Í boði snyrtipinnana í Reykjavík !
Vá hvað væri gaman að vera með innfylliefnalausan völl við hliðina á þessum og sjá hvar börnin myndu vilja spila alvöru knattspyrnu.
Þetta er að okkar mati hræðileg framtíð ef náttúrulegir grasvellir eiga að víkja fyrir þessum viðbjóði.
Glórulaust hjá Reykjavíkurborg
Fjarskafallegur gæti FRAM Í SAFAMÝRI talist en ekki þegar vel er að gáð.
Okkur finnst þetta líkjast versta náttúrulega drulluvelli sem möguleiki væri að spila á, gersamlega til skammar fyrir Reykjavík sem hafnaði innfylliefnalausu gervigrasi sem tók FIFA QUALITY og FIFA QUALITY PRO prófin með glans án korns af sandi eða gúmmíkurli.
Hvað finnst ykkur um þessa þróun ? Nýjasta þróun hjá bæjarfélaginu Garðabæ fyrir Stjörnuna er að tíma ekki einu sinni að kaupa ný efni á nýjan völl, heldur notað gúmmíkurl ?
GÚMMÍ ÁST
Hver er ástæðan fyrir gúmmí ástinni hjá bæjarfélögum ? Tugir tonna af niðurhökkuðu gúmmíkurli, dekkjakurli og sandi fyrir einn knattspyrnuvöll. Framþróun hefur verið gríðarleg í greininni, tæknibylting, næsta kynslóð af gervigrasi komin 4G sem uppfyllir FIFA QUALITY PRO en bæjarfélög hafna henni algjörlega. Fullt af umhverfisvænum lausnum í fjaðurlagi en því er hafnað fyrir niðurhakkað eldgamalt dekkjagúmmí.
GÚMMÍKURL
Óaðlaðandi Gervigrasvellir með gúmmíkurli. Fýkur hvert sem er, í garðana, grasið, göngustíga, vatnið....
Sjáið allt gúmmíkurlið í kringum völlinn í brekkunni, á göngustígnum, það var líka búið að berast í húsin í kring. Við segjum NEI við gúmmíkurli og JÁ við innfylliefnalausu Gervigrasi. Bæjarfélög eru að þrjóskast við og heimta gúmmíkurl á vellina, er ekki allt í lagi ?
SPORTISCA VÖLLUR SEM ÞIG LANGAR AÐ SPILA Á
Svona á 4G Knattspyrnugras að líta út. Gríðarlega vel frágenginn völlur í SVISS með vönduðu 4G innfylliefnalausu Knattspyrnugrasi. Við tókum þetta myndband, en náðum ekki að prófa. Þvílíkt sem okkar langaði samt.
"If you buy cheap, you buy double"
ÞAÐ ER OFT ÁHÆTTUSAMT AÐ BJÓÐA 3G GERVIGRAS FYRIR TILBOÐSGJAFA
Við höfum heyrt mörg dæmi um lélegt "GALLAÐ" 3G gervigras. Enda eðlilegt þegar útboðsgögn hafa miðað að "gráa svæðinu" þ.e. eins litlar kröfur gerðar og hægt er, gæðavörur í gervigrasi eru sjaldséðar í slíkum útboðsgögnum.
Eilíft vesin og kvartanir við framleiðendur til þess að reyna að fá bætur, vegna lágra gæða á vörunni, er eitthvað sem enginn vill lenda í.
Tekið í Hamarshöll Hveragerði, 3-4 ára gamalt 3G gervigras.
Gervigras og hvítar línur að losna upp, m.a. lélegt "backing".
Sumir framleiðendur hafa strangt gæðaeftirlit auk allt að 10 ára verksmiðjuábyrgðar, með skilyrðum.
þetta myndi aldrei sjást hjá vönduðum framleiðanda. Þetta er ekki "galli" þetta kallast "If you buy cheap, you buy double".
Þorir þú að mæta með hreingerningarvél og þrífa þennan völl ! ?