Verið að hita upp fyrir Nótutónleika sem verða á eftir -beint streymi fyrir þá sem ekki komast!
Allt að verða klárt fyrir listsýningar Vökudaga!
Verið að prufa salinn— endurbótum alveg að ljúka!
Opni dagurinn hafinn
Opni dagurinn er hafinn!! Tónlistarveisla í Tónlistarskólanum til klukkan 17.
Dixon-oktettinn, samspilshópur Eðvarðs Lárussonar fór frægðarför í Hörpu til að koma fram á lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna. Þau gerðu sér lítið fyrir og fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning. Þau voru í framhaldinu eitt 10 atriða sem voru tekin upp af RÚV til að koma fram í sjónvarpsþætti um Nótuna 2017. Hér má sjá viðvaningsupptöku skólastjórans sem er eins og aðrir starfsmenn Tónlistarskólans stoltur af frammistöðu nemendanna. Betri mynd- og hljóðgæða er að vænta á RÚV í fyllingu tímans en flutningurinn er flottur!
Landsmóti skólalúðrasveita lauk með tónleikum í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á sunnudaginn. 200 unglingar víðsvegar að af landinu léku þar af hjartans list eftir spennandi, fræðandi og skemmtilegt mót. Tónlistarskólinn á Akranesi sá um framkvæmdina fyrir SÍSL (Samband íslenskra skólalúðrasveita). Foreldrar nemenda við Tónlistarskólann tóku að sér ýmsa nauðsynlega verkþætti. Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag.
Smá upphitun fyrir tónleikana annað kvöld :) Verði Bítl!
Þær vildu fá að spila smá fyrir skólastjórann.
Jólatónleikar TÓSKA 2015
Á jólunum er gleði og gaman! :)
Jólatónleikaröðin okkar er að hefjast og svona verður dagskráin:
2.desember kl.18
3.desember kl.18
8.desember kl.18
14.desember kl.17 <-- !Kakó og piparkökur! :)
15.desember kl.18
17.desember kl.17 Forskólajól.
Tónleikar rytmískrar söngdeildar fös. 23. október
Jæja, nú fer vetrarfríinu að ljúka og ætlum við að hefja seinni helming annarinnar af krafti - það er rytmíska söngdeildin sem hefur leikinn í anddyri tónlistarskólans á föstudagskvöldið! :)
Tónfundur 5. október
Nú fer að styttast í fyrsta tónfund vetrarins, en hann verður næsta mánudag kl. 18:00 í Tónbergi :)
Lög eftir Bítlana, Katy Perry, John Williams (Star Wars) og fleiri verða á boðstólum... og að sjálfsögðu - allir velkomnir ;)
Hlökkum til að sjá ykkur!