24/07/2024
Heimspeki er líklega það hagnýtasta sem ég hef um ævina lært. Hún kemur alltaf að gagni. Það verður gaman að halda fyrstu hátíð hagnýtrar heimspeki á Þingeyri í ágúst. Í Bæjarsins besta fjalla ég um hátíðina og hvaða gagn heimspekin getur gert.
Hvernig væri að skella sér vestur, njóta lífsins í dýrlega Dýrafirði og taka þátt í samræðum um hvað gerir gott samfélag.
Hagnýt heimspeki verður á dagskrá í Skelinni á Þingeyri dagana 9.-10. ágúst undir yfirskriftinni Skelin Festival of Applied Philosophy. En hvað er hagnýt heimspeki og fyrir hver eru hún? Til að for…