Geimveruslamm í Gerðarsafni.
Brúðuskúlptúrar og vídeóverk unnin upp úr smiðjum sem sóttar voru af unglingastigi Kárnesskóla. Leiðbeinendur voru myndlistarmennirnir Styrmir Örn Guðmundsson og Agata Mickiewicz.
Verkin verða sýnd á Barnamenningarhátíð í Kópavogi, laugardaginn 27. apríl en samhliða verður haldin brúðusmiðja í Gerðarsafni frá 14:30 - 16:30.
Felufélagar ÞYKJÓ fóru á kreik í Fjölskyldustund 24. febrúar. Hjartans þakkir fyrir einstaka stund, litlu listamenn og stóru.
Dagar ljóðsins
Yndisleg söngstund með Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Péturssyni á Bókasafni Kópavogs. Takk fyrir næringuna.
Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, yndisdúfur. Takk fyrir stundina.
Mitt er þitt og þitt er mitt
Æðisleg stemning í bókasafninu Bókasafn Kópavogs Kópavogsbær #haustfrí #barnamenning
Anna Líndal og Eygló Harðardóttir fjalla um verk sín á sýningunni Skúlptúr/Skúlptúr í Gerðarsafni, miðvikudaginn, 4. október klukkan 12:15 í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu
Sunna Gunnlaugsdóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir flytja ný lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör á hádegistónleikum í Salnum, miðvikudaginn 27. september kl. 12:15.
Ókeypis aðgangur og öll hjartanlega velkomin.
17. júní í Kópavogi verður á Rútstúni, í Versölum og við menningarhúsin.
Dúndrandi stemning og skemmtileg dagskrá sem allir ættu að geta notið :D
Eins og Gunni og Felix segja - Þið verðið að koma!
Hlökkum til að sjá ykkur :D
https://www.facebook.com/events/985019032556047
Takk fyrir komuna á Vetrarhátíð í Kópavogi 2023!!
Hátt á þriðja þúsund gesta sóttu vetrarhátíð heim. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var í menningarhúsunum og víðsvegar í Kópavogi dagana 3.-4. febrúar og var ánægjulegt að sjá hve margir létu veðrið ekki stoppa sig.
Það er gott að skapa og njóta menningar í Kópavogi :)
Stuð og stemmari á 17. júní í Kópavogi!
KÓRINN - FAGRILUNDUR - VERSALIR - FÍFAN - MENNINGARHÚSIN
Kópavogsbær býður upp á fimm hverfishátíðir á 17. júní 2022.
Frítt í hoppukastala, leiktæki og andlitsmálun kl. 12-17.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á öllum hátíðarsvæðum kl. 14-16.
Meðal listamanna sem koma fram eru Reykjavíkurdætur, Hr. Hnetusmjör, Bríet, Birnir, Selma og Regína, Lína langsokkur, Leikhópurinn Lotta, Guðrún Árný, Eva Ruza og Hjálmar, Saga Garðars og Snorri Helga, Vilhelm Anton og fleiri.
Frekari dagskrá verður aðgengileg á heimasíðu Kópavogsbæjar og hér á facebook :)
Skemmtum okkur saman og HÓ!
- - -
17. júní lag Kópavogsbæjar er samið af Góa sem einnig flytur lagið ásamt Skólakór Kársness.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands í hörkustuði á Lindasafni. Verið hjartanlega velkomin. Opið til kl. 15.
Bókasafn Kópavogs Vísindasmiðjan
Ljóðstafur Jóns úr Vör 2006 | Í bláu myrkri eftir Óskar Árna Óskarsson
Óskar Árni Óskarsson flytur ljóð sitt „Í bláu myrkri“ sem var vinningsljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2006.
Ljóðstafur Jóns úr Vör er tvítugur í ár - hátíðin verður næst haldin 20. febrúar 2022. Fylgist með.
Í bláu myrkri
Á kvöldin sópa ég sólskininu af þökum húsanna
kveiki rauðan glampa í rúðum
fylli höfnina af logandi skuggum
og breiði stjörnuskikkjuna yfir himininn
ég er nafnlaus eins
andvarinn sem bærir gluggatjaldið
ljósið sem kviknar um leið og það deyr
blossinn í fingrum myrkursins
ég færi ykkur nótt flugmannsins
rifin segl draumanna
inn í svefninn ferðast bifreið
sendibréf í hanskahólfi
ljósmynd af bláu myrkri
ég breyti syrgjendum í blóm
hengi gifshendur í trén
trekki upp spiladósir bernskunnar
horfi á þung augnhár þín síga
vegvísar þjóta gegnum ljósaskiptin
þar sem fjallsbrúnirnar loga og stúlkan
við bensíndæluna snýr vinstri vanga að tungli
sem glottir milli tinda
-------------------------------------------
„Ljóðið „Í bláu myrkri" er ort fyrir munn þeirrar nafnlausu veru sem ávallt er reiðubúin að birta manneskjunni hina ljóðrænu möguleika tilvistarinnar, staldri hún við og leggi við hlustir. Hér eru myndir spunnar úr orðum af mikilli list og Óskar Árni hrífur okkur með sér í undursamlegt ferðalag sem hefst í ljósaskiptunum, hefur viðkomu í hafinu, minninu, hanskahólfinu og draumunum, og lýkur hjá tunglinu, fjallinu og stelpunni vi
Ljóðstafur Jóns úr Vör 2002 | Nótt frá Svignaskarði eftir Hjört Pálsson
Hjörtur Pálsson flytur ljóð sitt „Nótt frá Svignaskarði" sem var vinningsljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör 2002.
Ljóðstafur Jóns úr Vör er tvítugur í ár - hátíðin verður næst haldin 20. febrúar 2022. Fylgist með.
Nótt frá Svignaskarði
Hver varstu? Hvað greip þig
goðsögn í líki hests
með glóð í auga, styggð í hverri taug
og brotnandi öldur brims í hlustum þínum?
Þú þyrlar upp stjörnum
stælt með titrandi bóga
og stefnir burt
yfir holt, yfir klappir og flóa
orðin að logandi þrá til að flýja frjáls
út í fjarskann...
Þitt heimkynni var ekki hérað blánandi jökla
hraun og mýrar né borgin
þar sem þú stóðst...
nei, heimkynni þitt var hafið
sem býr í oss öllum
...og himinninn sem oss dreymir...
Hófadynur!
Þú stefnir til hafs og stekkur
í freyðandi brimið
fram af ísgrænni skör.
Áttfætti hestur!
Svo hófst þín vængjaða för
um undirdjúpin
upp í sjöunda himin.
Vængjaða Nótt!
Nú heyri ég fax þíns flug
sé froðuna löðra um granir
á skýjanna vegi
með styggð í blóði stefnir þú enn sem fyrr
með stormbláar manir
á móti glófextum Degi.
„Kveikjan að þessu ljóði og heiti þess er sótt í þátt eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp sem fyrst birtist í riti hans, Horfnum góðhestum I, 1948, en saman dregin á þessa leið í safnritinu Hófadyn sem Andrés Björnsson og Kristján Eldjárn tóku saman og út kom 1966:
„Í stóði Kristófers var brún hryssa, sem kölluð var Nótt. Hún var stygg í haga, einráð og sérvitur, en það sem þótti einkennilegast við háttalag hennar var, að hún hélt sig jafnaðarlega nálægt sjó, einkum þegar brim var mikið. Hún valdi sér dvalarstað á Borg á Mýrum. Oft sást hún standa áveðurs uppi á háum klettaborgum, þar sem hún hafði góða sýn yfir hinn sollna flaum hafaldnanna.
Nótt var aldrei tamin, og aldrei kom hún í hús til hjúkrunar. Þegar Nótt var komin um eða yfir tvítugt, gerði
Ljóðstafur Jóns úr Vör 2020 | Augasteinn eftir Björk Þorgrímsdóttur
Björk Þorgrímsdóttir flytur ljóð sitt „Augasteinn“ sem var vinningsljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2020.
Ljóðstafur Jóns úr Vör er tvítugur í ár - hátíðin verður næst haldin 20. febrúar 2022. Fylgist með.
Augasteinn
undan nóttinni vaxa trén
við vorum sammála um það
hvort var það ég eða þú sem komst aftur?
var ég heilög og húðin sjúklega geislandi
kjarni sítrusávaxta
við ræddum lófana í hljóði
góm við góm
meðan augasteinarnir sukku
sáttlausir í myrkrinu
það fæst engin medalía fyrir tilraunastarfsemi
þú með þína klofnu tungu
og ég sem næli orðunni
rétt undir viðbeinið
------------------------------------------
„Í ljóðinu Augasteinn setur skáldið fram draumkenndar myndir um tengingu tveggja einstaklinga. Þeir ræða hugsanleg örlög og lífsleiðir samkvæmt lófalestri án nokkurra orða, sem gefur til kynna annars konar skilning og tengingu þar sem snerting eða ósögð orð leika aðalhlutverkið. Myndir eins og augasteinar sem sökkva og tré sem vaxa undan nóttinni vekja upp spurningar og forvitni sem togar lesandann áfram. En þessari forvitni er ekki endilega svalað með svörum heldur öðrum myndum sem skilja lesandann eftir í lausu lofti. Það fæst engin medalía fyrir tilraunastarfsemi er áleitin fullyrðing sem í næsta orði er grafið undan með allt að því gróteskri lýsingu á orðu sem er nælt undir viðbein.
Sjálft dansar ljóðið á mörkum hins skiljanlega og hins óskiljanlega, á mörkum tilrauna og hefðar, og gefur til kynna að þegar fetaðar eru ótroðnar slóðir er mikilvægt að búast ekki við viðurkenningu frá öðrum heldur veita sér hana sjálf/ur fyrir að fylgja hjartanu inn í óvissuna. Skáldinu tekst með einstökum hætti að flétta saman sterkt en órætt andrúmsloft sem vekur lesandann til umhugsunar. Ljóðið nær með þessu móti að ramma inn sinn sérstaka heim, sem þó aðeins er hægt að ýja a
Ljóðstafur Jóns úr Vör 2004 | Hvorki hér né... eftir Hjört Marteinsson
Hjörtur Marteinsson flytur ljóð sitt „Hvorki hér né ...“ sem var vinningsljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2004.
Ljóstafur Jóns úr Vör verður næst veittur 20. febrúar 2022 á Dögum ljóðsins í Kópavogi. Fylgist með.
Hvorki hér né...
Hann lét sem hann væri hvorki hér né nú
eftir að hann kom af sjónum um vetur
og kallaði til vitnis þokuna
sem hann var vanur að sveipa sig þegar hann fór með konunni í fatabúðir
í leit að því sem hann sagði að fengist ekki.
Hún hafði þessa löngun að gera hann sælan
þótt sjálfum þætti honum hann vera staddur í fjarska
og gömlu fötin enn dýrleg.
Kominn heim lagðist hann venjulega í nýju jakkafötunum upp í eftirlætissófann sinn.
Þegar hann hafði sofnað út af lagði hún eyrað að brjósti hans.
Þá heyrði hún lágvært garg í fugli og öldunið.
Á sömu stundu fannst henni sófinn svífa yfir úthafinu
og hamingja þeirra nærri.
----------------------
Dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör 2004 skipuðu Matthías Johannesson, Olga Guðrún Árnadóttir og Skafti Þ. Halldórsson.
Dagskrárgerð, kvikmyndataka og eftirvinnsla: Sigurður Unnar Birgisson
Grafík: Arnar&Arnar
Ljóðstafur Jóns úr Vör 2009 | Einsöngur án undirleiks eftir Anton Helga Jónsson
Anton Helgi Jónsson flytur ljóð sitt „Einsöngur án undirleiks“ sem var vinningsljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2009.
Ljóðstafur Jóns úr Vör er tvítugur í ár - hátíðin verður næst haldin 20. febrúar 2022. Fylgist með.
Einsöngur án undirleiks
Röðin við kassann er löng og hún lengist.
Hún lengist og lengist. Ég bíð og ég bíð.
Mér hitnar í kinnum. Það er komið að mér.
Það er fólk fyrir aftan. Það bíður og bíður.
Helvítis stelpan. Það er ekki heimild.
Ég lít ekki um öxl. Ég veit að það sér mig.
Það er ekki heimild. Það þekkir mig enginn.
Það þekkir mig enginn. Það er komið að mér.
Ég ætla að ferðast. Ég bíð og ég bíð.
Dansa frá mér vitið á karnivali í Ríó.
Gantast við norðurljós allsber í potti.
Syndi með höfrungum. Reyki hass.
Helvítis stelpan. Það er ekki heimild.
Það er ekki heimild. Ég lít ekki um öxl.
Mæti í úthverfri peysu. Set iljar í sandinn.
Mér hitnar í kinnum. Mín fróun er núna.
Fæ bréf í pósti frá öðrum en banka.
Það bíður og bíður. Ég bíð og ég bíð.
Ég bíð og ég bíð. Það er komið að mér.
Ég næ sáttum við líf mitt. Það bíður og bíður.
Ég reiðist og öskra. Það er ekki heimild.
Loks segi ég: Nei. Mér hitnar í kinnum.
Mér hitnar í kinnum. Helvítis stelpan.
Finn handleggi hlýja um háls minn að nýju.
Það skrjáfar í poka. Ég lít ekki um öxl.
Ég lít ekki um öxl. Það er fólk fyrir aftan.
Mér hitnar í kinnum. Það er komið að mér.
Það er komið að mér. Ég bíð og ég bíð
-------------------------------------------------------
„Skáldið beitir taktfastri hrynjandi og næstum þráhyggjukenndum endurtekningum til að undirstrika djúpa angist ljóðmælanda.“
Dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör 2009 skipuðu Sigþrúður Gunnarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Þórarinn Eldjárn.
Dagskrárgerð, kvikmyndatak