Gróðrarstöðin Ártangi ehf

Gróðrarstöðin Ártangi ehf Erum með heimasölu á öllum okkar vörum. Einnig seljum við mold, potta o.fl. Gróðrarstöðin er við Sólheimaveg (vegur 354).
(17)

Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirson stofnuðu Gróðrarstöðina Ártanga í apríl árið 1986 eftir nám í Danmörku. Þetta er lítið fyrirtæki með aðeins 4 starfsmenn (ja, kannski 5 ef kötturinn er talinn með)
Þau byrjuðu í 200m2 með einungis pottablóm. Síðastliðin ár hafa þau verið að rækta pöttaplöntur allt árið, sumarblóm frá maí til ágúst, jólastjörunur, túlípana og hyasintur fyrir jólin

og páskaliljur, tete'a'tete, bridal crown og túlípana fyrir páskana, í um 3000m2 undir gleri og um 250m2 kæli aðstöðu.
Þetta síðastliðna ár hefur verið mikil breyting hjá þessu litla fyrirtæki. Þau hafa ákveðið að fara út í kriddjurta ræktun og hafa með því nokkrar pottaplöntur sem geta bæði verið úti og inni, eins og Hortensíur, Alparósir og Bergfléttur, svo auðvitað að halda sumarblómum, öllum laukum fyrir jól og páska svo verður jafnvel reynt að halda í jólastjörnurnar. Keyrt er í gegnum hlaðið hjá Ormsstöðum, niður brekkur og sjást gróðurhúsin ekki fyrr en komið er að þeim

Seinasta helgin sem verður opið hjá okkur í sumar‼️Endilega komdu við og náðu þer í sumarblóm á 40% afslætti🙌Þetta verðu...
12/07/2024

Seinasta helgin sem verður opið hjá okkur í sumar‼️

Endilega komdu við og náðu þer í sumarblóm á 40% afslætti🙌

Þetta verður seinasta helgin 13-14 júlí sem verður opið í sumar en verðum ámfram með opið á virkum dögum frá 11-16🌼🌸🦋

10/07/2024

Heita vatnið sem við vorum að bora eftir er komið.🎉🥂❤️

40% AFSLÁTTUR!!!Ennþá nóg til af fallegum sumarblómum🌼🌺🌸Frá og með deginum í dag 2.jul verðum við með 40% afslátt 🥳🦋💜
02/07/2024

40% AFSLÁTTUR!!!

Ennþá nóg til af fallegum sumarblómum🌼🌺🌸
Frá og með deginum í dag 2.jul verðum við með 40% afslátt 🥳🦋💜

16/06/2024

Lokað hjá okkur á morgun 17. Júní

Opni dagurinn er á morgun!!! Nú loksins byrjar sumarið🌸💜🌞 Hlökkum til að sjá ykkur öll á milli 10-16. Nú er nóg til af b...
07/06/2024

Opni dagurinn er á morgun!!!
Nú loksins byrjar sumarið🌸💜🌞 Hlökkum til að sjá ykkur öll á milli 10-16. Nú er nóg til af blómum hjá okkur á Ártanga, kræsingum og auðvitað alltaf fullt af fólki, komið við, sýnið ykkur og sjáið aðra😃🪴🥐🌶️

05/06/2024

🪴 Opni dagurinn í Gróðrarstöðinni Ártanga er á laugardaginn kemur á milli kl 10 - 16.

🥐 Guðmundur verður á staðnum með eitt og annað nýbakað úr jurtum af akrinum

🌶️ Það verður heitt í kolunum því Óli frá Heiðmerkurgrænmeti verður þar að sýna sig og sjá aðra

🍃 Edda er klár með sumarblóm, ferskar kryddjurtir, pestó og kryddsmjör

☕️ Gunni sér til þess að það verði sírennsli á kaffikönnunni

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ficus Lyrata frábær skrifstofu planta🤩 mikið úrval af sumarblómum og inni plöntum. Næstu helgi þann 8. Júní verður opni ...
02/06/2024

Ficus Lyrata frábær skrifstofu planta🤩 mikið úrval af sumarblómum og inni plöntum. Næstu helgi þann 8. Júní verður opni dagurinn okkar, veitingar í boði ásamt GK bakarí og Óli í Heiðmerkur grænmeti verða á staðnum🩷🦋🌸

24/05/2024
Opnum sumablómasöluna 18. maí, opið verður alla daga frá 11-16Mikið úrval af fallegum sumarblómum og garðskála plöntum.O...
14/05/2024

Opnum sumablómasöluna 18. maí, opið verður alla daga frá 11-16
Mikið úrval af fallegum sumarblómum og garðskála plöntum.
Opni dagurinn í Gróðrarstöðinni Ártanga verður 8. júní nánar auglýst síðar. 🌸🤩🇮🇸🌼

Opið hjá okkur 22 og 23 des frá 10-20Og 24. Des frá 10-14Komdu við og taktu jólatúlipana með þér heim🥰🌷Gleðileg Jól🎄
22/12/2023

Opið hjá okkur 22 og 23 des frá 10-20
Og 24. Des frá 10-14
Komdu við og taktu jólatúlipana með þér heim🥰🌷
Gleðileg Jól🎄

Stórar og glæsilegar Jólastjörnur 👌🌺🎄
14/11/2023

Stórar og glæsilegar Jólastjörnur 👌🌺🎄

Amaryllis frá okkur eru komnar í sölu🌷🍁🎄🪻
10/11/2023

Amaryllis frá okkur eru komnar í sölu🌷🍁🎄🪻

Rauða basilikan þolir ekki suðu og því er best að nota hana ferska í salatið eða með ostinum. Hún er líka mjög góð einfa...
12/09/2023

Rauða basilikan þolir ekki suðu og því er best að nota hana ferska í salatið eða með ostinum. Hún er líka mjög góð einfaldlega sem snakk. Rauðu basilikuna þarf að vökva í skálina einusinni á dag og þá gjarnan með áburði.

Skógsúran er mjög góð í salat, kryddolíur, kaldar sósur, súpur, pottrétti og á kjötið og fiskinn.
12/09/2023

Skógsúran er mjög góð í salat, kryddolíur, kaldar sósur, súpur, pottrétti og á kjötið og fiskinn.

Vatnakarsi er góður í núðlu- og hrísgrjónarétti, súpur og pottrétti og svo er hann líka mjög góður í salatið.
12/09/2023

Vatnakarsi er góður í núðlu- og hrísgrjónarétti, súpur og pottrétti og svo er hann líka mjög góður í salatið.

Timían er mikið notað í ilmkjarnaolíur, á kjöt, fisk, fuglakjöt, grænmetisrétti, súpur, sósur, kryddolíur og í te.
12/09/2023

Timían er mikið notað í ilmkjarnaolíur, á kjöt, fisk, fuglakjöt, grænmetisrétti, súpur, sósur, kryddolíur og í te.

Mynta er mikið notuð í sælgæti og eftirrétti. Hún er mjög góð í fisk- og kjúklingarétti og með svína- og lambakjöti. Hún...
12/09/2023

Mynta er mikið notuð í sælgæti og eftirrétti. Hún er mjög góð í fisk- og kjúklingarétti og með svína- og lambakjöti. Hún er frábær í marineringu, sósur og búst. Hún gegnir aðalhlutverki í uppáhaldsdrykk margra sem er Mojito.

Rósmarín er notað með flestu kjöti, á fiskinn, með kartöflum eða rótargrænmeti. Það er einnig mikið notað í te og í bæði...
12/09/2023

Rósmarín er notað með flestu kjöti, á fiskinn, með kartöflum eða rótargrænmeti. Það er einnig mikið notað í te og í bæði krydd- og nuddolíur.

Steinselja er mikið notuð um allan heim og er mjög góð í kryddolíur, á kjötið , fiskinn, með fuglakjöti, í pasta, súpur,...
12/09/2023

Steinselja er mikið notuð um allan heim og er mjög góð í kryddolíur, á kjötið , fiskinn, með fuglakjöti, í pasta, súpur, heitar og kaldar sósur, í salat og búst. Einnig er hún mikið notuð til skrauts.

Oreganó er að mestu notað í ítalskri matargerð í pasta, á pizzur, kjötrétti, fiskrétti og grillað grænmeti. Það er gott ...
12/09/2023

Oreganó er að mestu notað í ítalskri matargerð í pasta, á pizzur, kjötrétti, fiskrétti og grillað grænmeti. Það er gott í kryddolíur og einnig notað í ilmvötn.

Kerfill er góður á fuglakjöt, sjávarfang, rótargrænmeti, súpur og sósur.
12/09/2023

Kerfill er góður á fuglakjöt, sjávarfang, rótargrænmeti, súpur og sósur.

Sítrónuverbena er notuð í fisk- og svínarétti, grænmetis marineringar, salöt dressingar, sultu og eftirrétti. Hún er lík...
12/09/2023

Sítrónuverbena er notuð í fisk- og svínarétti, grænmetis marineringar, salöt dressingar, sultu og eftirrétti. Hún er líka mjög góð í te og sorbet.

Sítrónumelissa, blöðin eru notuð í ilmkjarnaolíur, sápur, kryddolíur, te, eftirrétti, kjötrétti og í salatið.
12/09/2023

Sítrónumelissa, blöðin eru notuð í ilmkjarnaolíur, sápur, kryddolíur, te, eftirrétti, kjötrétti og í salatið.

Dill er mjög gott í fisk- og kjúklingarétti. Það er notað t.d. til að grafa lax eða kjöt og svo er það einnig notað í kr...
12/09/2023

Dill er mjög gott í fisk- og kjúklingarétti. Það er notað t.d. til að grafa lax eða kjöt og svo er það einnig notað í kryddsmjör eða með sýrðum rjóma í bakaðar kartöflur. Í Danmörku eru soðnar kartöflur með dilli mjög algengur réttur og í Póllandi er dillið notað í gúrkusúpu. Einnig er það mikið notað í skraut.

Kóríander er mikið notað í heitar og kaldar sósur og karrý rétti. Kóríander þolir alveg suðu en er einnig mjög gott hrát...
12/09/2023

Kóríander er mikið notað í heitar og kaldar sósur og karrý rétti. Kóríander þolir alveg suðu en er einnig mjög gott hrátt.

Basilikan er góð með osti og tómötum, í pestó, í salatið, í pottréttinn og eftirréttinn. Hún þolir illa suðu og því gjar...
12/09/2023

Basilikan er góð með osti og tómötum, í pestó, í salatið, í pottréttinn og eftirréttinn. Hún þolir illa suðu og því gjarnan sett í rétti rétt áður en þeir eru bornir fram til að viðhalda bragðinu. Basilika þarf mikla birtu og hita og skal ætíð vökvast í skálina (undirvökva) einusinni á dag og þá gjarnan með áburði.

Ferskar kryddjurtir a leiðinni í búðir 🫶🍀🥰
14/08/2023

Ferskar kryddjurtir a leiðinni í búðir 🫶🍀🥰

Jólastjörnurnar komnar á borð, undirbúningur fyrir jólin🥰🎅
02/08/2023

Jólastjörnurnar komnar á borð, undirbúningur fyrir jólin🥰🎅

Address

Ártangi, Grímsnesi
Selfoss
801

Opening Hours

Monday 11:00 - 16:00
Tuesday 11:00 - 16:00
Wednesday 11:00 - 16:00
Thursday 11:00 - 16:00
Friday 11:00 - 16:00

Telephone

+3548301166

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gróðrarstöðin Ártangi ehf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share

Category

Um okkur

Hjónin Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson garðyrkjufræðingur reka garðyrkjustöðina Ártanga í Grímsnesi. Stöðin var reist árið 1986 á landi sem áður tilheyrði Ormsstöðum, en þar hefur Edda búið frá 7 ára aldri.

Þegar borað var eftir heitu vatni á Ormsstöðum, sem átti að nota til húsh*tunar, kom í ljós að mun meira var af vatni en talið var. Í ársbyrjun 1986 byggðu þau Gunnar og Edda gróðurhús og þá kom heita vatnið í góðar þarfir við upphitun. Þau voru nýkomin heim frá Danmörku, þar sem Gunnar stundaði nám í garðyrkju.

Fyrsta gróðurhúsið var aðeins 200 fermetrar og í því ræktuðu hjónin pottaplöntur. Smám saman stækkaði garðyrkjustöðin og þegar umfangið var mest ræktuðu þau 300 til 400 tegundir af pottaplöntum í 3000 fermetrum og seldu t.d. í Blómavali. Árið 2002 bættu þau við laukblómum og byggðu 500 fermetra kælirými við stöðina.

Árið 2013 ákváðu þau að hætta að rækta pottaplöntur og snúa sér að kryddjurtum. Nú eru ræktaðar 17 tegundir af kryddjurtum í Ártanga, en mest er ræktað af basilikku, kóriander, grænni myntu, steinselju, rósmarín og timjan.


Other Selfoss event planning services

Show All

You may also like