Lindarinnar. Það verða þau Janet Sewell kristniboði í London en hún er nýútskrifuð með MA í kristniboðsfræðum þar sem lokaritgerðin hennar fjallaði m.a. um kristniboð og sýndarveruleika, Kjartan Jónsson kristniboði,prestur og doktor í mannfræði sem er nýkominn heim frá Keníu og Beyene Gailassie, vélfræðingur og ökukennari sem fæddist og ólst upp í Konsó þar sem íslenskir kristniboðar hófu starf í Eþíópíu á sjötta áratug síðustu aldar.

“Til endimarka jarðarinnar”Kristniboðsvika 25.febrúar- 3. mars 2024Sunnudagur 25.febrúar kl. 16Samkoma í KFUM og K húsin...
21/02/2024

“Til endimarka jarðarinnar”
Kristniboðsvika 25.febrúar- 3. mars 2024

Sunnudagur 25.febrúar kl. 16
Samkoma í KFUM og K húsinu Sunnuhlíð á Akureyri kl.15:30
Ræðumaður: Janet María Sewell
Janet mun einnig taka þátt í guðsþjónustu í Glerárkirkju sama dag kl. 18

Mánudagur 26.febrúar kl.16
Útvarpsþátturinn Köllun og kraftaverk á Lindinni FM 102,9
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir fær til sín góða gesti í hljóðverið þar sem spjallað verður um kristniboð út frá ýmsum sjónarhornum

Þriðjudagur 27. febrúar
kl. 13:00
Opið hús og útsala á Basarnum nytjamarkaði SÍK í Austurveri
Kl.13 verður stutt samvera þar sem Karl Jónas Gíslason segir frá starfi Basarsins

Kl. 17 í Herkastalanum við Suðurlandsbraut stendur Vinnustofa vonarinnar fyrir viðburði þar sem Janet og Mehran fjalla um kristna boðun meðal nýbúa í Evrópu undir yfirskriftinni: Eru fólksflutningar frá öðrum heimshlutum ógnanir eða tækifæri? Allir velkomnir

Miðvikudagur 28. febrúar kl. 20
Samkoma í Kristniboðssalnum
Ræðumaður: Mehran Mohammadrezai, kristniboði
Pálína og Margrét Árnadætur leika á fiðlu og selló

Fimmtudagur 29. febrúar kl. 20
Fræðslukvöld í Kristniboðssalnum
Janet María Sewell, kristniboði segir frá starfi og markmiðum Lausanne hreyfingarinnar
Tækifæri til spurninga og umræðna eftir fyrirlesturinn

Föstudagur 1.mars kl. 20
Ungmennasamvera í Kristniboðssalnum
Janet og Mehran deila vitnisburði sínum og segja frá starfi sínu.

Laugardagur 2. Mars kl. 17
Tónleikar í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Hátúni 2
Fram koma: Guðný Einarsdóttir kantor og söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar ásamt nemendum úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar,Karlakór KFUM undir stjórn Ástu Haraldsdóttur og fjölskyldan Schram/Reed. Starf kristniboðsins verður kynnt með stuttum innslögum
Aðgangur ókeypis en tekin verða samskot til kristniboðsstarf sins

Sunnudagar 3. Mars kl. 17
Fjölskyldusamkoma í Kristniboðssalnum
Janet og Mehran verða formlega sett inn og blessuð sem kristniboðar á vegum SÍK
Tekið verður stutt viðtal við þau hjónin
Margrét Jóhannesdóttir hefur hugleiðingu
Samveran er hugsuð fyrir alla fjöslkylduna og börn sérstaklega velkomin
Eftir samkomuna verður hægt að kaupa máltíð á vægu verði

KRISTNIBOÐSVIKAN HEFST Á SUNNUDAGINN!Kristniboðsvika 2024 hefst sunnudaginn 25. febrúar með samkomu í húsi KFUM og K í v...
21/02/2024

KRISTNIBOÐSVIKAN HEFST Á SUNNUDAGINN!

Kristniboðsvika 2024 hefst sunnudaginn 25. febrúar með samkomu í húsi KFUM og K í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri kl. 15:30.
Ræðumaður verður Janet María Sewell, kristniboði.
Janet og Mehran eiginmaður hennar eru kristniboðar á vegum SÍK og eru þau staðsett í London. Janet starfar fyrir Lausanne Europe en Mehran veitir forstöðu farsimælandi söfnuði í London

Janet mun einnig taka þátt í guðsþjónustu í Glerárkirkju sama dag kl. 18

Kristniboðsvikan 2024 hefst sunnudaginn kemur, 25. febrúar!Að þessu sinni byrjum við á Akureyri.Janet Sewell kristniboði...
19/02/2024

Kristniboðsvikan 2024 hefst sunnudaginn kemur, 25. febrúar!
Að þessu sinni byrjum við á Akureyri.
Janet Sewell kristniboði talar á samkomu í húsi KFUM og K í Sunnuhlíð kl. 15:30 og tekur einni þátt í guðsþjónustu í Glerárkirkju kl. 18
Allir hjartanlega velkomnir!

“Til endimarka jarðarinnar”Kristniboðsvika 25.febrúar- 3. marsSunnudagur 25.febrúar kl. 15:30Samkoma í KFUM og K húsinu ...
06/02/2024

“Til endimarka jarðarinnar”
Kristniboðsvika 25.febrúar- 3. mars

Sunnudagur 25.febrúar kl. 15:30
Samkoma í KFUM og K húsinu Sunnuhlíð á Akureyri kl.15:30
Ræðumaður: Janet María Sewell
Janet mun einnig taka þátt í guðsþjónustu í Glerárkirkju sama dag kl. 18

Mánudagur 26.febrúar kl.16
Útvarpsþátturinn Köllun og kraftaverk á Lindinni FM 102,9
Helga Vilborg fær til sín góða gesti í hljóðverið þar sem spjallað verður um kristniboð út frá ýmsum sjónarhornum

Þriðjudagur 27. febrúar kl. 13:00
Opið hús og útsala á Basarnum nytjamarkaði okkar í Austurveri
Kl.13 verður stutt samvera þar sem Karl Jónas Gíslason segir frá starfi Basarsins

Miðvikudagur 28. febrúar kl. 20
Samkoma í Kristniboðssalnum
Ræðumaður: Mehran Rezai, kristniboði

Fimmtudagur 29. febrúar kl. 20
Fræðslukvöld í Kristniboðssalnum
Janet María Sewell, kristniboði segir frá starfi og markmiðum Lausanne hreyfingarinnar

Föstudagur 1.mars kl. 20
Ungmennasamvera í Kristniboðssalnum
Janet og Mehran deila vitnisburði sínum og segja frá starfi sínu.

Laugardagur 2. Mars kl. 17
Tónleikar í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu
Fram koma: Guðný Einarsdóttir organisti,Karlakór KFUM ofl
Aðgangur ókeypis en tekin verða samskot til kristniboðsstarf sins

Sunnudagar 3. Mars kl. 17
Fjölskyldusamkoma í Kristniboðssalnum
Janet og Mehran verða formlega sett inn og blessuð sem kristniboðar á vegum SÍK
Eftir samkomuna verður hægt að kaupa máltíð á vægu verði

29/01/2024

Nú er verið að leggja lokahönd a dagskrána og verður hún birt hér og a ollum miðlum SÍK í vikunni 😊

Address

Háaleitisbraut 58-60
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kristniboðsvika SÍK posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Kristniboðsvika SÍK:

Share