Viðburðaríkt ehf.

Viðburðaríkt ehf. Viðburðir ehf. er fyrirtæki sem skipuleggur viðburði og býður upp á ráðgjöf í viðburðastjórnun og rannsóknum í tengslum við viðburði.

er fyrirtæki á sviði viðburðastjórnunar og rannsókna á viðburðum. Fyrirtækið skipuleggur og heldur viðburði, auk þess að bjóða upp á ráðgjöf varðandi framkvæmd viðburða og rannsóknir á áhrifum þeirra. Þá vinnur fyrirtækið að kennslu á sviði viðburða og ferðaþjónustu. Forsvarsmaður fyrirtækisins er Áskell Heiðar Ásgeirsson, fyrrverandi sviðsstjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og upphafsmaður og

annar umsjónarmanna tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar og einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Drangey Music Festival. Þá er Heiðar fyrrum framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna. Auk Heiðars hefur fyrirtækið tengsl við fagfólk á öllum sviðum viðburðastjórnunar sem tekur þátt í verkefnum fyrirtækisins.
Áskell Heiðar hefur unnið við ferðamál, menningarmál, kynningarmál og skipulag viðburða árum saman, bæði fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og á eigin vegum. Hann er með MA gráðu frá Háskólanum á Hólum og Leeds Beckett University í ferðamálum og viðburðastjórnun. Heiðar kennir viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og við Ferðamáladeild Háskóla Íslands. Heiðar er ennfremur framkvæmastjóri Sýndarveruleika ehf. sem rekur sýninguna 1238 : The Battle of Iceland á Sauðárkróki.

Tilraunaverkefnið Heima í stofu var haldið á Króknum í gærkvöldi.  Mjög skemmtilegt kvöld, yndislegir gestgjafar, frábær...
01/05/2024

Tilraunaverkefnið Heima í stofu var haldið á Króknum í gærkvöldi. Mjög skemmtilegt kvöld, yndislegir gestgjafar, frábært tónlistarfólk, veðrið fínt og ekki annað að sjá en að þeir góðu gestir sem mættu væru kátir með framtakið.
Miðað við aðsókn var þetta hins vegar ekki það sem vantaði í Sæluvikuna, en það var gaman að prófa þetta.
Kærar þakkir til ykkar sem komuð og keyptuð miða og ekki síst til Uppbyggingarsjóðs NV sem styrkti verkefnið.

Heima í stofu eftir viku!Nú er vika í að nokkrir frábærir Króksarar bjóði tónlistarfólki og gestum heim í stofu (eða bíl...
23/04/2024

Heima í stofu eftir viku!
Nú er vika í að nokkrir frábærir Króksarar bjóði tónlistarfólki og gestum heim í stofu (eða bílskúr eða bílaverkstæði!)
Hér kemur skipulag kvöldsins, til hvers að hafa það einfalt þegar hægt er að hafa það pínu flókið 😆
Nú er bara að plana kvöldið vel, ákveða hvaða listafólk þið viljið sjá hvenær og hvaða gestgjafa þið viljið heimsækja!
Svo verður hægt að sjá allt listafólkið á Kaffi Krók í eftirpartýi þar.
Það eru enn til miðar, en eins og gefur að skilja þegar boðið er til tónleika heima í stofu þá er framboð takmarkað.
Miðasala hér: https://app.glaze.is/t/OcjbxY5mJiAFb1OYgB6a

Miðasala hafin á heimatónleika!Þá er miðasala á tónleikana heima í stofu komin á fullt - kíkið á www.feykir.is og smelli...
09/04/2024

Miðasala hafin á heimatónleika!
Þá er miðasala á tónleikana heima í stofu komin á fullt - kíkið á www.feykir.is og smellið á auglýsinguna - þá færist þið beint inn á miðasöluna! Miðinn kostar 5.900 og gildir á alla tónleikana sem fram fara á s*x heimilinum kvöldið 30. apríl. Og líka í lokapartý sem verður betur auglýst síðar.
Nánari upplýsingar um staðsetningar og tímasetningar koma svo eftir miðjan mánuðinn.
Endilega tryggið ykkur miða, miðafjöldi er takmarkaður!

Viðburðaríkt ehf. kynnir:Nýung í Sæluviku á SauðárkrókiHeimatónleikar á Króknum 30. apríl – Jónas Sig meðal flytjendaVið...
15/03/2024

Viðburðaríkt ehf. kynnir:
Nýung í Sæluviku á Sauðárkróki
Heimatónleikar á Króknum 30. apríl – Jónas Sig meðal flytjenda
Viðburðaríkt ehf. á Sauðárkróki stendur fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki í komandi Sæluviku, nánar tiltekið þriðjudaginn 30. apríl. Um er að ræða svokallaða heimatónleika, tónleika sem fara fram í heimahúsum eða á öðrum óhefðbundnum tónleikastöðum. Fyrirkomulagið er þannig að 6-8 flytjendur halda 12 stutta tónleika á 6 stöðum á einu kvöldi. Gestum býðst að kaupa einn aðgöngumiða sem gildir á alla þessa tónleika sem munu hefjast á mismunandi tímum til að gefa gestum kost á að sjá sem flesta. Í lok kvöldsins sameinast svo allt listafólkið á einn stað á lokatónleikum. Um er að ræða tónleikaform sem er mjög þekkt erlendis og hefur verið prófað hérlendis undanfarin ár, m.a. í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akranesi. Og nú er komið að Sauðárkróki.
Fljótlega verður opinberað í hvaða heimahúsum verður leikið og hvaða listafólk mun koma fram, en þó er hægt að staðfesta að Jónas Sigurðsson verður þar á meðal, auk listafólks frá Skagafirði. Áhersla verður lögð á flutning á frumsömdu efni.
Að tónleikunum stendur Áskell Heiðar Ásgeirsson sem hefur mikla reynslu í tónleikahaldi og hefur m.a. staðið fyrir Drangey Music Festival hér í Skagafirði og Bræðslunni á Borgarfirði eystra. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.
Forsala hefst innan skamms og verður hún kynnt vel þegar þar að kemur. En þangað til er um að gera að taka þriðjudaginn 30. apríl frá fyrir fjölbreytta tónlistarupplifun.

Bræðslan 2024!
07/03/2024

Bræðslan 2024!

Kæru vinir! Það er með gríðarlegu stolti sem við kynnum listafólk sumarsins.
Miðasalan hefst 3.apríl á breadslan.is
Sjáumst í sumar!

Bræðslan 2023 geriði svo vel - miðasala hefst á föstudaginn!
07/03/2023

Bræðslan 2023 geriði svo vel - miðasala hefst á föstudaginn!

Við kynnum með stolti dagskrá Bræðslunnar 2023. Miðasalan hefst á föstudaginn á www.braedslan.is

16/09/2022
24/09/2021
Vegna stöðunnar í Covid faraldrinum telja aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Drangey Music Festival sumarið 2021 ekki ré...
14/05/2021

Vegna stöðunnar í Covid faraldrinum telja aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Drangey Music Festival sumarið 2021 ekki réttan tíma fyrir endurkomu hátíðarinnar, en ráðgert var að endurvekja hana á komandi sumri. Hátíðin var síðast haldin á Reykjum á Reykjaströnd sumarið 2017.
Stefnt er á endurkomu hátíðarinnar sumarið 2022.

Address

Sauðárkrókur
550

Telephone

+3548626163

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Viðburðaríkt ehf. posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Viðburðaríkt ehf.:

Share

Category


Other Event Planners in Sauðárkrókur

Show All