01/01/2024
Þáttaskil í sögu Blómatorgsins
---------------------------------
Frá árinu 1949 hefur Blómatorgið verið í eigu sömu fjölskyldunnar, rekið af alúð og natni hverju sinni og kynslóðir alist upp bakvið búðarborðið með bros á vör og blóm í vasa.
Nú er hins vegar komið að leiðarlokum. Með dásamlegar minningar í farteskinu óskum við nýjum eigendum velgengni og farsældar og vonum að viðskiptin haldi áfram að blómstra.
Fjölskylda Sigurðar Þóris Sigurðssonar heitins, blómakaupmanns í Blómatorginu, þakkar viðskiptin, vináttu og hlýhug á liðnum áratugum og kveður með stolti Birkimel 3.
Á meðfylgjandi mynd er Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, fyrrum eigandi Blómatorgsins, að afhenda lyklana Hafdísi Fjólu Ásgeirsdóttur fyrir hönd nýs eigenda Dags Jóhannssonar