Hallbjörg Bjarnadóttir: Heiðurstónleikar

Hallbjörg Bjarnadóttir: Heiðurstónleikar Tónleikar til heiðurs Hallbjörgu Bjarnadóttur í boði Rótarýklúbbs Akraness og Tónlistarsk?

TÓNLEIKAR TIL MINNINGAR UM HALLBJÖRGU BJARNADÓTTURHallbjargartónleikunum sem vera áttu 4. nóvember í Tónlistarskóla Akra...
16/02/2022

TÓNLEIKAR TIL MINNINGAR UM HALLBJÖRGU BJARNADÓTTUR

Hallbjargartónleikunum sem vera áttu 4. nóvember í Tónlistarskóla Akraness var frestað vegna samkomutakmarkana.

Nú hefur verið ákveðið að halda þá 6. mars klukkan 20 í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness.

Miðar fást í bókaversluninni Penninn Eymundsson á Akranesi og einnig verða seldir miðar við innganginn ef enn verða einhver sæti laus.

Þau sem keyptu miða í haust og nota þá ekki 6. mars geta skilað þeim og fengið þá endurgreidda í bókaversluninni.

18/09/2021

HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR: HEIÐURSTÓNLEIKAR

Hallbjörg Bjarnadóttir (1915-1997) var frumkvöðull í djasstónlist á Íslandi. Rödd hennar vakti athygli víða og hún starfaði bæði hér á landi og í Danmörku og Bandaríkjunum.

Hallbjörg ólst upp á Akranesi og því er vel við hæfi að bæjarbúar haldi minningu hennar á lofti. Þess vegna efna Rótarýklúbbur Akraness og Tónlistarskólinn á Akranesi til tónleika henni til heiðurs á vökudögum haustið 2021.

Tónleikarnir verða þann 4. nóvember klukkan 20 Tónbergi, sal tónlistarskólans.

Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Andrea Gylfadóttir, Brynja Valdimarsdóttir, Jónína Björg Magnúsdóttir, Þorleifur Gaukur Davíðsson, Eðvarð Lárusson, Óskar Þormarsson, Valdimar Olgeirsson og nemendur Tónlistarskóla Akraness.

Kostnaður vegna tónleikanna er að hluta greiddur af Verkefnasjóði Rótarý á Íslandi og Rótarýklúbbi Akraness og þess vegna er miðaverð aðeins 1.000 krónur.

Miðar verða seldir í versluninni Penninn Eymundsson við Dalbraut 1 á Akranesi.

Address

Tónberg
Akranes
300

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hallbjörg Bjarnadóttir: Heiðurstónleikar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Nearby event planning services


Other Performance & Event Venues in Akranes

Show All

You may also like