01/04/2023
KOKKUR ÁRSINS Í FULLUM GANGI
Kokkur ársins 2023 fer núna fram í IKEA en á fimmtudag komust fimm framúrskarandi matreiðslumenn áfram í úr forkeppni og takast þau núna á um titilinn eftirsótta.
Keppendur byrjuðu að vinna klukkan 09:00 í morgun og stendur keppnin fram eftir á kvöld en hún er opin öllum sem líta við í IKEA í dag.
Keppendur um titilinn Kokkur ársins árið 2023 eru:
Gabríel Kristinn Bjarnason Dill restaurant Ísland. Gabríel vann fyrstu verðlaun Nordic Young Chef 2018 og keppti með landsliðinu á Olympíuleikunum í Luxemburg 2022.
Hinrik Örn Lárusson Lux veitingar Ísland. Hinrik er fyrrum landsliðsmaður og vann til silfurverðlauna í Nordic Young Chef 2018.
Hugi Rafn Stefánsson Lux veitingar Ísland Hugi vann Íslandsmót matreiðslunema 2019 og komst líka í úrslitakeppni Kokks ársins 2022.
Iðunn Sigurðardóttir Brand - Hafnartorg Gallerí Ísland. Iðunn keppri fyrir Íslands hönd í Euroskils 2106 og varð í 3. sæti í kokkur ársins 2019.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson Flóra veitingar Ísland. Sindri er lisðtjóri Íslenska kokkalandsiðsins og leiddi það á síðustu Olympíuleikum í Luxemburg 2022 Um vorið sama ár hafnaði Sindri í 2. sæti í Matreiðslumaður Norðurlandanna.
Það er Klúbbur Matreiðslumeistara sem á og rekur keppnina.
Myndir tók Mummi Lú fyrir klúbbinnm