Stofnandi og eigandi Eitt lag enn er Bubbi Morthens og er hann framkvæmdastjóri félagsins. Markmiðið er að halda viðburði af ýmsu tagi s.s tónleika, leiksýningar, fjölskylduviðburði o.þ.h. Eitt lag enn heldur utan um alla viðburði Bubba Morthens í samvinnu við prime sem hefur verið umboðsskrifstofa Bubba frá árinu 2002. Einnig verður leitað fanga með fleiri viðburði a næstu misserum. Bubbi hefu
r langa og verðmæta reynslu af tónlistarheiminum og er í senn einn mesti brautryðjandi í Íslenskri tónlist undanfarna áratugi og án efa stærsti og afkastamesti tónlistamaður þjóðarinnar . Enginn hefur sent frá sér meira magn af tónlist en hann á Íslandi og fáir hafa haldið jafn marga tónleika og hann í gegn um tíðina. Má því fastlega reikna með að Eitt lag enn muni verða fyrirferðamikið á vettvangi lista á næstu árum
Við hlið Bubba verða 2 ráðgjafar og hlutastarfsmenn. Þeir eru
Jóhann Örn Ólafsson. Hann hefur getið sér afar gott orð bæði sem kynningarstjóri Bylgjunnar og önnur af aðalrödd 365 rétt á hæla Björgvins Halddórssonar. Jói eins og hann er alltaf kallaður, er maðurinn á bak við flesta "treilera Bylgjunnar" og hefur verskýrt ótal viðburðum í gegn um árin bæði fyrir 365 og svo sjálfstætt. Hann rekur og dansskóla ásamt konu sinni og hafa þau meðal annars komið öðrum fremur Zumba dansinum til landans. Páll Eyjólfsson umboðsmaður Bubba og eigandi umboðsskrifstpofunnar prime. Hann hefur haldið um stjornvölinn á fjöldanum öllum af viðburðum auk þess að koma að samningsgerð og ráðgjöf til listamanna hvað varðar útgáfu-og leyfissamninga utan um tónlist þeirra. Þá hefur Palli komið nálægt fjöldanum öllum af hljomsveitum og listamönnum. Fyrir utan að vera umboðsmaður Bubba þá heldur hann utan um hagsmuni Jóns Jónsssonar og er í sérverkefnum fyrir t.a.m Pétur Jóhann Sigfússon, Kaleo, of Papana.