MEKÓ - Menning í Kópavogi

MEKÓ - Menning í Kópavogi MEKÓ færir ykkur öflugt og lifandi menningarlíf í Kópavogi.

Glæsileg uppskeruveislu skapandi sumarstarfs í Kópavogi framundan.
01/08/2024

Glæsileg uppskeruveislu skapandi sumarstarfs í Kópavogi framundan.

Forstöðumaður Salurinn Tónlistarhús - höfum framlengt umsóknarfrestinn til 21. júlí. Spennandi starf í frjóu og fallegu ...
15/07/2024

Forstöðumaður Salurinn Tónlistarhús - höfum framlengt umsóknarfrestinn til 21. júlí.

Spennandi starf í frjóu og fallegu umhverfi.
Ath. einungis er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð.

Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Salarins. Um er að ræða fágætt tækifæri fyrir listrænan og hugmyndaríkan einstakling með brennandi áhuga á að efla tónlistar- og menningarupplifun Kópavogsbúa og annarra gesta. Salurinn hentar afar vel til fjölbreytts...

Minnum á að umsóknarfrestur fyrir þetta spennandi tækifæri rennur út sunnudaginn 14. júlí.ATH! Einungis er tekið við ums...
11/07/2024

Minnum á að umsóknarfrestur fyrir þetta spennandi tækifæri rennur út sunnudaginn 14. júlí.

ATH! Einungis er tekið við umsóknum í gegnum vef Alfreðs.

Sjá nánar hér:

Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Salarins. Um er að ræða fágætt tækifæri fyrir listrænan og hugmyndaríkan einstakling með brennandi

MOVE, kvartett Óskars Guðjónssonar, kemur fram í Sumarjazzi í Salnum í dag klukkan 17. Kvartettinn skipa tónlistarmenn í...
27/06/2024

MOVE, kvartett Óskars Guðjónssonar, kemur fram í Sumarjazzi í Salnum í dag klukkan 17. Kvartettinn skipa tónlistarmenn í fremstu röð, Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa, Matthías M. D. Hemstock á trommur og Óskar Guðjónsson, á saxófóna.

Krónikan verður með léttar veitingar til sölu, öll velkomin og aðgangur á tónleikana er ókeypis.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir Sumarjazz í Salnum.

Svipmyndir frá fjölbreyttri dagskrá við menningarhúsin á þjóðhátíðardaginn, leiktæki, sirkus, hestar, skátarnir og margt...
18/06/2024

Svipmyndir frá fjölbreyttri dagskrá við menningarhúsin á þjóðhátíðardaginn, leiktæki, sirkus, hestar, skátarnir og margt fleira.

Sumarjazz í Salnum hefst næsta fimmtudag þegar gleðipinninn Bogomil Font stígur á stokk ásamt hljómsveit. Aðgangur er ók...
10/06/2024

Sumarjazz í Salnum hefst næsta fimmtudag þegar gleðipinninn Bogomil Font stígur á stokk ásamt hljómsveit. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Yndisleg, palestínsk útsaumssmiðja fór fram í Gerðarsafni á löngum fimmtudegi í maílok en þar fengu þátttakendur að kynn...
03/06/2024

Yndisleg, palestínsk útsaumssmiðja fór fram í Gerðarsafni á löngum fimmtudegi í maílok en þar fengu þátttakendur að kynnast palestínsku útsaumshefðinni tatreez. Takk kærlega fyrir komuna.

Kópavogsbær og Hamraborg-Festival fengu samtals 5 styrki úthlutaða úr Barnamenningarsjóði.Styrkirnir voru veittir við há...
28/05/2024

Kópavogsbær og Hamraborg-Festival fengu samtals 5 styrki úthlutaða úr Barnamenningarsjóði.
Styrkirnir voru veittir við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu síðastliðinn sunnudag.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra fyrir hönd Barnamenningarsjóðs úthlutaði styrkjum fyrir árið 2024 á Safnasafninu síðastliðinn sunnudag.

Slagverksleikarinn og tónskáldið Kristofer Rodríguez Svönuson  er bæjarlistamaður Kópavogs 2024. Valið var tilkynnt við ...
24/05/2024

Slagverksleikarinn og tónskáldið Kristofer Rodríguez Svönuson er bæjarlistamaður Kópavogs 2024.

Valið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Salnum í dag. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, formaður lista- og menningarráðs tilkynnti valið og sagði í ávarpi sínu að lista-og menningaráð hefði verið einróma um tilnefninguna.

Til hamingju Kópavogsbær!„Við hér í Kópavogi viljum sjá menningarlífið þróast í takt við nýja tíma og vera brautryðjendu...
11/05/2024

Til hamingju Kópavogsbær!

„Við hér í Kópavogi viljum sjá menningarlífið þróast í takt við nýja tíma og vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við viljum vera þekkt fyrir að þora að fara nýjar leiðir til að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Fyrir ári síðan boðuðum við nýja nálgun í menningarstarfi okkar og einn liður í því var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum okkar. Nýtt upplifunarrými lista, vísinda og bókmennta er svo sannarlega að fanga þær áherslur og afraksturinn er einstakt rými til að fræðast, skapa, lesa og leika. Við settum okkur markmið að opna á afmælisdegi bæjarins 11.maí og ég er mjög stolt að það hafi tekist. Til hamingju með daginn, Kópavogur,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Við tökum svo sannarlega undir orð bæjarstjóra og hlökkum til þess að taka á móti ykkur í þessum stórglæsilegu nýju rýmum.

Hjartans þakkir fyrir komuna á frábæra Barnamenningarhátíð í Kópavogi þar sem fram komu  mörghundruð börn í Kópavogi og ...
28/04/2024

Hjartans þakkir fyrir komuna á frábæra Barnamenningarhátíð í Kópavogi þar sem fram komu mörghundruð börn í Kópavogi og takk einstöku hljómsveitar- og kórstjórar og annað listafólk fyrir ykkar ómetanlega þátt.

Meðfylgjandi eru svipmyndir af stemningunni sem Leifur Wilberg Orrason fangaði í blíðviðrinu í gær.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir Barnamenningarhátíð í Kópavogi.

Sólin skín í heiði og við hlökkum til að halda upp á Barnamenningarhátíð með þátttöku hundruð barna í Kópavogi. Öll svo ...
27/04/2024

Sólin skín í heiði og við hlökkum til að halda upp á Barnamenningarhátíð með þátttöku hundruð barna í Kópavogi. Öll svo hjartanlega velkomin og aðgangur á alla viðburði er ókeypis. 💛

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í bókmenntafræði við HÍ, fjallaði um minningar og gleymsku í hádeginu í dag í Gerða...
24/04/2024

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í bókmenntafræði við HÍ, fjallaði um minningar og gleymsku í hádeginu í dag í Gerðarsafni í tengslum við sýningu Sóleyjar Ragnarsdóttur, Hjartadrottningu, sem nú stendur yfir í safninu.

Kærar þakkir fyrir frábært erindi Gunnþórunn og bestu þakkir fyrir komuna gestir góðir.

Dásamleg palestínsk útsaumssmiðja í dag í samstarfi við GETA - Get together. Bestu þakkir fyrir komuna í Gerðarsafn Kópa...
20/04/2024

Dásamleg palestínsk útsaumssmiðja í dag í samstarfi við GETA - Get together. Bestu þakkir fyrir komuna í Gerðarsafn Kópavogur Art Museum 🙏

Upptakturinn fer fram föstudaginn 26. apríl klukkan 17 en þá verða flutt glæný lög eftir unga lagahöfunda í Norðurljósum...
19/04/2024

Upptakturinn fer fram föstudaginn 26. apríl klukkan 17 en þá verða flutt glæný lög eftir unga lagahöfunda í Norðurljósum Hörpu.

Með Upptaktinum eru ungmenni í 5. – 10. bekk hvött til að semja tónlist og þau sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar.

Kópavogsbær hefur verið stoltur þátttakandi í verkefninu frá árinu 2021 og þannig tryggt börnum í bæjarfélaginu tækifæri til að senda inn lög og lagahugmyndir. Heiðbjörg Anna M. Conrad, 12 ára nemandi við Snælandsskóla á lag í Upptaktinum í ár en eftir hana verður flutt lagið Dans álfanna í útsetningu Valgerðar Jónsdóttur.

Aðrir lagahöfundar sem valdir voru í Upptaktinn að þessu sinni eru Freyr Magnússon, Anna Margrét Pálmarsdóttir, Arnar Gabríel Alexson, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Þyrí Úlfsdóttir, Guðbjörn Mar Þorsteinsson, Ása Karitas Baldursdóttir, Lilja Émilie Moschetta, Gunnar Magnús Guðmundsson, Aðalgeir Emil Arason Kjærbo, Kristín Björg Albertsdóttir, Manúela Maggý Friðjónsdóttir Morthens og Hinrik Nói Guðmundsson.

Til hamingju krakkar. Það má svo sannarlega byrja að hlakka til stóru stundarinnar í Hörpu. Framtíðin er björt.

Dásamlegu upptaktsbörnin okkar í ár!
Minnum á tónleikana þeirra þann 26. apríl kl. 17 í Norðurljósasal Hörpu - spennan magnast!

Barnamenningarhátíð fer fram í Kópavogi laugardaginn 27. apríl með þátttöku hundruða barna í grunnskólum Kópavogs. Verið...
19/04/2024

Barnamenningarhátíð fer fram í Kópavogi laugardaginn 27. apríl með þátttöku hundruða barna í grunnskólum Kópavogs. Verið hjartanlega velkomin að fagna með okkur.

Litskrúðug skordýr af ýmsu tagi urðu til í dásamlegri listsmiðju á Lindasafni, nú þegar daginn tekur óðum að lengja og l...
14/04/2024

Litskrúðug skordýr af ýmsu tagi urðu til í dásamlegri listsmiðju á Lindasafni, nú þegar daginn tekur óðum að lengja og lífríki náttúrunnar lifnar við. Takk fyrir komuna, listamenn litlir og stórir. 🙏

Bókasafn Kópavogs

Velkomin í yndislega fjölskyldusmiðju á Lindasafni í dag milli 13 og 15. Hægt er að koma við þegar hentar og dvelja eins...
13/04/2024

Velkomin í yndislega fjölskyldusmiðju á Lindasafni í dag milli 13 og 15. Hægt er að koma við þegar hentar og dvelja eins lengi eða stutt og hentar.

"Í þessari smiðju munum við föndra litrík skordýr úr eggjabökkum, pípuhreinsurum og alls kyns glingri. Við heiðrum ríki skordýranna, það ríki sem er allt í kringum okkur og mun koma til með að spretta fram við vorjafndægur. Smiðjan hentar mjög vel fyrir börn og fjölskyldur.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir."

Address

Hamraborg 4-6
Kópavogur
200

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when MEKÓ - Menning í Kópavogi posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to MEKÓ - Menning í Kópavogi:

Videos

Share

Nearby event planning services


Other Performance & Event Venues in Kópavogur

Show All