28/11/2023
Fullveldishátíð 1. desember í Árbæjarsafni
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík tekur þátt í dagskrá í tilefni af fullveldi Íslands 1918.
Dagskráin fer fram í Árbæjarsafninu og hefst klukkan 18:00 föstudaginn 1. desember.
Félögin sem taka þátt auk FHUR, eru Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Danshópurinn Sporið, Kvæðamannafélagið Iðunn og Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Aðgangur er ókeypis.
Félögin verða í Lækjargötu 4 (sem einu sinni var)og gamla ÍR húsinu (sem einu sinni var Landakotskirkja).
Heimilisiðnaðarfélagið verður með kynningu og námskeið. Félögin verða með ma. Kvæðalagaæfingu, söngvöku, söngdansa, sagnadansa og hefðardansa o.m.fl., í þessum húsum. Klukkan 20:00 verður sameiginleg dagskrá í gamla ÍR húsinu (Landakotskirkju), sem líkur með gömludansaball, sem hefst trúlega upp úr 21:00, en þar mun hljómsveit FHUR leika fyrir dansi. Þetta verður ósvikið fjör upp á gamla mátann.