Winfried Bönig - Síðdegistónleikar á Alþjóðlegu orgelsumri 2018
Við streymum frá síðdegistónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju, þar sem Winfried Bönig, aðalorganisti dómkirkjunnar í Köln, leikur valin verk. Tónleikarnir byrja kl.17:00 og standa yfir í um klukkustund. Streymi frá tónleikunum er í boði Listvinafélags Hallgrímskirkju og Leitandi.is
Kitty Kovács - Alþjóðlegt Orgelsumar 2018
Við streymum í dag frá Alþjóðlegu Orgelsumri í Hallgrímskirkju, þar sem organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum, Kitty Kovács leikur á hádegistónleikum. Tónleikarnir eru í boði Listvinafélags Hallgrímskirkju og Leitandi.is
Við streymum frá tónleikum í Hallgrímskirkju, en þar leikur Elísabet Þórðardóttir organisti við Kálfatjarnarkirkju verk eftir Mendelssohn, Gigout, Widor og Vierne (Carillon de Westminster).
Elísabet Þórðardóttir (IS) organist of Kálfatjarnarkirkja on the Reykjanes Peninsula plays works of Mendelssohn, Gigout, Widor and Vierne (Carillon de Westminster).
Elísabet Þórðardóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum árið 2001 og voru kennarar hennar þar Ragnar Björnsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Árin 2001–2004 lagði hún stund á framhaldsnám í píanóleik við Musikhochschule Luzern í Sviss. Elísabet hóf nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 2012 og lauk þaðan kantorsprófi í maí 2017 og einleikaraáfanga vorið 2018 undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Hún hefur starfað sem píanókennari og undirleikari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar síðan 2006, verið organisti Kálfatjarnarkirkju frá 2012 og meðfram því organisti í hlutastarfi við Laugarneskirkju frá 2017.
Elísabet Þórðardóttir studied the piano and graduated from the New Music School in Reykjavik in 2001 with Rögnvaldur Sigurjónsson and Ragnar Björnsson as principal teachers. 2001-2004 she studied at the “Musikhochschule Luzern” in Switzerland. In 2012 Elísabet began her studies as a church musician at the National Church School of Music under the guidance of Björn Steinar Sólbergsson with graduation in the spring of 2017 and soloist diploma in 2018. Since 2006 Elísabet has taught the piano at the Hafnarfjörður Music School as well as providing accompaniment. She has been the organist of Kálfatjarnarkirkja church on the Reykjanes peninsula since 2012 and since 2017 also a part-time organist at Laugarneskirkja church in Reykjavík.
Síðdegistónleikar með Birni Steinari Sólbergssyni
Hinir vinsælu og vel sóttu sumartónleikar, sem nú eru haldnir 26. sumarið í röð. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 17:00 (klukkustund) og fimmtudags- og laugardagshádegi kl. 12:00 (hálftími). Á Alþjóðlegu orgelsumri 2018 koma fram konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum: 23. júní kl. 12.00 og 24. júní kl. 17.00: Björn Steinar Sólbergsson, Hallgrímskirkju, Reykjavík
Björn Steinar Sólbergsson á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju
Í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju og Leitandi.is, þá sýnum við í beinni útsendingu frá hádegistónleikum Björns Steinars Sólbergssonar, organista í Hallgrímskirkju, sem byrja kl. 12:00 í Hallgrímskirkju, laugardaginn 23.júní. Tónleiklarnir eru hluti af alþjóðlegu orgelsumri sem Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir.
Hádegistónleikar Cantum Scholare í Hallgrímskirkju
Í samstarfi við Cantum Scholare, kór Hallgrímskirkju, Listvinafélag Hallgrímskirkju og Leitandi.is, þá streymum við beint frá hádegistónleikum Cantum Scholare í dag, fimmtudag 20.júní. Vonum að þið njótið þessara fallegu tóna.