09/08/2022
Skipuleggjendur Gardenparty hafa tekið þá erfiðu ákvörðun að aflýsa viðburðinum sem fyrirhugaður var í Laugardalnum 13 ágúst. Nokkrar ástæður eru fyrir því.
Sú fyrsta og kannski hin augljósa. Veður undanfarnar vikur hefur ekki verið uppá marga fiska. Hugmyndin af Gardenparty, er sumar, sól og stemning. Samkvæmt tölulegum upplýsingum þá er þetta eitt mesta rigningar sumar í Reykjavík síðan mælingar hófust. Veðurspá vikunnar er rigning, og það hefur í för með sér blautt og viðkvæmt gras, sem mun þola illa uppsetningu á þungum tækjum og þolir illa fjölda fólks, og þar af leiðandi getum ekki byrjað uppstillingu á viðburðinum í tíma.
Einnig hefur miðasala verið dræm enda hefur hún verið í takti við veður og veðurspá.
Því fannst okkur ekki ábyrgt af okkur af fara af stað í jafn stórt verkefni og þetta og taka þá fjárhagslega áhættu sem því fylgir. Við biðjumst velvirðinar á þessu.
Sjáum til hvað setur næsta „sumar“
Þeir sem hafa þegar keypt sér miða, bendum við á að hafa samband við tix.is varðandi endugreiðslu
Kv
Gardenparty