Lífið er yndislegt
– Ég veit þú kemur... –
Undanfarin ár höfum við Eyjamenn og okkar hollustu vinir, komið saman í Eldborgarsal Hörpu í sannkallaðri tónlistarveislu og að auki notið þess að hitta gamla ættingja og vini, fólk sem við höfum jafnvel ekki séð í áraraðir.
Í hvert sinn hefur verið uppselt og gestir farið alsælir heim
Enn er Eyjmönnum boðið til veislu í Hörpu.Laugardagskvöldið 24.
janúar næstkomandi bjóðum við til enn einnar veislunnar. Í þetta skiptið er reyndar ekkert eitt þema, við einfaldlega bjóðum gestum upp á allar bestu dægurlagaperlurnar sem við kennum við Eyjar. Flytjendurnir eru heldur ekki af verri endanum; Björgvin Halldórsson, Páll Óskar, Sigríður Beinteinstóttir, Bjartmar Guðlaugsson, Sverrir Bergmann, Hreimur Örn, Kristján Gísla, Silja Elsabet, Sunna Guðlaugs, Alexander Jarl og Óskar Einarsson ásamt meðlimum úr Gospelkór Reykjavíkur og söngkonunum Ölmu Rut og Ernu Hrönn. Hljómsveitina, sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stýrir, skipa þeir Eiður Arnarsson á bassa, Birgir Nielsen á trommur, Jón Elfar Hafsteinsson á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð og harmonikku, Sigurður Flosason á saxafón, flautur og slagverk og Kjartan Hákonarson á trompet og Þorvaldur Bjarni sjálfur á gítar. Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar og hljómsveitinni Logum, sem mun án efa ylja mörgum gömlum Eyjamönnum um hjartaræturnar.
Það er því óhætt að lofa ríkulegri Eyjastemningu í Eldborgarsal Hörpu meðan á tónleikunum stendur, en ekki síður áður en þeir hefjast, í löngu hléi og á eftir, þegar þeir sem enn hafa úthald halda á veitingastaðinn SPOT og skemmta sér þar í Þjóðhátíðargírnum fram á rauða nótt.Líklega er þetta eitt stærsta árganga- og ættarmót landsins og hefur verið mikil uppspretta dýrmætra upprifjana á minningarbrotum tengdum Eyjunum. Vonandi verður svo áfram því það er svo mikilvægt að halda vel utan um söguna okkar. Samfélagssagan er ekki síst fólgin í fallegum sögubrotum úr lífi fólksins sem annaðhvort býr eða bjó í Eyjum og á þaðan dýrmætar minningar. Miðasala hefst föstudaginn 31.október á midi.is, harpa.is og í miðasölu Hörpu í síma 528-5050. Allar frekari upplýsingar veitir Bjarni Ólafur í síma 896-6818 eða [email protected]. Einnig finnur þú viðburðinn á Facebook, Lífið er yndislegt - Ég veit þú kemur.