15:15 Tónleikasyrpan

15:15 Tónleikasyrpan 15:15 tónleikasyrpan í Breiðholtskirkju
heldur utan um sjálfstætt tónleikahald tónlistarfól Miðasala er við innganginn.

15:15 Tónleikasyrpan er tónleikaröð sem heldur utan um sjálfstætt tónleikahald tónlistarfólks á Reykjavíkursvæðinu. Röðin er vettvangur grasrótar í tónlist, þar sem tónlistarmenn geta flutt þá tónlist sem þeim er hugleikin án tillits til markaðshyggju eða skoðanna annara á þeirra verkefnavali. Tónleikasyrpan hóf göngu sína í Borgarleikhúsinu í feb. 2002 en flutti síðan aðsetur sitt í Norræna húsi

ð. Földi frábærra tónlistarmanna hefur komið fram í 15:15 tónleikasyrpnni frá upphafi.Veturinn 2014-2015 verða als haldnir 10 tónleikar með mjög spennandi og fölbreytilegum efnisskrám. Miðaverð er 2000 en 1000 fyrir eldri borgara, öryrka og námsmenn.

Velkomin í Neskirkju kl. 15:15🌞
01/06/2024

Velkomin í Neskirkju kl. 15:15🌞

01/06/2024

Tónleikar í dag 1. júní kl. 15:15
í
Neskirkju

20/03/2024
14/03/2024

Tónleikarnir laugardaginn 16. mars verða í Neskirkju við Hagatorg

Til hamingju með tónleikana 🎶🎶🎶
09/03/2024

Til hamingju með tónleikana 🎶🎶🎶

Sjáumst í dag!!
09/03/2024

Sjáumst í dag!!

Innilega til hamingju með tónleikana í dag Pamela De Sensi og Katia Catarci💐
10/02/2024

Innilega til hamingju með tónleikana í dag Pamela De Sensi og Katia Catarci💐

Gítarsnillingurinn Irene Kalisvaart er klár í mjög spennandi tónleika í Breiðholtskirkju kl. 15.15. Upplagt að lyfta sér...
16/09/2023

Gítarsnillingurinn Irene Kalisvaart er klár í mjög spennandi tónleika í Breiðholtskirkju kl. 15.15. Upplagt að lyfta sér upp með fögrum gítartónum í slagveðrinu 😃

02/02/2023

Við leitum að ungum söngvurum í glænýtt verkefni!

Það er okkur sönn ánægja að vekja athygli á hinu nýja samstarfsverkefni Herning Opera Festival og Óperudaga. Í haust mun 30 ungum söngvurum og söngnemum í háskólanámi, bjóðast að taka þátt í NÝJA NORRÆNA ÓPERUKÓRNUM (New Nordic Opera Choir) í Danmörku og á Íslandi. Verkefnið er launað og allur ferða- og uppihaldskostnaður greiddur af skipuleggjendum.

Verkefnið er rausnarlega styrkt af A.P.- sjóðnum í Danmörku og mun standa yfir frá 2023-2025. Hægt er að taka þátt í eitt ár eða lengur.

Sækið um fyrir 21. mars - frekari upplýsingar er að finna hér á þessari síðu:

https://denjyskesangskole.dk/new-nordic-operachoir/?fbclid=IwAR3eLVV22T1ZYrw0bs7OjcAHfNmfMhJ8dAa_3U3Iy_Z9-DxX_Rarry7h-no

Fróðleikur um tónleikana 28. janúar:
20/01/2023

Fróðleikur um tónleikana 28. janúar:

Mikil rannsóknavinna liggur að baki tónleikunum þann 28. janúar næstkomandi. Hver var þessi Lucrezia og hvað er svona merkilegt við mótettusafnið Componimenti musicali?

Lucrezia Orsina Vizzana fæddist inn í velstæða yfirstéttarfjölskyldu í ítölsku borginni Bologna árið 1590. Samkvæmt heimildum lést móðir hennar 19.apríl 1598 og í nóvembermánuði sama ár greiddi faðir hennar dágóða peningasummu til Santa Christina klaustursins í Bologna. Sennilega varð móðurmissirinn valdur að því að faðir Lucreziu valdi að senda yngstu börn sín í klaustur, þær Verginiu 11 ára og Lucreziu sem var tæplega 8 ára gömul. Þetta var úrræði sem var stundað af virðulegum fjölskyldum á á Ítalíu á þessum tíma; í stað þess að gefa dætur sínar hátt settum borgurum og borga háar fjárhæðir í heimanmund voru stúlkur sendar í klaustur án þeirra samþykkis þar sem nægði að greiða ríflegan styrk til klaustursins til þess að tryggja þeim húsaskjól, uppihald og oft góða menntun. Árið 1590 voru íbúar Bolognaborgar um 59.000 og þar af bjuggu 2.480 í klaustrum sem gera 4,2 prósent af heildaríbúatölu borgarinnar. Lucrezia og eldri systir hennar Verginia voru í hópi þeirra kvenna sem hlutu þau örlög að eyða ævi sinni innan veggja klaustra Bolognaborgar. Það voru ef til vill ekki alslæm örlög þar sem í klaustrunum fengu konur af góðum ættum tækifæri til að hljóta haldgóða menntun sem þær hefðu annars ekki fengið hefðu þær gengið í hjónaband og sinnt heimili og barneignum.

Klaustrið Santa Christina var þekkt fyrir öflugt tónlistarstarf og fólk kom víða að til að hlýða á söng, hljóðfæraslátt og tónsköpun nunnanna. Það kom fljótlega í ljós að Lucrezia Vizzana var gædd óvenjulegum tónlistarhæfileikum. Hún naut góðrar tónlistarmenntunar í klaustrinu, varð organisti og söngkona og skrifaði tónverk fyrir reglusystur sínar. Árið 1623 voru gefnar út eftir hana 20 mótettur í Feneyjum undir heitinu Componimenti musicali de motetti concertati a 1 e più voci sem er eina mótettusafnið frá fyrri hluta 17. aldar sem varðveist hefur og vitað er að er eftir kventónskáld. Á síðari árum hafa fundist í skjalasöfnum Bolognaborgar heimildir um 150 kventónskáld og tónlistarkonur en mótettusafn Lucreziu Vizzana virðist vera eina safnið sem vitað er að hafi verið gefið út opinberlega.

Verkin eru mótettur með fylgibassa; aðallega einsöngsmótettur, nokkrir dúettar, ein mótettan er fyrir þrjár raddir og ein fyrir fjórar raddir. Verkin eru undir greinilegum áhrif frá stile moderno, tónsmíðaaðferð sem einkenndi ítalska tónlist um og eftir árið 1600. Helstu einkennin eru nákvæmlega útskrifaðar virtúósískar skreytingar sem eru til áherslu í textanum, línur sem eru eins og upphrópanir og gegna sama hlutverki, hliðskipaðir krómatískir hljómar í þríundum og ekki síst, tjáningarríkar ómstríður sem leystar eru upp með stökkum. Öll þessi stílbrögð gæti Lucrezia Vizzana hafa lært af verkum sem bárust til hennar með tónlistarkennurum hennar og voru eftir tónskáld á borð við Monteverdi sem var helsti forsprakki stile moderno. Á þessum tíma fór bassafylgiröddin einnig að láta á sér kræla en hún varð eitt helsta einkenni barokksins. Vizzana notar einmitt fylgiröddina óspart í verkum sínum.

Textarnir eru úr ýmsum áttum. Um helmingur þeirra er af óþekktum uppruna en hinn helmingurinn er tekinn upp úr biblíu eða trúartextum kaþólskra. Lucrezia Vizzana gæti hafa skrifað óþekktu textana sjálf, fengið einhvern til að skrifa þá eða fengið þá frá reglusystrum sínum í klaustrinu. Nokkur þemu ganga eins og rauður þráður gegnum textana: Meydómur, hreinleiki, traust, trú, ljós (ljós heimsins), sakramenti altarisgöngunnar (hold og blóð Krists) og þrá eftir því að þiggja sakramentið, agi og reiði Guðs, píslarsaga Krists, tónlist, hljóðfæri og dýrlingar (St. Romuals, St Christina, St Benedikt, María guðsmóðir). Nokkrir textanna eru teknir beint úr Davíðssálmunum og eins er einn textanna fenginn úr einni af apókrýfu bókum Biblíunnar (Maccabeus). Margar hliðstæður eru við ljóðmæli heilagrar Theresu, og er mótettan Amo Christum eða Ég ann Kristi dæmi um það en hún er afar innilega og lýsir Kristi sem heilögum brúðguma sem nunnan vígist þegar hún gefur heit sitt. 11 mótettur eru bænir sem lýsa þrá tónskáldsins til að tala beint við Guð en ekki gegnum kirkjunnar menn. Textarnir og textavalið gefa okkur ennfremur innsýn inn í viðburði í lífi nunnanna td. listaverk sem hanga á veggjum klaustursins, viðbyggingar sem eru reistar, flókna pólitík og samskipti innan klaustursins og átök nunnanna við yfirboðara sína innan kirkjunnar.

Nunnurnar í Santa Christina-klaustrinu virðast hafa þótt full sjálfstæðar og frelsisþyrstar að mati biskupa og kardinála kaþólsku kirkjunnar á Ítalíu, því um það leyti sem ferill Lucreziu Vizzana stóð sem hæst var send í klaustrið rannsóknarnefnd á vegum kirkjunnar til þess að bæla niður uppreisnaröldu sem þá reið yfir íbúa klaustursins. Meðal annars átti að banna nunnunum að skrifa og spila fjölradda tónlist og hljóðfæratónlist til að nota í lofgjörð sinni. Þetta umrót í klaustrinu hafði varanleg áhrif á tónskáldið og heimildir herma að hún hafi hætt tónsköpun vegna þess og þjáðst af geðrænum veikindum undir það síðasta.

Componimenti Musicali er lifandi minnisvarði um um líf, sköpunarkraft og tjáningu tónskáldsins Lucreziu Vizzana og á fullt erindi við nútíma áheyrendur.

Diljá Sigursveinsdóttir
Ásta Sigríður Arnardóttir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Guðný Einarsdóttir
Helga Aðalheiður Jónsdóttir
Anna Huga tónlistarmaður/musician
Sigurður Halldórsson
15:15 Tónleikasyrpan

04/12/2022

Tix.is er nýr miðasöluvefur sem selur miða á lifandi viðburði

KIMI mætir til leiks 3. desember!
01/11/2022

KIMI mætir til leiks 3. desember!

Flautan, víólan og ástaróbóiðVelkomin á fyrstu tónleika haustsins í 15:15 tónleikasyrpunni laugardaginn þann 15. október...
07/10/2022

Flautan, víólan og ástaróbóið
Velkomin á fyrstu tónleika haustsins í 15:15 tónleikasyrpunni laugardaginn þann 15. október klukkan fimmtán fimmtán að vanda.

Address

Þangbakki 5
Reykjavík
109

Opening Hours

15:15 - 16:30

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when 15:15 Tónleikasyrpan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to 15:15 Tónleikasyrpan:

Share



You may also like