Félag Harmonikuunnenda Reykjavík

Félag Harmonikuunnenda Reykjavík Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Félag Harmonikuunnenda Reykjavík, Performance & Event Venue, Espigerði 4, Reykjavík.

28/11/2023

Fullveldishátíð 1. desember í Árbæjarsafni

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík tekur þátt í dagskrá í tilefni af fullveldi Íslands 1918.

Dagskráin fer fram í Árbæjarsafninu og hefst klukkan 18:00 föstudaginn 1. desember.

Félögin sem taka þátt auk FHUR, eru Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Danshópurinn Sporið, Kvæðamannafélagið Iðunn og Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Aðgangur er ókeypis.

Félögin verða í Lækjargötu 4 (sem einu sinni var)og gamla ÍR húsinu (sem einu sinni var Landakotskirkja).

Heimilisiðnaðarfélagið verður með kynningu og námskeið. Félögin verða með ma. Kvæðalagaæfingu, söngvöku, söngdansa, sagnadansa og hefðardansa o.m.fl., í þessum húsum. Klukkan 20:00 verður sameiginleg dagskrá í gamla ÍR húsinu (Landakotskirkju), sem líkur með gömludansaball, sem hefst trúlega upp úr 21:00, en þar mun hljómsveit FHUR leika fyrir dansi. Þetta verður ósvikið fjör upp á gamla mátann.

Þessi fallega harmonika frá Fisitalia  96 bassa, kassotto, með gyllingum og gylltum belg er til sölu. Verðhugmynd 850. Þ...
23/11/2023

Þessi fallega harmonika frá Fisitalia 96 bassa, kassotto, með gyllingum og gylltum belg er til sölu. Verðhugmynd 850. Þús. Kostar ný um 1200 þús. Kassi fylgir. Upplýsingar í síma 8967474.

12/11/2023

Bestu þakkir allir dans-og harmonikuunnendur og dansspilarar sem voru á ballinu í Stangarhyl á föstudagskvöldið 10. nóvember!

Nú hefur hinn ágæti, fyrrum stjórnandi hljómsveitar FHUR, Reynir Sigurðsson kvatt þessa jarðvist og kominn í Sumarlandi ...
08/11/2023

Nú hefur hinn ágæti, fyrrum stjórnandi hljómsveitar FHUR, Reynir Sigurðsson kvatt þessa jarðvist og kominn í Sumarlandi eilífa. Við þökkum honum samfylgdina og sendum innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda.

07/11/2023

Þetta var á Vökudögum á Akranesi. Danskennsla frá Komið og dansið og frjáls dans á eftir með hluta af harmonikusveit frá nýstofnuðu Félagi Harmonikuvina á Vesturlandimeð bassa og trommum.

04/11/2023

Dans dans dans hjá FHUR í Stangarhyl föstudaginn 10. nóv.
Ballið byrjar kl. 20.00 til kl. 23.00.
Spilarar verða: Hljómsveitin Blær, Guðbjartur Björgvinsson og Erlingur Helgason.

04/11/2023

Pússið dansskóna!

Síðasti dansleikur FHUR fyrir áramót verður föstudaginn 10. nóvember í Stangarhyl. Ballið byrjar kl. 20.00 til kl. 23.00.
Spilarar verða: Hljómsveitin Blær, Guðbjartur Björgvinsson og Erlingur Helgason.

03/11/2023

Dimma
1dagar ·
Stjarnan í austri er söngvasveigur eftir norska tónlistarmanninn Geirr Lystrup í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Sagan er bæði gömul og ný og tekur í senn mið af jólaguðspjallinu og gömlum helgisögnum. Sögusviðið er á norðlægum slóðum og gömul þjóðlög skapa einstaka umgjörð og stemningu. Fjölskylduvænn viðburður í tónum og tali, en samnefnd bók og geisladiskur kom út fyrir ári síðan.
Aðalsteinn Ásberg (sögumaður/söngur), Þorgerður Ása (söngur), Ásgeir Ásgeirsson (balalæka/gítar), Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, harmóníka, Gunnar Gunnarsson (píanó/kórstjórn) - Örn Ýmir Arason (kontrabassi, Sönghópurinn við Tjörnina (kórsöngur).
Stjarnan í austri - aðventutónleikar
TIX.IS
Stjarnan í austri - aðventutónleikar
3. des. 16:00 · Fríkirkjan við Tjörnina

27/10/2023

Bestu þakkir til allra sem komu á opnu æfinguna okkar á miðvikudagskvöld. Í dag liggur leiðin austur að Smyrlabjörgum með rútu og/eða á einkabílum. Framundan er hagyrðingamótið víðfræga, tjúttað og trallað í kvöld en Einar Guðmunds leikur fyrir dansi annað kvöld.

22/10/2023

Hljómsveit Félags Harmonikuunnenda í Reykjavík, FHUR verður með opna æfingu næstkomandi miðvikudagskvöld, 25. október í Skógarbæ, Árskógum 4. Allir eru velkomnir og reyndar hvattir að láta sjá sig.
Þetta byrjar kl. 19.00 með marseringu í salnum og dans á eftir.


Boðið verður upp á kaffi. Í fjáröflunarskyni verða seldar pönnukökur, þrjú stk. kosta 500 kr og greiðist með reiðufé.


Verið öll innilega velkomin
FHUR.

Grétar Kristinn Hermann fæddist 25. október 1931 á Atlastöðum í Fljótavík í N-Ísafjarðarsýslu. Hann lést 19. september 2...
20/10/2023

Grétar Kristinn Hermann fæddist 25. október 1931 á Atlastöðum í Fljótavík í N-Ísafjarðarsýslu. Hann lést 19. september 2023.
Enn er góður félagi farinn í Sumarlandið. Grétar Sívertsen starfaði mikið með FHUR í stjórn og skemmtinefnd og einnig annaðist hann hljómflutningstækin í mörg ár. Hann var driffjöðrin í Léttum tónum ásamt Gretti heitnum Björnssyni og var með þeim fyrstu í félaginu sem færði handskrifaðar nótur Karls Adólfssonar á tölvuskrift. Við þökkum samfylgdina og vottum elsku Siggu og fjölskyldu, innlegrar samúðar.

04/10/2023

Kæri harmonikuunnandi.
Fyrsti dansleikur vetrarins verður haldinn á föstudaginn kemur, 6. október, í Félagsheimili FEB við Stangarhyl. Dansleikurinn hefst klukkan 20:00 og húsið verður opnað klukkan 19:30. Af harmonikuleikurum verður fyrstur á svið, Páll S. Elíasson formaður skemmtinefndar. Sigurður Alfonsson mun svo taka við af honum. Hilmar Hjartar. og Linda Guðmunds. ljúka síðan ballinu um miðnættið. Með þeim leika valinkunnir tónlistarmenn, sem verða kynntir á staðnum.
Opin æfing er fyrirhuguð miðvikudaginn 25. október í Árskógum og hefst hún klukkan 19:30.
Skemmtinefndin

Nokkrar myndir frá aðalfundarferð og svo var matur og ball um kvöldið.
02/10/2023

Nokkrar myndir frá aðalfundarferð og svo var matur og ball um kvöldið.

26/09/2023

Afmælisbarn og heiðurfélagi FHUR.
Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti fagnar níutíu og eins árs afmæli sínu í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hann með sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar hlaut hann tónlistarskólastjóra- og organistastöðu á Húsavík þar sem hann bjó um tíma. Eftir að hann flutti aftur suður starfaði hann sem organisti, kórstjórnandi og tónlistarkennari víða um höfuðborgarsvæðið auk þess að leika með ýmsum hljómsveitum. Eftir Reyni liggja nokkrar sólóplötur.

26/09/2023

Skemmtanir í vetur

Nú er vetrarstarfið að hefjast, með svipuðu sniði og síðasta vetur. Sú breyting verður á í vetur, að dansleikir félagsins verða á föstudögum, í stað laugardaga í sal eldri borgara við Stangarhyl og hefjast klukkan 20:00, með þeirri undantekningu að þorrablótið verður sem áður, í Breiðfirðingabúð. Dansleikirnir verða 6. október, 10. nóvember, 12. janúar, 22. mars og 19. apríl. Þorrablótið er áætlað 10. febrúar. Skemmtifundur verður haldinn þegar líður á veturinn.

23/09/2023

Frábær ferð til Ítalíu í umsjón FHUR og Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur, allir kátir. Myndir má sjá á :harmoniku-unnendur.com
http://harmoniku-unnendur.com.

08/09/2023

Ágæti harmonikuunandi



Boðað er til kynningarfundar föstudaginn 8. september klukkan 20:00 í sal Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Álfabakka 14a, 109 Reykjavík (Mjódd) vegna fyrirhugaðs samstarfs Danshópsins Sporsins, Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Kvæðamannafélagsins Iðunnar og Þjóðdansafélags Reykjavíkur.



Á fundinum verður samstarfið kynnt ásamt áformum um sameiginlegan viðburð á Árbæjarsafni föstudaginn 1. desember 2023 í tilefni fullveldisdags Íslendinga.



Þá verður einnig þjóðmenningamótið Nordlek kynnt sem haldið verður í Arendal, Noregi sumarið 2024 en Þjóðdansafélag Reykjavíkur býður félögum Danshópsins Sporsins, Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Kvæðamannafélagsins Iðunnar að sækja mótið. Á mótinu verður nóg um að vera fyrir félagsmenn allra félaga, handverk, söngur, tónlist, dans og þjóðbúningar frá öllum Norðurlöndunum. Sýningar, námskeið og einstakt tækifæri til að upplifa Norræna menningu.

Við vonumst til að sjá sem flest á fundinum.

Hressilegur polki frá Mogens.
02/09/2023

Hressilegur polki frá Mogens.

27/08/2023

Á aðlfundi FHUR 23 maí sl. var kosin stjórn félagsins. Stjórnina skipa: Friðjón Hallgrímsson formaður, Úlfhildur Grímsdóttir, varaformaður, Bjarni R. Þórðarson gjaldkeri, Gunnar Gröndal ritari, Harpa Ágústsdóttir meðstjórnandi. Varamenn Alda Guðlaug Ólafsdóttir og Gústav Karlsson. Páll Elíasson er formaður skemmtinefndar, en auk hans eru í nefndinni, Linda B. Guðmundsdóttir, Erlingur Helgason, Sigurður Harðarson, Steinþóra Ágústsdóttir. Atli Freyr Hjaltason og Svanhildur Magnúsdóttir eru til vara. Stjórnandi hljómsveitar félagsins hefur verið ráðinn Kristján Ólafsson.

23/08/2023
30/07/2023

Föstudagur 4. ágúst að Borg í Grímsnesi
FHUR sér um innheimtu mótsgjalds frá föstudegi. Staðarhaldarar rukka fyrir tjaldsvæðið, kr. 1000.-mann, pr. nótt og kr. 1000 rafm.
Harmonikusýning og sala: EG tónar í félagsheimilinu
Kl. 21:00-24:00 *Dansleikur í félagsheimilinu á Borg.
Laugardagur 5. ágúst
Kl. 14:00 *Hátíðartónleikar Anniku Andersson á Borg
Kl. 15:00 Frjáls tími, spilað, sungið og spjallað. Úti eða inni.
Kl. 16:00 Samspil á svæðinu. Öll tiltæk hljóðfæri.
Kl. 21:00-01:00 * Dansleikur í félagsheimilinu.
Sunnudagur 6. ágúst
kl. 14:00 Frjáls stund á svæðinu eða í félagsheimilinu
Kl. 21:00-24:00 *Dansleikur í félagsheimilinu.
Engin áfengissala er í Félagsheimilinu á Borg.
Hægt er að greiða með greiðslukortum.
Mótsgjald: Kr. 9.000.-, armband á alla viðburði.
Dansleikir: Kr. 3.000.-
Tónleikar: Kr. 3.000.-
Símar mótsstjórnar 696 6422 / 894 2322
Stjórnin

25/07/2023

Föstudagur 4. ágúst að Borg í Grímsnesi
FHUR sér um innheimtu mótsgjalds frá föstudegi. Staðarhaldarar rukka fyrir tjaldsvæðið, kr. 1000.-mann, pr. nótt og kr. 1000 rafm.
Harmonikusýning og sala: EG tónar í félagsheimilinu

Kl. 21:00-24:00 *Dansleikur í félagsheimilinu á Borg.

Laugardagur 5. ágúst
Kl. 14:00 *Hátíðartónleikar Anniku Andersson á Borg
Kl. 15:00 Frjáls tími, spilað, sungið og spjallað. Úti eða inni.
Kl. 16:00 Samspil á svæðinu. Öll tiltæk hljóðfæri.
Kl. 21:00-01:00 * Dansleikur í félagsheimilinu.

Sunnudagur 6. ágúst
kl. 14:00 Frjáls stund á svæðinu eða í félagsheimilinu
Kl. 21:00-24:00 *Dansleikur í félagsheimilinu.
Engin áfengissala er í Félagsheimilinu á Borg.
Hægt er að greiða með greiðslukortum.
Mótsgjald: Kr. 9.000.-, armband á alla viðburði.

Dansleikir: Kr. 3.000.-
Tónleikar: Kr. 3.000.-

Símar mótsstjórnar 696 6422 / 894 2322
Stjórnin

24/07/2023

Kæri harmonikuunnandi.
Hið árlega mót FHUR “Nú er lag” fer fram að Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina, dagana 4. til 7. ágúst. Hátíðin verður að mestu leyti hefðbundin og sérstakur heiðursgestir verður sænski harmonikusnillingurinn Annika Andersson. Tónleikar Anniku verða á laugardeginum kl. 14:00.

Dansleikirnir verða frá 21:00 til 24:00 föstudag og sunnudag. Til klukkan 01:00 á laugardeginum.
Harmonikusýning EG tóna verður að þessu sinni í samkomuhúsinu. Nú er tækifæri til að endur-nýja hljóðfærið.

Þar sem verulegar líkur eru á mikilli aðsókn eru harmonikuunnendur hvattir til að mæta tímanlega.

Kær kveðja
Stjórn og skemmtinefnd FHUR

Address

Espigerði 4
Reykjavík
108

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Félag Harmonikuunnenda Reykjavík posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share